Þjóðólfur - 29.05.1891, Side 4

Þjóðólfur - 29.05.1891, Side 4
104 til akvega eða 6 álna breiðra vega hjer hjá oss, og ráða til að leggja að eins klyfjagötur. Jeg veit reyndar eigi hverj- um þeir fjelagar mínir ætla að fara ept- ir þessari ráðleggingu, hvort það er hugs- unin, að landshöfðinginn einn breyti nú þegar lögunum og fyrirskipi ao leggja klyfjagötur í stað 6 álna breiðra vega ■eða hvort Húnavatussýsla ein sje óhæf fyrir akvegi. Yfir höfuð kemur þessi tillaga, eins og nú stendur, eins og úr leggnum. Við höfum eitt sinn lög, sem við eigum að hlýða. þar tii þeim er breytt. Söksjerhefði verið, efklyfjagatna- fýsnin var ómótstríðanleg, að landshöfð- inginn hefði verið beðinn um, að fresta því, að ákveða aðalpóstleiðina, þar til alþing væri búið að breyta lögunum og koma klyfjagötunni á. En sjeu nú klyfjagötur hentugri en 6 áina breiðir vegir, mega þær þá ekki iiggja þar, sem þær eru hent- ugastar til umferða? Má þá ekki eins leggja klyfjagötu meðfram Svínavatni eins og fram og út Langadal, eru ekki sömu kostir og ókostir beggja leiðanna hvort heldur er klyfjavegur eða akvegur? Þó nú svo ólíklega kunni að fara, að þessi ysta ieið verði gjiirð að aðalpóstleið, er ólíklegt að al- jiing verði fúst til að fleygja peningum alls lands- ins þannig 4 glæður, úr þvi það væri þvert ofan í tillögu amtsráðs og vegfróðra manna (sbr. 6. gr. laga nr. 25, 10. nóv. 1887), sem líkindi væru til að ættu að hafa meira að segja, en meiri hluti einn- ar sýslunefndar, sem er sannarlega ekki vegfróð; og suma norðanþingmenn hefi jeg heyrt segja, að þó vegurinn yrði lagður ofan Langadal yfir hjá Tindum (hvað þá út á Bl. ós), mundu þeir aldrei fara hann. En yrði ysta leiðin ofan 4, þætti mjer sjálfsagt, að fleiri sýslufjelög landsins vildu fá samskonar aðalpóstleið. T. d. cetti þá aðalpóstleið- in í Skagafjarðarsýslu að leggjast út á Sauðárkrók, já fyrir því væru ótal ástæður gildari en fyrir Blönduósleiðinni hjer. Eins ætti þá að leggja að- alpðstleiðina um Þingeyjarsýsla út á Húsavík, en ekki fram um Staði o. s. frv. Út á Húsavík og Sauðárkrók er góður vegur, og sömuleiðis þaðan og norður á við, svo tiltölulega væri lítill kostnað- ur að koma þeim kró-kum á, ef nauðsynin krefði; en það er svo merkilegt, að til jiess að geta feng- ið nær l1/^ milu krók á aðalpóstleiðina i Húna- vatnssýslu þarf að búa til alveg spánýjan veg sem kostar marga tugi þús. króna eptir hinni afarlöngu sveit Langadalnum, og síðan eiga undir von, hvort hann verður farinn eða ekki, og varanlegleik- inn mjög vafasamur vegna landslagsins. Það erog einkennilegt að aðalpóstleiðin frá B.eykjavík til Ak- ureyrar, og yfir höfuð aðalpóstleiðir landsins, liggja svo krókalaust sem frekast má, svo koinist þessi ysta leið hjer á, er það eini verulegi krókurinn, og þó er til því nær bein leið nálægt miðbiki sýsl- unnar, hafandi ótal sannaða kosti framyfir vinkla- leiðina. Á sýsluneíndarfundinum 1888 var miðleiðinni talið eitt, með öðru það til gildis, að hún lægi um miðja sýslu, nú er það enginn kostur lengur hjá sömu mönnunum, en álitið aptur 