Þjóðólfur - 07.08.1891, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.08.1891, Blaðsíða 4
r Laugardaginn 25. júlímán. andaðist að Reynifelli á Rángarvöllum merkisbóndinn Árni Gruðmundsson. Hann var íæddur 30. apríl 1824; kvæntist 15. júní 1849 Guð- rúnu Guðmundsdóttur, sem lifir hann á- samt 3 börnum þeirra. Árni sál. byrjaði búskap á Þorleifsstöðum, en flutti þaðan eptir 2 ár að Reynifelli og bjó þar til dauðadags. Hann var búhöldur hinn besti og einn af máttarstólpum sveitar sinnar, eins og faðir hans Guðmundur Brynjólfs- son frá Keldum, og ljet ekki sitt eptir liggja að hjálpa og liðsinna hverjum sem hann mát.ti og þess hafði þörf. Hrepp- stjóri var hann í nærfelt 30 ár, og ávann sjer traust og hylli yfirboðinna og undir- gefinna. Yfir höfuð kom hann hvervetna vel og heiðarlega fram, sýndi ávallt sann- girni og mannúð, sfillingu og einurð. Starfsmaður var hann liinn mesti, og mun heimili hans lengi bera vott um hina löngu og þörfu starfsemi hans. En kirkjufjelag vort má einnig sakna haná sárt, því háun var trúaður og guðrækinn maður. S. Til leigu fást 1. okt. 4 herbergi með kokkhúsi og geymsluhúsi. Ritstjóri vÍBar á. 278 Meö gjafveröi: Eldavjel stór, mjög góð, og magazinofn, ágætur, sem nýr. Söluumboð liefur 273 Björii Guðmundsson, múrari. 152 - iDlílt Is UlltlS mjög fallegt er til sölu. Ritstjóri vísar á. 274 JXTærfelt frá því að jeg man til hef jeg verið þjáður af magaveiki „dyspepsia". En eptir að jeg hef lesið auglýsingu frá hinum nafnkunna prakt. lækni Lárusi Pálssyni viðkomandi Kína-lífs-elcxír Walde- mars Petersens í Frederíkshavn, sem er nú í flestum dagblöðum okkar, þá hef jeg fundið stóran mun á mjer til batnaðar síð- an jeg fór að taka hann, og held þess vegna áfram að brúka þennan heilsusamlega bitter, með því reynslan er sannleikur, sem aldrei bregst. Akranesi, 10. júní 1891. Þorvaldur Böðvarsson 275 (pastor emeritus). Til athugunar. tjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum af Brama-lífs-elixír lir. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; þykir oss því meiri I ástæða til þessarar aðvörunar, sem marg- | ir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á ekta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Mansfeld-Búllner & Lassens Brama-lífs-elixír, og reynst hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margs konar maga- veikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óekta ept- irlíkingar eigi lof það skilið, sem frum- semjendurnir veita þeim, úr því þeirverða að prýða þær með nafni og einkennis- miða alþekktrar vöru, til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Chr. Knopper. Tomas Stausliom. C. P. Sandsgaard. Lanst Bruun. Nies Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Srned Bönand. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahgaard. Kokkensberg. K. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Pausen. L. Lasscn. Laust Chr. Christenscn. Chr. Sörensen. 276 N. B. Mesen. K. E. Nörby. SKata fæst í 277 verslun Sturlu Jónssonar. Eigandí og Abyrgíarmaftur: ÞORLEIFIJR JÓNSSON, cand. phil. Skrifsto/a: i Bankastrrati nr. 3 Fjelagsprentsmiðjan. 118 Seinni hluti dagsins leið, og kvöldið sje yfir. — Önnur löng þreytandi nótt kom, með saltan sjóinn í stórstraumum yfir þilfarið. Skipstjóri og stýrimaður skiptust á á verðinum og sögðu fyrir. Skipið hafði dregist spyrnandi eptir hvalnum í 45 klukkutíma — nærri tvo sólarhringa. Og rjett þegar brítinn færði kaffið á þriðja dag- vörð — þá skyldi kaðallinn hrökkva; og hvalurinn rjúka sína leið, með skutulinn, 16 ál. járnfesti og 30 ál. lang- an kaðalinn við — lengst niðri í hafdjúpinu. Nokkrum vikum síðar sögðu blöðin frá geysistórum hval, sem hafði sjest í mjóum firði, innan við skerja- garðinn við strendur Noregs. Hvalurinn hagaði sjer svo kynlega; synti með ó- bifanlegri ró aptur og fram yfir grynningarnar. Menn vonuðu, að hann festi sig þá og þegar. En hvernig stóð á hvalnum þarna inn við strönd- ina? Náttúrlega hafði hann verið að elta síldarhóp; eða hann hafði flúið sverðfisk, stökkul eða hrosshval. Tvö ófreski, er alþýðutrúin hefur myndað eins myrk og ægileg og Margygi eða Lyngbak. Fjöður og fit var uppi á hverjum einasta manni við fjörðinn; það gekk hraðboð bæ frá bæ inn eptir. 119 Manngrúinn stóð á klettum og skerjum til og frá með- fram firðinum. Til allrar ógæfu vantaði bæði skutla og önnur á- höld, til að vinna hvalinn. Öllum skotvopnum í firðinum var brugðið á lopt; hermannabyssur, tinnubyssur, hvellhettubyssur og kol- riðgaðir byssuræflar voru þrifnar af nögium og snögum, eða dregnar fram úr skúmaskotum, ti! þess að vinna á hvalnum; kúluregnið' dundi á honum, en liann synti eins rólegur aptur og fram fyrir því, það var eins og honum væri sama um þetta regn, sem þaut stöðugt inn í fetþykkt spikið á hryggnum og hliðunum á hon- um. Menn voru sárgramir yfir að geta ekki náð öllum þeim auð — hundrað tunnum af hvallýsi og öllum tálkn- unum — sem sveimaði fram og aptur rjett fyrir aug- unum á þeim. Hvalurinn hafði að minnsta kosti fengið tvö hundr- uð kúlur í spikið, áður en hann — án þess að láta neitt óðslega — svam út til hafs aptur. Einhvers staðar, einum 50 milum sunnar, náðist nokkru seinna stóreflis hvalúr, full 70 fet á lengdina. Það var ekki fyrirhafnarlaust, að koma dauðum skrokkn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.