Þjóðólfur - 19.06.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.06.1891, Blaðsíða 1
Kemur út 4 f;i8tudög- um — Ve< 5 árg. (60 arka) 4 kr. Ei lendiB 5 kr. — Borgist fyrir tó, jUll. ÞJÓÐÓLFUR OppBÖgu skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Reykjavík, föstudag;inn 19. júní 1891. Nr. 28. U m súrhey. Af því jeg hef lieyrt af blöðunum, að bráðapest á sauðfje hafi á sumum stöðum með meira móti gjört vart við sig í vetur, þá hefur mjer dottið í hug að benda á eitt ráð sem tilraun við þessum vonda og eyðileggjandi sjúkdóm á sauðfjenu. Það er súrheyið. Engan veginn er það svo að skilja, að jeg liafi nokkra vissu fyrir að þetta mundi reynast óbrigðult meðal við bráðapestinni. En eptir því sem mjer hef- ur reynst súrhey handa kúm, verð jeg að álíta að ekki væri úr vegi að reyna að gefa sauðfje það dálítið fyrri part vetr- ar, meðan mest hætta er búin fyrir bráða- pestinni, en sjálfsagt væri að gefa lítið af því, einkum meðan fje væri því óvant. Jeg geng að því vísu, að margir fleiri en jeg hafi reynt súrhey handa kúm, þó jeg ekki muni til, að jeg hafi heyrt nokkr- ar skýrslur koma út um það nú í seinni tíð; þess vegna ætla jeg að skýra frá, hvernig mjer hefur reynst það, og af liverju jeg dreg þá áiyktun mína, að það máske geti varnað bráðapestinni eða dreg- ið úr henni að minnsta kosti. Það eru nú 6 ár síðan jeg fór fyrst að búa til súrhey og brúka það, og hef jeg á hverjum vetri síðan haft það með handa kúm, og alloptast gefið jafna vigt af því og þurru lieyi eða 10 pd. þurrt hey og 10 pd. súrhey, en þó vigtin sje svona jöfn er súrheyið reyndar ekki nema væn hand- fylli, eða sem menn almennt kalla lítil gaflvisk í meis; því það er mjög þungt í vigt og þess vegna drjúgasta fóður. Með þessari gjöf hafa góðar meðalkýr að vexti og mjólkurgæðum þrifist mæta vel og sýnt fúllkomið gagn, eptir því sem þær hafa haft hæfilegleika til. Jeg hef veitt því eptirtekt, að í hvert skipti sem af þeim hefur verið tekin súrheys-gjöfin, þó þeim hafi verið bætt hún fullkomlega í þurru heyi að rjettu hlutfalli, þá hefur strax minnkað í þeim mjólk, og eins að húu hefur orðið að mun smjörminui. Þannig befur mjer reynst súrhey eitt hið besta fóður bæði til þrifa og mjólkur, þegar vel tekst að búa það til. Annar kostur þess, sem jeg þykist liafa fulla reynslu fyrir, er, að það varnar að kýr fái lakasótt (eða sem sumstaðar mun nefnd doðasóttj, og sem einatt ber mest á litlu eptir burðinn. Áður en jeg fór að brúka súrheyið, áttu kýr mínar mikinn vanda til að fá þessa veiki, og kom fyrir að þær drápust úr henni. Einkum var það ein góð mjólkurkýr, sem jeg átti, er fjekk þessa veiki árlega, og það svo, að jeg var opt kominn á flugstig með að láta hnífinn lækna hana. En af því hún var góður gripur, var með ýmsum ráðum reynt að bjarga í henni lífinu, og tókst það alltaf, en optast varð hún gagnslítil á eptir. Síðan jeg fór að brúka súrheyið, hefur ekkert borið á þessari veiki í kúm hjá mjer, ekki einu sinni í þessari einu kú, sem árlega fjekk liana, og hafa þó kýr mínar að öðru leyti en súrheyinu haft alveg sama fóður og áður. í fyrra vetur átti jeg með minna móti súrhey og varð því á þrotum með það Iaust fyrir sumarmál, litlu þar á eptir fjekk ein kýrin lakasótt- ina, og þá þóttist jeg alveg viss um, að það væri eingöngu súrheyinu að