Þjóðólfur - 22.05.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.05.1891, Blaðsíða 2
94 annað en framtaksleysi og dáleysi, að nú skuli til vera lieilar sveitir sumstaðar á land- inu, þar sem varlasjest kálgarður eða kart- öflugarður eptir að nú hefur verið prje- dikað fyrir mönnum í ræðum og ritum í meir en 100 ár um það, kvílík búdrýgindi og arður garðyrkjan sje fyrir menn? Þótt það sje margreyndur sannleiki . . . að það sje hollt og nauðsyniegt að blanda fæð- una saman úr jurta- og dýraríkinu og þótt menn hafi margfaldlega ritað um þetta á íslandi, þá má samt opt og einatt liitta menn, sem svara manni, er minnst er á kálmeti og rófur við þá, að þeir sjeu ekki grasbítar. . . . Eða ber það ekki vott um dáðleysi og framtaksleysi, hvernig menn hirða áburðinn, þrátt fyrir alit, sem um það hefur verið rætt og ritað nú um lang- an aldur? . . . eða þá hitt, að menn hafa eigi manndáð í sjer til að lauga sig eða þvo á sjer skrokkinn? . . . Er það ekki höfuðskömm fyrir Beykjavík, höfuðstað landsins, þar sem um 4000 manna eru samaukomnar, að eiga ekki neitt baðhús, þar sem menn geta laugað sig og synt, og þó hafa menn þar bæði sjóinn og keit- ar laugar við höndina?“ Eins og sjest á efnisyfiiiti ritsins í aug- lýsingu um það í 21. tbl., talar höf. í síð- ari hluta þess, sem enn er ókomiun hing- að, meðal annars um samganguabætur á sjó og landi hjá oss, frjettaþráð miili ís- lands og útlanda o. s. frv., og munum vjer, þegar niðuriag ritsins er komið, síðar minnast á það. Stórisj ór? Herra Lýður G-uðmundsson á þakkir skilið fyrir það, að hann hefur í grein sinni í 19. blaði Þjóðóifs bent á, hvernig Stórasjós-villan er komin inn í uppdrátt íslands. Eptir lýsingu Sveins Pálssonar, sem prentuð er í Andvara aptan við ferða- sögu mína, virðist það engum efa bundið, að vatn það, sem Landmenn nú kalla Litla- sjó, var á 18. öld, þegar Sveinn fór til Veiðivatna (1795), kallað Stórisjór og voru menn þá þegar farnir að hafa trúnað á útilegumannabygðum, sem áttu að vera við þetta vatn. Seiuna þegar Landmenn betur kynntust Veiðivötnum og fundu engar útilegumannastöðvar við þetta vatn, gátu þeir ekki skilið, að þetta væri Stóri- sjór, sem svo miklar sögur fóru af, úr því þar fannst ekkert merkilegt, sem þjóð- sögurnar gátu átt við, hugðu menn þá að Stórisjór væri innar á öræfuuum sem ó- þekkt voru, þannig fluttu hugmyndir manna vatnið lengra og lengra og nú sýn- ist það vera komið upp í Vatnajökul, þar getur því dvalist um stund, uns það á endanum liverfur út í hafsauga. Saga Skógarkotsbræðranna um hið geysi- mikla vatn utan í Vatnajökli er svo óljós, að ekki er mikið á henni byggjandi. Frá tiudunum við Tungnárbotna við jökulrönd- ina og eins frá fjöllunum norðan við Þóris- vatn, hafði jeg hvað eptir annað í besta veðri sumarið 1889 ágæta útsjón yfir mest- ina, allann vesturjaðar Vatnajökuls;gengur þar óslitinn, geysimikill skriðjökull niður frá hæstu jökulbungunum jaf'nhallandi nið- ur að öræfunum, sem ná frá Köldukvísl- arbotnum suður fyrir Skaptá; skoðaði jeg allan þennan jökul nákvæmlega í sjónpípu og sá meir en þingmannaleið inn á hann, á öllu þessu svæði var ekkert vatn sjáan- legt á jöklinum, enda gæti eðlilega ekk- ert stöðuvatn í skriðjöklinum sjálfum hald- ist til lengdar. Saga Skógarkotsbræðranna kemur eigi heldur saman við „uppdrátt íslands“, því Björn Gunnlaugsson lætur Stórasjó vera á öræfunum kippkorn (% mílu) fyrir neðan röndina á Vatnajökli og á uppdrættinum nær hvergi jökull að vatn- inu eða útí það. Hið eina vatn, sem lýs- ing þeirra bræðra að nokkru leyti