Þjóðólfur - 29.05.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.05.1891, Blaðsíða 1
Kemur tit á. töstudÖB- um — Verð drg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLíiL árg. Reykjavík, föstudaginn 29. maí 1891. Nr. 25 B. Þettii ))lað reiknast ekki kaupendunum í blaðatölu þeirri, sem þeim er lofuð, með því að það er fremur sjerstakleg-s efnis og varðar lítið þeinlínis nema eitt hjerað Iandsins, en óheinlínis varðar það mikið alla þjóðina. Ný aöalpóstleið í Húnavatnssýslu, Eptir sjera Stefén M. Jónsson á Auðkúlu. I. Eitt af hinum mörgu málum, er nýaf- staðinu sýslunefndarfundur Húnvetninga hafði til meðferðar, var aðalpóstleiðarmál- ið um sýsluna, — nú í annað sinn fyrir nefndinni. Eins og margir vita, er þetta mál afspringur vegalaganna frá 10. nóv. 1887, sem skipta öllum vegum landsins í aðalpóstvegi, sýsluvegi, fjallvegi og hreppavegi. Aðalpóstvegir eru kostaðir yfir höfuð af landssjóði, sýsluvegir af sýslusjóði og hreppavegir af hreppavega- sjóði. Sú er auðsjáanlega hugsun lag- anna með því að taka aðalpóstvegina yfir höfúð á sína arma, að þeir sjeu lagð- ir þannig, að eigi einungis hjeraðið eða sýslan, sem vegurinn liggur í, hafi gagn af honum, heldur sje hann lagður sem hentugast fyrir þjóðina sem kostar hann og á að nota hann, og póstinn, sem fer með erindi þjóðarinnar, án einkatillits til hagsmuna eins hjeraðsins fremur en annars. Póstvegirnir eru því sannir þjóðvegir; og vegna þess, að þessi er að- altilgangur þeirra, segja lögin, að leggja aðra vegi, sýsluvegi, sem sjerstaklega eiga að greiða samgöngurnar innansýslu. Auðvitað er ákjósanlegt, þegar gagn þjóðar og hjeraðsbúa getur komið sam- an, án þess rjettur aðalmálsaðila sje bor- inn fyrir borð, en þegar það lætur sig ekki gjöra, verður hinn rjetthærri að ganga fýrir. Og liver getur verið í vafa um, ef þetta er rjett, að riettur og þarfír þjóðarinnar eigi að ganga fyrir hags- munum hjeraðsins, ef ekki verður sam- einað. Þessi rjettur og þarfir þjóðarinn- ar næst án efa best með því, að aðal- postleið í sýslu hverri sje sett í hent- ugt samband við aðalpóstleið næsta fjórð- u)igs o. s. frv.; og naumast mun það hafa verið hugsun alþingis með vega- lögunum 1887, að landssjóður legði út stórfje t. d. til þess, að nokkrir hreppar hvers hjeraðs gætu fengið greiða götu í kauptún sitt. ef þar við ykist óþarfur kostnaður og erfiðleikar á póstferðum landsins um hjeraðið, en þessa þörf sýslu- fjelagsins eiga sýsluvegirnir einkum að bæta, eins og hreppavegirnir eiga • að bæta samgönguþörf hreppsfjelagsins. Þó jeg sje fjarri því að vera lögfróð- ur, hygg jeg að enginn óhlutdrægur mað- ur vilji eða geti neitað því, að þetta, sem jeg nú hefi sagt, sje andi vegalag- anna, um leið og það er bókstafur þeirra. Og frá þessu sjónarmiði vil jeg segja ágrip af sögu aðalpóstleiðarmálsins um austanverða Húnavatnss. frá Gfiljá að Ból- staðarhlíð, og skoðanir mínar um það mál. II. Mál þetta var lagt fyrir sýslunefnd Húnavatnssýslu veturinn 1888, og átti sýslunefndin að segja álit sitt um stefnu vegarins. Sýslunefndin klofnaði í þrennt. Fáeinir