Þjóðólfur - 18.08.1891, Side 2

Þjóðólfur - 18.08.1891, Side 2
158 ungi Serbíukonungur er í veisium í Pjet- ursborg og að Slaíar í Austurríki og ýmsir þjóðfiokkar Slafa utan Austurrikis liafa átt fund með sjer í Prag og talað þar napur- lega til Þjóðverja, en bundist í fóstbræðra- lag og sagst aldrei mundu reiða vopn gegn slafneskum frændum; áttu þeir með þessu við Rússa. Meir en helmingur Aust- urríkisbúa eru Slafar, svo þetta er kjapts- högg fyrir þrenningarsambandið, einkum ef G-ladstone skyldi komast að bráðlega á Engiandi, en hann er Rússavinur og vill að þeir nái Konstantinópel. Eru þá leiks- lokin tvísýn í Evrópu, þegar svo stendur á. Jafnvel í Afríku taka Rússar og Frakk- ar höndum saman. Eússar eru að reyna að koma Abyssiníu undir skjól sitt með aðstoð Frakka. Dillon og Brjánn liafa nú lokið 6 mán- aða fangelsisvist, sem þeir voru dæmdir í. Hefur Dillon þegar í stað lýst yfir, að hann væri Gladstoningur og fundið William Harcourt. sem nú gengur ötulast fram af öllum Gladstoningum. Sviss hefur haldið 600 ára afmæli sitt. þessa dagana, eða öllu heldur eru það fylkin Schwyz, Uri og Unterwalden; há- tíðin byrjaði 2. ágúst og stendur yfir enn um allt land. Bisinarck er farinn að kasta ellibelgn- um. Ung stúlka hitti hann á skemmti- göngu í Kissingen og beiddi hann einnar bónar, nefnilega, að mega kyssa á hægri hönd hans, sem hann hefði stýrt Evrópu með. Bismarck var ekki seinn til svars og sagði: „Svo ljómandi frið stúlka, eins og þjer eruð, á skilið meira“, og um leið rak hann henni rembingskoss. En sagan getur þess ekki, hvort henni brá við. Stúdentar við alla háskóla á Þýskalandi hafa safnað fje í heiðursgjöf handa Bis- marck, og færa 80 stúdentar honum hana í miðjum ágúst. Prcntfrelsi Finna hefur Rússakeisari takmarkað með lögum og sæmt sendiherra Frakka í Pjetursborg, Laboulaye, Alex- ander Newski-„orðunni“; er það einhver mesti heiður á Rússlandi. Grænlandsfarir. Auk liins danska leiðangurs, sem er að kanna austurströnd Grænlauds, er nú ameríkanskur leiðangur, undir forustu Pearys, að kanna vestur- strönd þess. Páfinn og liið franska þjóðveldi hafa gert samuing um að styðja hvort annað. Þjóðverjar ætla að verja 5—6 miljón- um marka til að víggirða Helgoland. Norður-Múlasýslu 5. ágúst: „ Veðrátt- an liefur vcrið hin besta í sumar, nema óvanalega þurviðrasamt fram yfir sláttar- byrjun. Orasvöxtur varð því víðast hvar með lakasta móti, og tún brunnu mjög í Hjer- aðinu; í fjörðunum mun grasvöxtur víðast mun betri, því þar hafa þokur bætt úr regnleysinu. Fislmfli hefur verið mikið góður í fjörð- unum, og síðari hluta f. m. var slíkur landburður af fiski, að fá munu dæmi til lijer eystra, enda var þá næga síld að fá til beitu, en nú þessa dagana mun minna aflast, því óvíða er síld að fá. Enslit fislíikaupafjdag, sem hefur aðset- ur í Norðfirði og Seyðisfirði, hefur haft lítið gufuskip í förum í sumar, til að flytja út nýtt heilagfiski í ís, en mjög lítið kvað liafa aflast af þeirri fiskitegund, og eru því líkur til, að fjelagið verði að hætta því fyrirtæki, af því það svari eigi kostn- aði. Nijja klaðið. Seint gengur að koma hinu nýja blaði okkar Austfirðinga af stokkunum; ritstjórinn, Skapti Jósepsson, kom að visu norðmað með Liuru síðast, og prcntarinn litlu siðar frá Höfn, en er til átti að taka, vantaði ýmislegt