þakka, að ekkert hefur borið á þessari veiki í kúm mínum, síðan jeg fór að brúka það með til fóðurs að vetrinum. Af þessari reynslu minni er það, að mjer hefur dottið í hug, hvort ekki gæti skeð að súrheyið varnaði líka bráðapest í sauðfje, eða drægi úr henni. Lakasóttin í kúm hefur mjer virst byrja á mjög líkan hátt og bráðapestin i sauðfjenu, að því leyti að magnleysi og ólyst kemur fyrst í skepnuna; og drepist kýr úr lakasóttinni, þá er lakinn í gripnum harður sem steinn. Einmitt það sama á sjer stað um sauðfje, sem úr pest drepst, að veikin byrjar í lakanum; það sjer maður glöggt, ef kind- inni er slátrað jafnskjótt sem á henni sjest veikin. Þá sjer ekkert á henni annað en að lakinn er farinn að harðna upp, og dökk- rauðir blettir að sjást á iðrunum. Yerði skepnan sjálfdauð, er lakinri steinliarður rjett eins og á kúm, sem úr lakasótt drepast. Væri svo, sem margir nú eru farnir að álita, að bráðapestin komi af misjafnri hirðingu á fjenu, eða einkum óhentugu og óhollu fóðri, þá vildi jeg fastlega ráða til að menn reyni súrheyið. Það þarf heldur ekki að óttast að allar skepnur jeti það ekki vel, ef vel heppnast að búa það til; jeg hef reynt, að það hey, sem kýr alls ekki vilja þurkað, jeta þær ágætlega, sje það gjört að súrheyi. Jafnvel þó jeg telji víst, að margir fleiri en jeg hafi búið til súrhey og kynnt sjer þær ritgjörðir, sem komið haf'a út um það efni, þá ætla jeg samt að skýra frá, hvaða aðferð jeg hef haft við það og sem mjer hefur reynst best. Jeg lief haft gamla lieyhlöðu mikið nið- urgrafna með sljettum torfveggjum að inn- an og þaki yfir, sem jeg hef lagt súrhey- ið í. Fyrstu tvö árin bar jeg hlöðuna vel veggjafulla af heyi, lagði svo strax þjett torflag yfir og bar þar ofan á svo mikið grjót, sem jeg áleit nægilegt, hjer um bil 1—2 fet að þykkt, Ijet svo standa þangað til heyið var fullsígið; tók svo ofan af og bætti heyi á aptur og fyllti tóptina; þetta gjörði jeg tvivegis yfir sumarið, og hafði sömu aðferðina og í fyrsta skiptið með ferginguna, og Ijet svo seinast fargið standa á yfir veturinn. Með þessu móti fjekk jeg fallegt og grænt súrhey, en það varð svo sterksúrt, að það ást illa; súrlyktin af því varð svo megn, að kúm fjellst ekki á það. Þriðja sumarið breytti jeg til frá þessu að því leyti, að þegar jeg hafði fyllt tóptina, Ijet jeg heyið standa nokkra daga og hitna í því, áður en jeg lagði á það fargið; þegar í það var kominn hjer um bil 10° hiti á Reaum., þá setti jeg fargið á alveg eins og jeg hafði áður gjört, og ljet svo standa þangað til hitinn var næstum horfinn úr heyinu, tók svo af og hætti ofan á tvívegis um sumarið, alveg eins og jeg hafði áður gjört, en fylgdi alltaf sömu reglu með hitann í hvert skipti sem jeg hætti á, og þessari sömu aðferð hef jeg haldið síðan, og hefur hún reynst ágætlega. Þegar hitinu kemur í heyið, rauðbliknar það, og þegar það hefur stað- ið undir farginu og hitinn er farinn úr því, verður það ekki nærri því eins sterk- súrt og fær mikið þægilegri lykt, það er eins og blandist saman súrlykt og heylykt og heyið verði sæt-súrt á bragð, og jetst þá líka ágætlega. En þess verður að gæta vandlega, þegar maður býr það til á þenn- an hátt að láta hitna í því, að veggiruir á tóptinni sjeu vel sljettir og þjettir inn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.