aðhylltust að leggja leiðina frá Griljá út á Blönduós og þaðan yfir Blöndu fram allan hinn langa Langadal (Ystaleið). Fáeinir voru á því, að vegurinn lægi, eins og nú, að Reykjum á Reykjabraut, þaðan fram með austanverðu, eða rjettara norðanverðu, Svínavatni, yfir Blöndu á Finnstunguvaði og að Hlíð. (Fremsta- leið); en þeir, sem þá voru eptir, voru á þvi, að leggja veginn frá Griljá að Reykj- um, þaðan meðfram Svínavatni að Laxá, en þá austur yfir Ásana hjá Tindum, yfir Blöndu á Holtastaðaferju, og þaðan fram Langadal (Miðleið). Þessir miðleiðar- menn rjeðu úrslitunum með 1 eða 2 atkvæða mun, við hina flokkana saman- tekna. Þessi úrslit sýslunefndar voru síðan send amtsráðinu; varð þar mein- ingamunur sá, að einn (Einar í Nesi) varð fyrst á fremstuleiðinni, en amtmaður og Benedikt Blöndal á miðleiðinni, en enginn á ystu leiðinni. Þá gekk málið til landshöfðingja. Alþing 1889 veitti 6000 kr. til að fá vegfróðan mann frá útlöndum til að segja, samkv. vegalögunum, álit sitt um þetta og fleiri vegamál landsins. Hann kom og hafði um 3000 kr. fyrir starfa sinn sumarið 1889. Vegfræðingur þessi var svenskur, A. Siwerson að nafni, alvan- ur vegagjörð í Svíaríki, og einkum Nor- egi, eigi einungis járnbrautarvegum, held- ur vegum yfir og eptir hálsum og döl- um, þar sem líkt er ástatt og hjá oss; þetta sagði hann mjer sjálfur. Valið á manninum virðist því hafa verið heppi- legt. Þetta ákvæði laganna um, að veg- fróða menn skuli hafa í ráðum, þegar ákveða skal aðalpóstleiðir, virðist bæði viturlegt og gjöra úrskurðarvöldunum hægra fyrir; en einkum sýnist, að það ætti að ljetta fyrir landshöfðingja í að leggja sinn fullnaðarúrskurð á málið, hafi meiningamunur orðið hjá sýslunefnd eða amtsráði. Siwerson vegfræðingur sendi í fyrra vetur skýrslu sína til landshöfðingja, með áliti sínu um, hvar hentugast sje að leggja aðalpóstleiðina, og áætlun um kost- nað hennar. Útdrátt af þessu áliti og áætlun má lesa í Þjóðólfi nr. 10, 28. febr. 1890. Ystuleiðinni og miðleiðinni kastar hann þar algjörlega, en er eindreginn með því, að leggja veginn meðfram Svína- vatni (Fremstaleiðin). Eini kosturinn er hann nefnir þ Ystuleiðinni, er brúar- stæði á Blöndu á svokölluðum Neðri- klifjum, en þessi vegur er 10,340 metr. lengri en fremstaleiðin. Á leiðinni fram Langadalinn af Blönduós yrði vegurinn, að hans sögn, að liggja yfir 5 smáskrið- ur og eina stórá1. Auk þessa segir hann, að mjög sje hætt við, að Blanda bryti af veginum á 2 stöðum i Langadal; vegur- inn mundi stöðugt liggja undir skemmd- um, og viðhald hans kosta stórfje. Mið- leiðin er 4,140 metr. lengri en fremsta- leiðin. A miðleiðinni ekkert brúarstæði á Blöndu (hefði mátt bæta við: „ekkert vað“), og sömu ókostir sem á ystu leið- inni, hvað snertir skemmdir á veginum og hættur fyrir hann. Eptir skýrslunni, er 1) Hversu margar mundi mega telja eptir nokk- ur ár? Eigi ólíklegt að þá lægi vcgurinn eigi leng- ur yfir ]iær, heldur undir þeim, þar sem hann verð- . ur að liggja við rætur á snarbröttu afarháu fjalli.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.