Þjóðólfur - 10.07.1891, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 10.07.1891, Qupperneq 2
126 að það deyi út af á þinginu, sem auðsjáan- lega yrði málinu til stórlmekkis. — Tillaga B. J. samþ. með samliljóða atkv.; viðauka- tillaga Þorláks samþ. með eitthvað 15 atkv. móti 10 (af um 400 kjósendum í kjör- dæminu). 4. Þilskipaábyrgð. Sighvatur Bjarnason bankabókari talaði um, hve nauðsynlegt væri að auka þilskipaútveg; aðalfyrirstað- an fyrir því væri, að innlent þilskipa- ábyrgðarfjelag vantaði, en til þess að koma tryggum fótum undir það, vantaði fje; þingið gæti mikið stutt fjelagið með fjár- framlögum; lagði til að skora á þingið að styðja að því með fjárframlögum, að stofn- að yrði sem fyrst innlent þilskipaábyrgð- arfjelag, sem hefði aðsetur við Faxaflóa; það samþ. með samhlj. atkv. 5. Kennslumál. Þórhallur Bjarnarson prestaskólakennari hóf umræður um þau og talaði einkum um, hve nauðsynlegt væri að fá gagnfræðakennslu lijer í bæn- um í líka stefnu eins og Kennarafjelagið fór fram á (sbr.’síðasta bl.), að barnaskólar í kaupstöðum ættu eins og barnaskólar í sjóþorpum utan kaupstaðar að fá styrk úr landssjóði, að styrkja ætti úr landssjóði sundkennslu í Reykjavík, þar yrði aðal- stöð sundkennslu við Faxaflóa og þar væri nú þegar farið að láta lærisveina lærða skólans læra sund; vildi einnig, að fund- urinn legði liðsyrði þeirri tillögu stjórnar- innar í fjárlagafrumv., að koma hjer upp skólaiðnaði (Slöid). Bogi Melsteð lagði á móti því að koma hjer á skólaiðnaði fyrir það fyrsta; vildi láta endurbætur á leikfimi skólans sitja í fyrirrúmi; gat þess og, að laga ætti lærða skólann eptir högum ís- lands; íslenska tungu ætti að leggja til grundvaliar í tungumálakennsiu, íslenska náttúru i kennslu náttúruvísinda, íslands- sögu í sögukennslunni og kom með við- aukatillögu í þessa átt, sem var samþ. á- samt tiliögum sama efnis og Þórh. Bj. hafði látið í ljósi. 6. Samgöngumál. Björn Jónsson ritstj. lagði til að skora á þingið að veita ekki fje á næsta fjárhagstímabili til annara gufuskipaferða en með ströndmn fram, að koma póstferðum á laudi í sem hagan- legast samræmi við strandferðirnar, að auka að mun fjárframlag til þeirrar vega- gjörðar, er komi sem fyrst og sem flest- um að hinum verulegustu notum, og að skipaður sje fastur vegfræðingur lands- stjórninni til ráðaneytis og til umsjónar með vegagjörð og öðrum mannvirkjum til almennings nota; var það allt samþ, eptir nokkrar umræður, ásamt viðauka- tillögu frá Hjálmari Sigurðssyni um frjetta- þráð til íslands í þá stefnu, sem B. Melste hefur lagt til (sjá síðasta bl.). 7. Landsbanlcinn. Björn Kristjánsson kaupmaður talaði um tilgang bankans, hann ætti meðal annars að styðja íslenska verslun, en það gerði hann miklu miður en skyldi; í stað þess að lána fje sitt í landinu sjálfu, keypti hann mikið af út- lendum ríkisskuldabrjefum og láuaði þann- ig fjeð til útlanda; það væri ofmikil var- úð af honum að kaupa alls ekki eiginn víxla, hvernig sem á stæði; lagði til að skora á þingið að hlutast til um lagfæring á þessu; sömul. að baukinn stofni sem fyrst útibú á lielstu verslunarst. landsins og kom- ist í samband við banka í Danmörku og Skotlandi svo og að bankinn sje opinn meiri liluta dags og starfsmenn lians og bankastjórinn hafi ekki önnur störf á hendi og laun þeirra því aukin; var þetta allt samþykkt eptir allmiklar umr., nema till. um að bankinn kaupi eiginn víxla var felld. 