4 móti hentugast að þræða jaðra sýslunnar með ókleyfum kostnaði og þvert ofan í vilja almennings og pósts. Og viti menn, hún er reynd þessi ysta leið, því hjer um árið var hún gjörð að aðalpóstleið, en hvað skeði? Póstur heimtaði launabót, almenningur, nema nokkr- ir Langdælir og Osverjar óánægðir, og leiðin á næsta ári afmáð sem óhafandi. Á þessu eina ári komst þáverandi póstur tvisvar í lífshættu í ytri Laxá, (fyrir íraman Osinn) sem nú er eigi netnd sem farartálmi. Og nú væri fróðlegt að fá að vita, til hvers aukapóstar eru settir; mun það ekki ein- mitt til þess að fara krókana af aðalpóstleiðinni svo aðalpósturinn þurfi ekki að tefja ferðina á því, en geti haldið sem beinast og greiðast. Yfir höfuð er pósturinn og ferðamennirnir, sem þessi vegur er ætlaður, búnir að sýua, hvar vegur- inn á að vera og á ekki að vera, með því að um- ferð þeirra er öll yfir fremstu leiðina, jafnvel þó nú sje vond yfirferðar, þegar Svínavatn ekki er á ís, en engin eptir hinum leiðunum, síst hinni ystu. Er þetta ekki sama, sem þjóðin, er notar, segi: „Jeg vil hvergi liafa aðalpðstleiðina um austurhluta Húnavatnssýslu annarstaðar en meðfram Svína- vatni“? Og er þá ekki hart að segja við hana: „Þú hefur ekkert vit á þessu, þjer er miklu betra að krækja um l1/^ milu út að sjó, og þó hálærður vegfræðingur, sem þú kostaðir til 3000 króna, sje á þínu máli. þá er það allt eintómur misskilning- ur ; þó þú á fremstu leiðinni hafirað velja um gott vnð, ferju og ágætt brúarstæði á Blöndu allt hvað hjá öðru, þó leiðin sje stytst, ódýrust, varanlegust og eðlilegust, þá er þetta allt fásinna móts við“ — — ja móts við hvað? það virðist- varla annað svar til en : „að fá að koma á Blönduós11 Það er ekki óeðlilegt, þó surnir ókunnugir hjeldu. að jeg berðist í þessa stefnu af þvi, að jegsje sjálfur f Svínavatnshreppi, og vildi halda mínum hreppi fram; en því til sönnunar, að það sje allt annað en hreppapólitík, Bem ræður skoðun minni, lætjegþess getið, að meðan jeg var prestur á Bergsstöðum, og hafði enga hugmynd um, að jeg yrði i Svína- vatnshreppi, eða að vegalögunum yrði breytt, Ijet jeg einmitt þessa aðalskoðun í ljósi út af þar til gefnu efni í ísl. blaði ; og cnn fremur viljegsegja ókunnugum það, að þó aðalpóstleiðin yrði lögð með fram Svínavatni, hefir sveit mín svo sem ekkert gagn af þeim vegi, að eins örfáir bæir gætu not- að liann til kirkju sinnar að Svínavatni á stutt- um kafla. í febrúar 1891. ---c»-*=3»^S^-<C3- Merkilogur hvalur og' lítil saga um skrímsli. Hier með leifi ieg mier, að gamni minu, að skrifa yður um lisingu a hval, er Ellefsen a Flateiri i Ön- undarfirði drap 21. mars þ. á. í ísafjarðardiupinu; hann ætlaði með hann heim, en komst ekki firir hafis og stormi, og sneri hann þvi aptur, inn aísafiörð21. mars um kvöldiði dimmu; morguninn eptir sau menn hvalin við hlið skipsins, og so friettist i land, að hann væri nokkuð einkiennileg- ur i sköpulagi, ogforu margir a skipi að skoða hann meðal hvurra ieg var eirn að svala forvitnini. Það er þa first, að fiskurin var með tveimur vængum eins og fugl, hvor