Þjóðólfur - 29.05.1891, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 29.05.1891, Qupperneq 1
Kemur út 4 íöstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin við áramöt, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Reykjavík, föstndaginn 29. maí 1891. Nr. 25 A. Samkomulag. Það er nú orðin venja í ritum og ræð- um. þegar tilrætt verður um stjórnarskrár- málið, að um það skiptist menn í tvo flokka, andstæða hvorn öðrum, sem svo eru nefnd- ir ýmsum nöfnum, bæði í blöðunum og manna á milli. í 4. og 5. tölubl. Þjóðólfs þ. á. er alvar- lega brýnt fyrir þjóðinni, hve óheppileg- ur og skaðvænn þessi flokkadráttur sje í stjórnarskrármálinu. og jafnframt bent til, að á þingmálafundum í vor ætti þjóðin að gæta sín við sundrunginni og er þess vænst fafnframt, að meiri hlutinn hallist að stefnu samkomulagsmann anna. Um hvað er nú ágreiningurinn og hvern- ig er lionum varið ? Eða er það nauð- synlegt, að þjóðin að svo komnu lýsi yflr því, hverjum flokknum hún sje fremur fylgjandi? í áðurnefndri ritstjórnargrein i Þjóðólfi er það tekið fram, að það sje ekki stefnu- mið málsins, sem ágreiningurinn er um, heldur aðferðin við að ná því takmarki, sem þó báðum flokkunum kemur saman um að vilja að keppa — eða einkanlega mismunandi skilningur á ýmsum orðatil- tækjum og ákvæðum, sem þar að lúta. Eptir því sem mjer virðist þessi misklið málsins vaxin, þá held jeg, að allt of mik- ið sje gert úr flokkadrættinum. Milli hverra verður sagt hann sje? Milli nokkurra þingmanna „privatu. Að þingið sjálft skipt- ist hjer í flokka, verður ekki sagt, því gafst ekki kostur á að láta skoðun sína í ljósi í heild sinni um ágreiningsatriði máis- ins, eptir það að sundrungin kom fram. Að vísu má segja, að ágreiningur hafi einn- ig verið meðal blaðanna út af þessu ináli, þó hefur það ekki verið nema eitt blað, svo teljandi sje, sem fylgt hefur minni hluta stjórnarskrárnefndarinnar á síðasta þingi, og það biað mun svo naumast geta talist nema eins eða tveggja manna rödd í þessu efni. Þar sem nú ekki er um annan eða verulegri flokkadrátt að ræða en hjer er fram kominn, þá er að minni meiningu alls engin nauðsyn, að þjóðin á væntan- legum þingmálafundum í vor iýsi yfir því, hverjum flokknum hún sje fremur fylgj- andi; það eru nokkrar líkur til, að allir yrðu ekki á eitt sáttir um það, og á þann hátt gæti myndast þýðingar- og yfirgrips- meiri flokkadráttur en enn þá á sjer stað. Hitt liggur öllu beinna við og virðist fullt svo hyggilegt, að leiða sem mest hjá sjer uppþot það, er endalykt málsins á síðasta þingi hefur valdið síðan, en skora heldur á alþingí, að taka málið til meðferðar á þeim grundvelli, er þjóðfulltrúar neðrí deild- ar voru því nær allir í einu hljóði sáttir og sammála um, þ. e. leggja til grund- vallar stjórnarskrárfrumvarp neðri deildar 1889. Það er ólíklegt, að nokkur geti verið mjög á móti því að taka slíka áskorun til greina, ef hún kæmi almennt fram. Það þarf ekki að efa það, að þjóðfulltrúar vor- ir, þeir sem annars nokkuð að kveður, hafa heita tilfinningu fyrir rjettindum vorum gagnvart hinu útlenda ofurvaldi, og vilja af heilum liuga vinna ætt- jörðu vorri gagn, en til þess að því geti orðið framgengt, verða menn að forðast flokkadrætti og sundurlyndi, ekki síst í hinu allraþýðingarmesta og vandamesta máli, og það mun öllum líka fyllilega ljóst vera. Það er svo skammt siðan þjóðin hefur skýrt og skilmerkilega gefið til kynna, hverri stefnu hún vill fylgja í sjálfsforræðis- kröfum vorum að svo komnu, og þó mörg- um kunni að finnast, að tilfinningum sín- um og óskum sje alls ekki fullnægt með nokkru því stjórnarskrárfrumvarpi, sem enn hefur komið fram, þá mun naumast vera í mál takandi að hreyf'a slíku í þetta sinn, en hitt verður að vera á fulltrúanna valdi og fyrir því verður að trúa þeim, á livern hátt þeim kemur saman um að tryggja sjálfsstjórnarrjettindi vor, og hvaða aðferð brúkuð er við það, en líki mönnum ekki eitthvað í þessu tilliti við einhverja þingmenn, þá stendur vel á að segja til við næstu þingkosningar, er í hönd fara. Það, sem þingmálafundir á vori kom- andi ættu því helst að leggja til um með- ferð þessa máls, er það, að skora á næsta alþingi að taka fyrir stjórnarskrármálið öndverðlega á þinginu til meðferðar, og leggja til. grundvallar stjórnarskrárfrum- varp það, er neðri deild alþingis 1889 samdi og samþykkti og sent var síðan efri deild þingsins. Mundu ekki einna mestar líkur til að flestir geti fellt sig við að fylgja þessari áskorun. Allir vita, að það, sem milli hefur borið, er út af því, sem þar á eptir fór fram, og hvað er þá eðlilegra eða rjettara en að menn snúi aptur til þess áfangastaðar, þar sem allir voru sáttir og sammála síðast, og reyni svo til að fylgj- ast betur að í annað skipti. Ekki verður því neitað, að þannig lög- uð áskorun, gengur allmjög fram hjá til- lögum þeirra manna, sem mælt hafa fram með stjórnarskrárfrumvarpi efri deildar frá síðasta þingi, og það eru eiginlega þeir, sem aptur verða að snúa, en það eru líka einmitt þeir hinir sömu, er vjer getum vænst hvað mestrar tilhliðrunarsemi af- Það mun sannast á sínum tíma, að þeir eru þjóðinni holiráðastir, sem mest og best styðja að sátt og samlyndi á meðal vor, allt svo lengi kostur er á — allt svo lengi borgið er sjálfsforræðis-kröfum vorum ó- skoruðum. Látum dönsku stjórnina sitja við sinn keip, en um fram allt verum sáttir og sammála í landinu sjálfu, skip- um fylking vora fast og frjálsmannlega, gagnvart mótspyrnunum, þá hljótum vjer að bera sigurinn úr bítum áður langir tímar líða fram. Þingeyingur. * * * Frá voru sjónarmiði liggur beinast við að byrja þar á þingi í sumar, sem hætt var á síðasta þingi, þ. e. á frumvarpi efri deildar og vita, að hve miklu leyti neðri deild vill aðhyllast það eða ekki. Geti deildin fallist á frumvarpið án mikilla breytinga, verður það samþykkt í efri deild og þar með samþykkt stjórnarskrárbreyt- ing af þinginu. En sje farið eptir tillögu höfundar grein- arinnar að framan og neðri deildar frum- varp síðasta þings yrði samþykkt þar apt- ur óbreytt eða breytingalítið, þá gerir efri deildin eitt af tvennu: annacflivort fellir frumvarpið, og þá er málið fallið á þessu þingi, eða, hún breytir því á líkan hátt eins og á síðasta þingi og þá er málið komið í sama horf, eins og þá í þinglok,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.