getur átt við, er Langisjór (eða Skaptárvatn?) fyrir sunnan Tungná milli tveggja fjall- garða, það er mjög mjótt en ákaflega langt og skriðjökull gengur svolítið niður í norð- austurenda þess; það getur verið, að bræð- urnir hafi haft einhverja óljósa hugmynd eða sögusögn um þetta vatn, en aldrei hefði Landmönnum dottið i hug að kalla þetta vatn Stúrasjó, því Stórisjór á að vera fyrir norðan Tungná. Fram með röndinni á Vatnajökli norðaustur af Veiðivötnum eru hjer og livar smáir vatnspollar eins og opt er við jökia og koma þeir og hverfa á víxl; öræfin upp af Veiðivötnum upp að jökli eru mjer vel kunn, dálítið svæði norð- ur af Tungnárbotnum fór jeg ekki um, en sá þar vel yfir af fjallatindum, það get- ur vel verið, að einhver smávötn, sem jeg ekki hefi sjeð, dyljist þar innanum öldur og smátinda, en þar er hvergi rúm fyrir stórt vatn, livað þá heldur fyrir slíkt vatn sem Stórisjór á að vera. Hinn heiðraði höfundur segir, að Stóri- sjór eigi að vera norðaustur af Veiðivötn- um og jeg muni ekki liafa farið nógu langt í þá átt og vitnar til 62. bls. í ferða- sögu minni, en þar er að eins talað um útsjón frá gígbarmi Tjaldvatns; höf. sýnist eigi hafa lesið lengra, annars liefði hann eigi ritað þetta, því seinna í ferðasögunni (bls. 77—80) hefi jeg lýst ferð minni frá Tjaldvatni um öræfin tii norðausturs alla leið upp í Tungnárbotna; jeg veit ekki^ hvernig hægt er að fara lengra til norð- austurs frá Veiðivötnum, því þar þrjóta öræfin og skriðjökulsrönd Vatnajökuls tek- ur við, en hún takmarkar öll öræfin að norðan og austan, eins og öllum er kunn- ugt. Á þeirri leið eru fyrir ofan vatn það, er Landmenn kalla Litlasjó, engin vötn alla leið upp að jökli, sem teljandi eru, þar eru að eins grunn smávötn á söndum við Tungná, sem þó geta stækkað allmikið í leysingum og rigningum. Höf. kefur ekki þekkt uppdrátt minn af Veiðivötnum og öræfunum við vesturröud Vatnajökuls, enda er það nú varla von, því hann er prentaður í „Dansk geografisk Tidskrift“, 10. bindi, sökum kostnaðarins gat hann því miður ekki fylgt ferðasögunní i And- vara. Höf. getur þess, að Snorri Jóns- son liafi frá Arnarfellsjökli sjeð stórt vatn suður á öræfunum; þetta sama vatn sáum við Snorri báðir frá Kerllugarfjöllum 1888, en árið eptir komst jeg að raun um að þetta vatn var Þórisvatu, það er geysi- mikið vatn, nærri eins stórt eins og Þing- vallavatn, og ganga tveir stórir flóar langt norður úr því; þangað komu Skaptfelling- ar á rannsóknarferð sinni 1884 og hjeldu þeir að það væri Stórisjór. Norðaustur af Þórisvatni er ekkert vatn, þar eru eintóm hraun upp með Köidukvísl og eru hjeruð- in við upptök þeirrar ár vel kunn af ferð- um Björns Gunnlaugssonar, Sigurðar Gunn- arssonar og Schythe. Landmenn geta hæglega, ef þeir vilja, sannfærst um, að enginu Stórisjór liggur norðaustur af Veiðivötnum á öræfasvæð- inu milli þeirra og Vatnajökuls; frá Tjald- vatni er ekki nema 7—8 tíma reið upp að jökli, ef gott er veður, vegurinn er víð- ast allgóður, hey þarf ekki mikið að hafa með sjer, ef ekki er farið of snemma á sumri, því við fundum 1889 hagabletti við jökulinn í Tungnárbotnum og kölluðum þá Botnaver, þar geta nokkrir hestar fengið fylli sína í eina eða tvær nætur. Annars þarf þetta ekki fyrst um sinn nánari rann- sóknar, því jeg er viss um, að enginn, sem nokkuð að mun þekkir öræfin og landslagið norðaustur af Veiðivötnum og upp að Vatnajökli, mun láta sjer detta í hug að fara að leita þar að Stórasjó. Reykjavík 26. apríl 1891. Þorvaldar Thoroddsen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.