Þjóðólfur - 07.08.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.08.1891, Blaðsíða 2
150 hann þannig í stórhópum um flóð fyrir íraman ármynnin, en enginn eða mjög fáir hafa þó komið upp í ána þann dag. Þeg- ar þannig stendur á, gefst opt tækifæri til að sjá aðfarir selsins við laxinn, því selurinnn er köttliðugt dýr í vatninu, svo að að fáir munu trúa, sem ekki hafa sjeð til hans. Jeg held, að laxaklak komi hjer á landi ekki að sama liði, sem víða erleudis, sök- um þess, að hjer vantar í allmargar ár œti handa hinum yngsta laxi. í hörðum vorum sjer maður meira af dauðum sílum heldur en í góðum árum, og stafar þetta ; líklega af ónógri fæðujþegar hart er í ári j eru þau einnig auðveiddari á hverskonar beitu sern vera skal, og sýnir það, að sílin vantar fá fæðu fremur en í góðu ár- unum. Menn munu ef til vill segja, að gróðrarríki íslands hafi ekki gengið úr sjer síðan til forna, er lax og silungur var hjer í hverri sprænu; því hvað sem meim segja um það, er þó eitt af því sem víst er, að svo hefur verið. Af hverju kemur það, að smáfiugan — mý — (culex) ekki er alstaðar við vötn og árósa, þar sem ekki er hægt að finna mismun á legu eða landslagi eða hita? Það er náttúr- lega af því að þar vanta þá önnur skil- yrði fyrir lífsframfærslu hennar. Mjer mun verða svarað, að þar scm niikið af silungi gengur í ár og vötn, að þar sje næg fæða fyrir hann; rnikið satt, en þó er þar ekki lax. Mönnum er kunuugt um, að það er með- skapað af náttúrunni ýmsum tegundum að vera eyðiieggjandi fyrir aðrar. Enda þótt lílfskeppnin* knýi laxinn í árnar, þá er það þó skiljanlegt, að hann gengur ekki í þær ár, sem mjög mikill urriði er í, því urriðinn er mjög gráðugur fiskur, einkum sá, sem einatt er í ósöltu vatni, og þar sem mikið er af honum, mundi laxaklak seint koma að liði. Alþiugi liefur áður stutt að laxaklaki, en ekki er Ijóst, hvern ávöxt það hefur borið; væri því æskilegt, að skýrsla um það kæmi í dagblöðum vorum; því geta mætti sjer til, að laxaklakið á Reynivöll- um hefði aukið laxgengd þar í ánni, ef svo er, að laxiuu leiti allur á uppeldis- stöðvar sínar; en þetta er það, sem jeg efast um. Ef alþingi vildi framvegis styðja að laxaklaki, þá ætti það að vera vandlátt, ekki einungis að manninum, sem það liefði *) lifskeppni kalla jeg hjer fjölgunarhvötina, sem viðheldur kynferðinu o. fl. á liendi, heldur einnig og einkum í því, að velja hentuga á, sem hinum yngsta laxi er sleppt í. því undir henni mun það mest komið, að laxaklak geti orðið að gagni. En til þessa, sem annara stórkostiegra fyrirtækja fyrir land og iýð, má búast við að kallað verði „herra, herra! fje, fje!“ og þegar það er fengið, og ef ekki fer allt um koll, þá „verðlaun fyrir framúr- skarandi dugnað!“ — En gæti menn hlut- drægnislaust og með þekkiugu að störfum slíkra manna, þá efa jeg ekki, að opt yrði minna úr fjárveitinga bænheyrslu en dæmi eru til. X. Alþingi. VII. Lög' afgreidd frá alþiugl. IX. Likj um löggilding verslunarstað'ar við Ingólfshöfða (Kárahöfn) í Austur- Skaptafellssýslu. X. Lög um að íslensk lög verði eptir- leiðis að eins gefin á íslensku. 1. gr. Eptirleiðis skulu lög þau, sem al- þingi hefur samþykkt, og konungur stað- festir, einungis vera með íslenskum texta. 