Þjóðólfur - 22.05.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.05.1891, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð úrg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll. ÞJÓÐÓLFUR. Dppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. f Pjetur Pjetursson biskup andaðist 15. þ. m. tæpri stundu eptir há- degi, eptir stutta og þjáningalitla legu, á 83. aldursári; var fæddur 3. okt. 1808 á Miklabæ í Skagafirði. Foreldrar hans voru Pjetur prófastur Pjeturssou, er lengst var á Víðivöllum, og síðari kona hans Þóra Brynjólfsdóttir, stórættuð, af biskupum kom- in í föðurætt. Hann lærði undir skóla hjá föður sínum og sjera Einari Thorlacius í Saurbæ, fór í Bessastaðaskóla 1824, út- skrifaðist þaðan 1827, sigldi nokkru síðar til liáskólans og tók þar embættispróf 1834 með fyrstu einkunn, vígðist prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd 1836, fjekk Helgafell 1837 og Staðarstað sama ár; varð prófastur árið eptir í Snæfellsnessýslu og var það, þangað til prestaskólinn var stofnaður 1847, er hann var skipaður for- stöðumaður hans; það embætti hafði hann á hendi til þess, er hann varð biskup yfir Islandi 1866 eptir Helga biskup Thorder- sen. Var hann siðan biskup þangað til honum var veitt lausn 16. apríl 1889 frá 25. maí s. á. Dómkirkjuprestsembættinu þjónaði hann eitt missiri milli presta 1854. Alþingismaður konungkjörinn var hann frá 1849 til 1886, er hann lagði niður þing- mennsku, og meðan hann sat á þingi, ept- ir að það fjekk löggjafarvald, var hann jafnan forseti efri deildar. Forseti í Reykja- víkurdeild Bókmenntafjelagsins var hann í 20 ár (1848—68). I sinni löngu embættistíð fjekk hann mörg heiðursmerki, þar á meðal stórkross af dbr. um leið og hann fjekk lausn frá biskupsembættinu, og hefur enginn íslend- ingur fengið það heiðursmerki fyr nje síð- ar; prófessorsnafnbót fjekk hann 1849. Hið mikla enska biflíufjelag gerði hann að heiðursforseta sínum æfllangt, og kvað eng- inn maður áður í danska ríkinu hafa hlot- ið þann lieiður. Hann var tvíkvæntur; fyrri kona lians, er hann gekk að eiga 1835, var Anna Reykjavík, föstudaginn 22. maí 1891. Sigríður Aradóttir læknis á Flugumýri, en hún dó 1839, og varð þeim eigi barna auðið. Síðari kona hans, sem enn lifir, er Sigríður Bogadóttir, stúdents frá Stað- arfelli; hana gekk hann að eiga 1841; áttu þau 3 börn, tvær dætur, er báðar lifa: Elinborg, ekkja landsh. B. Thorbergs, og Þóra, kona kennara Þorvaldar Thor- oddsens, og einn son, Boga lækni, er and- aðist í desember 1889. Pjetur biskup var mikilmenni að and- legu og líkamlegu atgervi, gáfaður og lærður vel, einn af mestu kennimönnum þessa lands á síðari tímum og starfsmað- ur mikill, eins og ljóslega sjest á því, hve mikið liggur eptir hann. Embættum sínum gegndi hann með miklum áhuga og mun sjerstaklega prest- askólinn eiga honum mikið að þakka fyr- ir þann tíma, sem hann var forstöðumað- ur hans. Á þingi fylgdi hann að jafnaði stjórninni að málum. Það, sem hefur gert hann frægan og lengst mun halda uppi minningu hans, eru hin mörgu og miklu rit hans. Meðal þeirra eru þrjú á latínu, er hann ritaði á yngri árum sínum: hið fyrsta um Rufinus kirkjuföður; fýrir það varð hann licentiatus theólogiae við háskólann í Khöfn 1840; annað um kirkjulög hjer á landi fyrir og eptir siðabót; það er doctorsdis- putasía, er hann varði á háskólanum 21. mars 1844 og varð dr. theol. fyrir; þriðja ritið á latínu er framhald af kirkjusögu Finns biskups um tímabilið 1740—1840. Auk þess hefur hann gefið út eptir sig helgidagaprjedikanir, hugvekjur þrennar til kvöldlestra (frá veturnóttum til langa- föstu, föstuhugvekjur og vorhugvekjur), miðvikudagaprjedikanir, bænir og fl. Hafa prjedikanir hans og hugvekjur náð almennri hylli meðal alþýðu, eru almennt hafður til húslestra í heimahúsum og munu verða liafðar það enn um langan aldur. Hann var gæfumaður mikill og auð- sældarmaður, orðinn einhver auðugasti maður á landi hjer, enda Ijet hann það opt á sjá með ýmiskonar gjöfum og hjálp- semi. Jarðarförin er ákveðin 3. júní, sama mánaðardag, sem hann var vigður biskup Nr. 24. af Martensen Sjálandsbiskupi fyrir 25 árum. Framtíðarmál. Verslunarfrelsi eða ein- ókun á Fyrarhakka. Frjettaþráður til ís- lands. Eptir Boga Th. Melsteð. Khöfn 1891. (Niðurl.). Höfundurinn sýnir meðal ann- ars fram á, hve nauðsynlegt sje, að Eyr- arbakki verði kaupstaður, höfnin þar að öllu leyti frjáls og að það þurfi að endur- bæta hana; nálægar sýslur ættu að skora á næsta þing að semja lög um þetta; vagnvegi ætti að leggja frá Eyrarbakka um nálæg hjeruð; muni þá kaupmenn jafn- vel flytja útlendar vörur heim til bænda og sækja til þeirra innlendar vörur; við þetta sparaðist eðlilega stórum vinna bæði manna og hesta. Síðan talar höfundurinn almennt um íslensku verslunina og kaupmenn, tilraun- ir þeirra að drepa niður samkeppni við sig í versluninni og skúmaskotsaðferð sumra þeirra að læðast bak við þing og þjóð gegn um bakdyrnar hjá stjórninni til að spilla fyrir því, að ýms lög frá alþingi, t. d. lög um löggilding verslunarstaða o. s. frv., fengju staðfestingu; þar á meðal eru kröptug mótmæli gegn hinu lúalega og fyrirlitlega tiltæki þeirra, að reyna að fá ráðgjafann til að sálga sínu eigin afkvæmi, lögunum um að fá útmældar lóðir í kaup- stöðum og á löggiltum kauptúnum o. fl., sem varð sannkölluð sneipuför fyrir þá, með því að lögin voru eigi að síður stað- fest, sem kunnugt er. Það sjest á því, sem að framan er sagt, að aðalefni ritsins er verslunarmál landsins, sjerstaklega suðaustursýslnanna, en þar kemur einnig fleira fyrir; þar eru og mörg eggjunarorð til íslendinga um að sýna af sjer meiri framtaksemi og dugnað. „Jeg er innilega sannfærður um“. segir höfundurinn á einum stað, „að ísland á bæði fagra og mikla framtíð fyrir hönd- um, ef vjer erum duglegri og neytum rjettilega krapta vorra. ísland er fram- tíðarinnar land. . . . En þá dugar ekki þetta dáðleysi og framtaksleysi, sem enn er svo r'otgroið í þjóðinni bæði meðal al- mennings og embættismanna. Þetta eru hörð orð, en hvað er það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.