vængur 6—7 alnir nærri sijvalir uppvið, en brekkuð so um miðin alt að 2 alnum, þikkir að framan, en þunnir að aptan, hvítir að neðan, en svartir að ofan, framan a vængunum baðum, var þvinær alsett röð af skielia- kuðungum sivölum, og upp úr þeim angalijur röiðar, ef maður kom við þær, kreptu þær sig saman i dróma en so glenti það sig út aptur, og millum kuðunganna */, kvartiels langir angar, a digurð sem miór manB fingur, á lit sem þöingnll og hafði höis a endannm, með hvitum kiafti, og var að iapla hönum sundur og saman a fiskinum dauðum, þettað var með lifi firir sig, og þettað var svo fast og grundvallað, að kuðungarnir brotn- nðu i miel, heldur en að detta af, nu er ieg búin að lisa vængunum, en framan við þa, neðan a hals- inum, var stór flckkur af kuðunga kerfi og annar flekkur riett framan við gotröifina, og staluingur afþessu asporðinum,sporðurinvar abreiddáaðgiska 4 faðmar allur með löifa skurði að aptan, hann var hvitur að neðan fra sporði og frama vængi, að ofan var hanu kolsvaTtur en firir framau allur glampaskiöldottur, höisnum giet ieg ekki list, þvi að hann var i kafi nema að hann var skiöldottur, a leingd giskuðum við a, að hann væri fra trionu a sporð 25—30 alna, en akaflega digur, so að öll- um sem sáu blöskraði, og slurapuðum við á, 15— 20 alna digur. Norðmen sögðu hann ákaflega feit- an, sumir liieldu hann vera flúgfiskin, en sumir stökk- ulin, en eingin vissa var a þvi. Lika vil ieg gieta hier annarar sögu, sem er soleiðis, að eirn maður Haldor Olafsson að nafni, for frá Isafirði, seint um kvöld, heiin til sin, utað Hnifsdal, og giekk götu skamt fra sionum. Þegar hann er komin nokkuð meirra en halfa leið, verður liönum litið niður að sijo, og sinist hönum þar vera hestur að hreifast i fiörunni, og so kem- ur hann uppa grasbakkan, en þa sinist, liönum annars vegar, að það er ekki hestur, tekur til fót- ana og stökkur við lifið, first i 'stað dro ekki sam- an, maðurinn er harðfriskur, en so for það að draga hann uppi, so að ckki var a milli nema so sem 10 faðmar, þa kom hœð, og er hann kom uppa hana, sa hann liosin i hnifsdal og bærinn þa riett 1 komin, enn er þcttað skrimsli kom uppa hæðina, og sa liosin, stoppaði það, hann var kominn að nið- urlotum, og matti vinda af hönum fötin, það liafði elt hann 5—600 faðma, hann listi þvi soleiðis i i lögun sem stór hestur, enn láfætt, með löingum hala, kolsvart enn nokkuð var dimt, so að hann sá það ekki vel, nm morguninn sáust fór eptir það lik hrosshof eða kirnu botni, enn það hafði fent i förin um nottina og sast ekki vel. Ieg sendi yður þessar sögur, i þeirri ineiningu að setja þær i blað yðar, ef yður sinist þær þess verðar, en þær eru baðar sannar. Eirikur Olafsson frá Brúnum. Fyrirspurn og svar. Eru ekki prestar skyldugir til að láta gjöra vegabætur, eins og hver annar? Svar: Jú (sbr. landshöfðingja brjef 25. febr. þ. á. í stj.tíð. B bls. 53). Kifjandi og AbyrRÓamaSur: l'OKLEIFOB JÓNSSON, cand. phil. Skrifstotu: i Banbastrœti nr. o. Fj el c gsprentsmiðj an.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.