Þjóðólfur - 29.05.1891, Side 2

Þjóðólfur - 29.05.1891, Side 2
98 frumvarpinu yrði aptur breytt í neðri deild, lenti í hrakningum milli deildanna og dag- aði uppi, svo að engin stjórnarskrárbreyt- ing kæmist á á þessu þingi. Þriðja leiðin er til, sú, að binda sig við hvorugt frumvarpið eingöngu, heldur búa til úr báðum nýtt frumvarp, þar sem sneitt væri sem mest að unnt væri hjá því, sem minni hlutinn getur ómögulega gengið að í efrideildarfrv., í von um frekari tilslökun frá hinum konungkjörnu, og aptur á móti reynt að sneiða lijá því, sem hinum kon- ungkjörnu þykir óaðgengilegast í neðri- deildarfrumv.; með öðrum orðum reynt að taka svo mikið tillit sem frekast er unnt til hinna sundurleitu skoðana; hvort þetta geti heppnast og samkomulag fengist á þennan hátt, er annað mál, en óhugsandi er það ekki. Hver leiðin verður farin, verður að nokkruleyti að vera komið undir þeim skoð- unum, sem koma fram á þingmálafundum fyrir þing í vor, og þess vegna mega þeir ekki leiða hjá sjer að láta uppi álit sitt um, hvort þeir hallast að meiri eða minni hlutanum, þótt höf. greinarinnar hjer að framan í öðru orðinu vilji helst að þeir leiði það hjá sjer, en í hinu, að fundirnir .skori á þingið að leggja neðrideildarfrumv. til gruudvallar, sem að voru áliti er sama sem að menn lýsi yfir, að þeir sjeu á móti meiri lilutanum. f Sjera Jón Steingrímsson. Þess er lauslega getið í síðasta blaði, að sjera Jón Steingrímsson prestur í G-aul- verjabæ hefði andast 20. þ. m. Þetta eru kelstu æfiatriði hans : Hann var fæddur 18. júní 1862 á Gríms- stöðum í Reykholtsdal; þar bjuggu þá for- eldrar hans Steingrímur Grímsson (bróðir sjera Magnúsar Grímssonar á Mosfelli) og Guðrún Jónsdóttir hreppstjóra Kristjáns- sonar á Kjalvararstöðum. Þau áttu mörg börn (13?) og var Jón þeirra elstur. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur. Þá fjekk Jón heitinn rit- ari hann i ísafoldarprentsmiðju*; þangað *) Það atvikaðist þannig: Jón ritavi var einu sinni veturinn 1875—76 á ferð í fjárkláðaerindum uppi i Borgarfirði og gisti þá í Reykholti hjá sjera Þórði Jónassen, ætlaði að borga næturgreiðann með 4 kr., en sjera Þórður, sem var gestrisnismaður og höfðingi í lund, vildi ekki taka við þeim; sagði þá Jón, að hann skyldi iáta efnilegasta fermingar- barnið, sem hann fermdi næsta vor, fá þessar 4 kr., og það þekktist sjera Þórður. Veturinn eptir kem- kom hann 30. júní 1877, og lærði þar prentiðn, en fjell hún eigi vel í geð; hug- ur hans hneigðist meir að bóknámi; hann var þá svo heppinn að kynnast Magnúsi Andrjessyni, nú prófasti á Gilsbakka, sem þegar tók eptir hinum miklu hæfilegleik- um hans og kenndi honum undir skóla veturinn 1879—80; jafnframt vann hann í prentsmiðjunni og hafði því ekki nema tómstundir sínar til námsins; þó settist hann í 2. bekk um vorið, og sýnir það rneðal annars, hvílíkur gáfumaður hann hefur verið. Foreldrar hans höfðu ekki efni á að kosta skólanám hans, en styrktu hann þó eins vel og þau gátu, til þess er þau fóru til Ameríku vorið 1882. Aðal- styrktarmaður hans var próf. Þórður Jón- assen í Reykholti tii þess er hann dó 1884, en upp frá því hin góðfrægu höfðingshjón, rektor Jón Þorkelsson og frú hans, sem opt liafa meira og minna íiðsinnt efnalitl- um nemendum lærða skólans. Hann út- skrifaðist úr latínuskólanum 1885 með á- gætiseinkunn, en hana