8. Vistarskylda. Gruunar Gunnarsson bæjarfulltrúi var meðmæltur að afnema hana með líkum skilyrðum, eins og farið er fram á í frumv. á þinginu 1889; tillaga um það samþ. með litlum atkvæðamun. í umr. komu fram nokkrar mótbárur gegn því. Bogi Melsteð kvaðst ekki vera hrædd- ur við afnám vistarskyldunnar; hún væri afnumin í öðrum löndum; ef ísl. fylgdi sömu lögum sem önnur lönd — sem ganga mætti út frá, — þá mundi yfir höfuð hag- ur verkmanna versna við afnám vistar- bandsins. 9. Varnarþing í verslunarskuldamálum. Kristján Jónsson yfirdómari hóf umræður um það og talaði fyrst um reglurnar fyr- ir varnarþingi og siðan um frumv. síðasta þings um varnarþing í verslunarskuldamál- um og taldi það yíir höfuð góða rjettarbót. Till. samþ. um að skora á þingið að búa til lög Iíks efnis og frumv., sem samþ. var við 2. umr. í efri deild á þingi 1889. 10. Verslunarsk'oli í JReykjavík. Kaup- maður Þorlákur Ó. Johnson talaðí um, hve nauðsynlegur liann væri, og lagði til að beiðast styrks til lians af þinginu, og var það samþykkt. 11. Söfnin í Reykjavík. Halídór Jóns- son bankagjaldkeri talaði um, að ekkert húsrúm væri til handa Náttúrugripasafn- inu og minnst af munum Forngripasafns- ins væri liægt að sýna vegna rúmleysis, mikill liluti af munum Forngr.s. lægi ó- númeraður í kössum eða á annan hátt, á þessu þyrfti að ráða bót og lagði tii að skora á þingið að taka þetta mál fyrir og sjá þessum söfnum fyrir húsrúmi. Halld. Kr. Friðriksson kvað málverkasafnið þurfa betra húsrúm en það hefði, og Hallgrímur Melsteð kvað þess ekki langt að bíða, að húsrúm landsbókasafusins yrði oflítið. Samþ. var tillaga utn að skora á þingið, að sjá liinum almennu söfnum í Reykjavík, svo sem Náttúrugripa-, Forngripa- og litmynda- safninu fyrir liúsnæði og að veita fje til að koma munum Forngripasafusins í reglu og samræmi við skýrslur, sem til eru um hvern einstakau lilut. í Bókmeniitafjelaginu var haldinn aðalfundur í fyrra dag. Stjórnin bar upp tillögur sínar um niðurfærslu á verði á sumum bókum fjelagsins; voru till. þessar samþ.; á síðan að bera þær undir Hafnar- deildina. Stjórninni var falið að útvega Skírnisskrifara næsta ár, með því að eng- inn hafði boðið sig fram. Þeir Eirikur Briem, Grímur Thomsen og Björn Ólsen kosnir í nefnd til að atliuga þýðing eptir sjera Matth. Jocli. á Brand eptir Ibsen, sem fjel. hafði boðist til útgáfu. í stjórn fjelagsins kosnir forseti Björn Jónsson ritstj., fjehirðir Eiríkur Briem, skrifari Þórhallur Bjaruarson, bókavörður Morten Hansen. Varamenn: B. M. Ólsen forseti, Þorleifur Jónsson fjeli., Indriði Einarsson skrifari og Sigurður Kristjánsson bókav. Endurskoðunarmenn Halldór Jónsson og Björn Jensson. Ritnefnd Steingr. Thor- steinsson, Eiríkur Briem, B. M. Ólsen og Kristján Jónsson. Búnaðarfjelag Suðuramtsins hjelt síð- ari ársfund sinn 7. þ. m. Meðal ýmissa annara mála voru þar lesnar upp skýrsl- ur um búpeuingssýningar í Rangárvalla- sýslu og verðlaunaveitingar á þeim. Samþ. var, að fjelagið lijeti verðlaunum fyrir rit- gjörð um húsabætur, ef því bærist nokkur ritgjörð þess verð fyrir næsta nýár. Eptir beiðni frá Þorleiíi Jónssyni ritstj. voru þeir H. Kr. Friðriksson yfirkennari, Þor- lákur Guðmundsson alþm. og Tómas Hall- grímsson læknir til að dæma um ritgjörð- ir um bráðapestina, sem Þorleifi höfðu bor- ist til birtingar í Þjóðólfi og í því skini að hljóta verðlaun þau, sem hann hjet í 1. tbl. Þjóðólfs þ. á. Kirkjulegt tímarit. Meðal margs ann- ars, sem tekið var fyrir á synodus 4. þ. m., var þar rætt um útgáfu kirkjulegs tíma- rits. Eptir áskorun biskups og synodusar tók prestaskólakennari Þórhallur Bjarnar- son að sjer að gefa út kirkjulegt mánaðar- rit, er skyldi byrja sem fyrst að auðið væri.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.