2. gr. Um leið og lög verða staðfest, aunast stjórnarráðið fyrir ísland um opin- bera þýðingu á þeim á dönsku og löggild- ; ir hana; skal hún almenningi birt í lcon- j ungsríkinu á þann hátt, sem þar tíðkast um birtingu laga. Þurfi danskir dómstól- ar og stjórnarvöld að beita lögunum, má byggja á þyðingu þessari. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1892. XI. Fjáraiokalög fyrir árin 1888 og 1889. Sem viðbót við útgjöld þau, sem talin eru í fjárlögunuui fyrir árin 1888 og 1889, veitast 12,754 kr. 61 e., sem fólgnar eru í þessum útgjaldagreinum : Til að gefa út „Lovsamling for Island“ XXI. bindi 776 kr. 25 a. Til vegabóta á aðalpóstleiðunum 3000 kr. Sem viðbót við útgjöld til póststjórn- arinnar: til póstflutninga árið 1888 3,429 kr. 15 a. og 1889 4,139 kr. 37 a.; til ann- ara útgjalda: í fæðispeninga og ferðakostn- að 1888 117 kr. 05 a., til prentunarkostn- aðar 1889 664 kr. 10 a., til áhalda 1888 316 kr. 61 a. og 1889 82 kr. 57 a. Upp- bót handa núverandi presti Hólma-presta- kalls í Suðurmúlaprófastsdæmi fyrir tekju- missi þann, sem hann hefur beðið fardaga- árið 1888—89 samkvæmt 16. gr. laga 19. febr. 1886 um utanþjóðkirkjumenn. XII. Lög um samþykkt á landsreikn- ingnum fyrir 1888 og 1889. XIII. Lög um samþykktir um kynbæt- ur hesta. 1. gr. Sýslunefndum veitist vald til að gjöra samþykktir um kynbætur hesta á þann hátt og með þeirn takmörkunum og skiiyrðum, sem segir í lögum þessum. 2. gr. Þegar sýslunefnd virðist nauðsyn- legt eða hagfellt, að gjöra samþykkt ann- aðhvort fyrir alla sýsluna, eða fyrir nokkurn hluta hennar, skal hún kveðja til almenns fundar í hjeraði því, sem ætlast er til að samþykktin nái yfir, og eiga atkvæðisrjett á fundum allir þeir hjeraðsbúar, er kosn- ingarrjett hafa til alþingis. Sýslunefndin ákveður fundarstað og fund- ardag með nægum fyrirvara, en sýslumað- ur skal vera fundarstjóri, eða einhver sýslu- neíndarmanna, er nef'ndin kýs til þess. Ef fundarstjóri verður að takast ferð á hendur til fundarstaðarins, ber að greiða * honurn 2 krónur á dag í fæðispeninga, og ferðakostnað að auki eptir reikningi, er sýslunefudin úrskurðar, og greiðist það gjald úr sýslusjóði. 3. gr. Sýslunefudin ber undir álit og at- kvæði funda þeirra, sem ræðir um í 2. gr., frumvörp til samþykkta þeirra, er hún vill koma á. Nú hafa fundarmenn fallizt á frumvarp nefndarinnar með 2/g atkv. þeirra, er greidd hafa verið, og skal þá sýslunefudin senda amtmanni frumvarpið til staðfestingar. En ef breytingartillögur hafa verið gjörðar við frumvarpið á fundinum og samþykkt- ar með 2/g atkvæða, setur sýslunefndin þær inn í frumvarpið, ef lienni þykja þær á rökum byggðar, og sendir þær síðan amt- manni, eins og fyr segir. En álíti sýslu- nefndin, að breytingartillögurnar eigi ekki að takast til greina, ber hún það að nýju undir atkvæði lijeraðsmanna, hvort þeir æski, að frumvarpið sje staðfest án þess- ara breytinga, og ef fundurinn þá fellst á frumvarpið með 2/g atkvæða, ber að senda það amtmanni til staðfestingar. Það f'rumvarp eða breytingaratkvæði við frumvarp, sem eigi liefur verið samþykkt með s/8 atkvæða á hjeraðsfundi, er fallið, og má eigi koma fram í nýju frumvarpi sýslunefndar fyrri en að ári liðnu. 4. gr. ákveður nánara, hvers amtmaður liefur að gæta við staðfestinguna. Amt- maður hlutast til um, að samþykktirnar sjeu prentaðar í Stjórnartíðiudunum, deild- inni B. 5. gr. í samþykktum þessum má ákveöa um þau atriði, sem áríðandi eru fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.