hefur enginn annar fengið frá Reykjavíkurskóla, nema Hall- grímur Sveinsson biskup og kand. Guð- mundur Magnússon. Árið eptir tók hann próf í forspjallsvísindum við prestaskólann sömuleiðis með ágætiseinkunn og 1887 út- skrifaðist hann af prestaskólanum með 1. einkunn og vígðist sama haust að Gaul- verjabæ; veturiun eptir þjónaði hann dóm- kirkjubrauðinu sem aðstoðarprestur Hall- gríms Sveinssonar biskups, er þá var dóm- kirkjuprestur. Vorið 1888 kvæntist hann; kona hans, sem enn lifir, er Sigríður Jónsdóttir, ætt- uð að norðan, systir Árna hjeraðslæknis í Skagafirði; þau áttu 2 börn og lifir annað þeirra. Sjera Jón var einhver hinn langefnileg- asti meðal yngri presta landsins fyrir margra hluta sakir, var með betri kenni- mönnum og prýði sinnar stjettar, hafði mikinn áhuga á framfaramálum almenn- ings og var tillögugóður um þau, hið mesta lipurmenni og vinsæll, svo að allir, sem kynntust honum, hljóta að sakna hans. Hann ritaði Frjettir frá íslandi fyrir Bók- menntafjelagið í 4 ár (1885—88); eptir hann eru og prentaðar nokkrar ritgjörðir í blöðunum og þýðingar í Iðunni. ur Jón aptur að Reykholti og ber þá í tal, bver fengið hafi krónurnar, en það var Jón Steingríms- son; var hann þá einmitt staddur þar við nám hjá sjera Þórði; leist Jóni svo vel á hann, að hann fjekk hann litlu siðar til prentsmiðjunnar, sem hann átti að nokkru eða var riðinn við að ein- hverju leyti. Sjera Valdimar Briem minnist hans með- al annars þannig: Veit ei þjóð öll, er ei þekkir opt sín hin bestu börn, að hún hjer einu hinu ágætasta barni á bak má sjá. Hjónarúmin. Mjer þótti vænt um, þegar jeg sá það í Þjóðólfi 19. bl. þ. á., að stungið var upp á því að reyna að finna ráð til að umbæta sveitabæina. Sjerstaklega væri það mikið gleðiefni fyrir okkur konurnar, ef það tæk- ist; því engum geta verið tilfinnanlegri ó- þægindin við slæma bæi en okkur, sem verðum optast að láta fyrirberast í þeim og eigum að sjá um að halda þeim þokka- legum. Þó hef'jeg aldrei fundið eins sárt til vandkvæðanna við baðstofurnar okkar og fyrirkomulagið á þeim, eins og þegar jeg hef átt að hjálpa konum við erfiða fæðingu í föstu rúmi, eins og er i flestum baðstofum í mínu hjeraði; þar verður ekki staðið að nema á einn veg, og hef jeg því opt neyðst til að láta búa um konuna á gólfinu, en geta má nærri, hve hægt það er aðstöðu fyrir þá, sem lijálpina eiga að veita; bakið á mjer getur borið um það. Jeg vildi því með línum þessum minna bændur og bændaefni á, að ráða bót á þessu. Ef þeim er annt um líf og heilsu konu sinnar eða konuefnis, ættu þeir að láta lausarúm vera einn hinn fyrsta og nauðsynlegasta búshlut, sem þeir útveguðu sjer. Má ekki minna vera en eitt lausa- rúm sje til í hverri baðstofu, og því má alstaðar við koma, hvað sem öðrum æski- legum bæjarbótum líður. Læknarnir finnst mjer ættu að gangast fyrir því, hver í sínu hjeraði, að flýta fyrir þessari lífs-nauðsyn- legu umbót. Yfirsetukona. ♦ V o r n ó 11. (1889). Lag: Skyarna tjockna, stjernorna slockna. Dökknar á hauðri, draumblæju rauðri Dregin er hlíðin við kvöldsólar skin. Skuggarnir lækka, húmskýin hækka; Hljóður er fuglinn í döggvotum hlyn. Yelkominn friður! Vatnanna niðui, Heyrurn! hlustum! heiðbjört er nótt. Faðirinn stjarna, friðgjafi harna! Friðinn þeim sendu og hvíldu þau rótt.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.