til prent- smiðjunnar, sem á þurfti að halda, og er ókomið enn; en vonandi er, að útkoma blaðsins dragist samt eigi mjög lengi, því lielst til lengi höfum vjer Austfirðiugar setið blaðlausir, og þvi litið getað látið til vor heyra. Verslunarmarkaður mun nú hvergi betri á Iandinu enn í Seyðisfirði, enda eru þar nú fjölda margar verslanir, og mikil keppui milli þeirra. Fyrir vorull livíta hafa kaup- menn gcfið 80 aura, og fyrir saltfisk gefa þeir nú 16, 13 og 10 aura pundið, en út- lendar vörur hafa verið með þessu verði: rúgur 8 aura pundið, rúgmjöl 8l/2 eyri, bankabygg 11 a., baunir 11 a., kaftí 90— 1.00, kandís 32- 34, melis 28—32, púður- sykur 24—26, export 45—50, munntóbak 1,80—2,00, ról 1,40, kol l1/* e., salt 4,00 tuunan, steinolía 20 a. pt. Hjá pöntunar- fjelagi Fljótsdalshjeraðs hafa flcstar þess- ar vörutegundir þó verið mun ódýrari, nema kaífi, er kostaði 1,00. Frakktieslc og ensk fiskiskip haf'a komið til Seyði-fjarðar með sjúklinga og sett þá þar á land, en opt hefur veitt erfitt að fá viðunanlegt húsuæði handa þeim, og virð- ist brýna nauðsyn bera til að byggt væri þar sjúkrahús hið allra l'yrsta. Oufuskipið „Mtgnetic11 se n Zillner hef- ur nú í förum, kora til Sayðisljarðar 31. f. m. með kol til þeirra kiupmmnanna Sig. Johanseu’s og Otto Wathne; ætlaði þaðan norður á Skagafjörð og Eyjafjörð með vörur til pöntunarfjelaganna þar. Frakkneska lierskipið „Chateaurenault11 kom til Seyðisfjarðar 1. þ. m. norðan úr íshafi. Hafði það ætlað að lenda við eyna Jaen Mayn, til vísindalegra ranusókna, en komst ckki að landi sökum ísa, og varð því frá að hverfa. Dýrafirði 10. ágúst: „Síðan sláttur byrjaði, hefur tíöin verið mjög hagstæð, svo að segja leikið við menn. Almenning- ur búinn að alhirða tún, og það, sem er komið inn af heyi, er í bestu verkun; lít- ur því vcl út með heyskap, ef tíðin ekki sp’illist. — Þilskip liafa aílað fremur vel í sumar. Hvalveiðarnar liafa einnig gengið vel í snmar. Berg á Framnesi mun vera búinn að fá um 50 hvali. — í áformi er, að Dýrfirðingar haldi 1000 ára afmæli Dýrafjarðar 12. sept. í sumar. Pústskipið Laura kom liingað 14. þ. m. frá Khöfn og mcð þvi Klemens Jónsson settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu; fer hann norður þangað með Tliyru næst. Strandfcrðaskipið Thyra kom liingað að morgni hins 15. þ. m. og með því all- margir farþegar, þar á meðal prófastur Z'iphónías Halldórsson með konu sinui, sjera Jósep Hjörleifsson með konu sinni og sjera Jóhauues L. L. Jóhannsson, dbrm. Haliiði Eyjúlfsson í Svefneyjum, og margir fleiri. Tíðarfar hefur þennan mánuð verið hagstætt, nægir þurkar; heyskapur gong- ur því vel sunnanlands og anuarstaðar, sem til hefur spurst. Sunnanfari heitir blað, sem farið er að koma út í Kaupmannahöfn, eitt blað á að koma á mánuði, á að vera með myndum, í litlu broti, freinur dýrt, 2 kr. 50 a. á ári. Jón Þorkeisson ábyrgðarmaður, og má þá geta nærri, hvernig það muni verða. Vcrslunarfrjettir frá Khöfn 3. ág. Af' ull eiu kotnnir til Englands um 400 „ball- ar“ og til Hafnar um 500 „ballar“, sem allt er enn óselt, með því að oigi býðst viðuilandi verð í samauburði við innkaups- verð. Verðið er 8’/^—9 pencc (62—68 a.) eptir gæðum. — Tii Spánar hefur verið seldur 1 farmur af sunnlenskum fiski á

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.