Þjóðólfur - 21.08.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.08.1891, Blaðsíða 3
163 Yfirskoðunarmenn landsreikning- anna kosnir: í neðri deild yfirdómari Jón Jensson með 13 atkv., í efri deild yfirdóm- ari Kristján Jónsson með 7 atkv. Leiðrjettingar. Eigendur Ágrips af bókmenntasögu Isands I. bið jeg að leiðrjetta þessar prent- og aðrar villur. Bls. 7 1. 4 sterlci les spaki — 36 - 22 liljóðin les ldjóðum — 40 - 11 verð les veriö — — - 17 jarlaskáld les jarlsskáld — 44 - 24 -vísa les -vísun — 45 - 7 a. n. Gíslasonar les Gilssonar — 60 - 13 13. öld les 1300 — 74 - *7J3 Lögrjetlu-brigðaþ., les Lögrjettuþ. — 76 - 22 les: <)* (u-hljóðvarp af a), Q* (i-hljóð- varp af a). — 83 - 25 vantar , á undan Oddr og þar að auk hls. 51 1. 1—2 a. n.: Grímsnesi les Biskups- tungum. Khöfn Vs 91- Finuur .íónsson. Leiðrjetting. Þjer hafið, herra ritstjóri, fnudið ástæðu til að hafa í 37. tölublaði blaðs yðar Þjóðólfs grein með yfirskript: „Misbeitt forsetavaldi". Það er hægt að varpa slíku fram ástæðulaust1, en það er rangt *) Prentsmiðjan hefur eigi aðra stafi til að tákna þessi hljóð. Ritstj. 1) Það voru færðar nægilegar ástæður fyrir því, og skýrt alveg rjett frá. , Ritstj. að gjöra. Dað er þegar rangt að gjöra at- kvæðagreiðslu á alþingi að blaðamáli, því flestir lesendur blaða eru ókunnugir þeim reglum, sem á að fara eptir við atkvæðagreiðslu, en það er líka að hiuu leytinu hentugt, ef maður vill kasta ástæðu- laust skugga á eiuhvern. Af því að jeg ímynda mjer, að yður haíi verið skýrt skakkt frá- og þjer fyrir þá sök hafið við haft þessij röngu orð, vil jeg skýra rjett frá því, sem hjer ræðir um. Jeg hafði lýst yfir þeirri reglu, sem er með öllu samkvæm þingsköpunum, að þeir, sem vildu breyta einhverri lagagrein, yrðu að koma fram með prentaðar breytingartillögur um það, annars yrðu greidd atkvæði, samkvæmt þingsköp- unum, um greinina í heilu lagi. Þetta var sam- þykkt án nokkurra mótmæla, og var þessari reglu fylgt fyr og síðar eptir að jegjýsti henni yfir. Á 2) Oss kefur eigi verið skýrt skakkt frá. Vjer þurftum enga skýrslu um atkvæðagreiðsluna, þvi að vjer voruui inni í þingsalnum, er hún fór fram. Jafnvel þótt forseti þykist geta fóðrað það mcð þingsköpunum, að haga atkvæðagreiðslunni eius og hann gerði, þá verða þó víst flestir að játa, að slík tilhögun er óheppileg um fjárlagafrv., enda þvert ofan í venju þá, sem aðrir forsetar hafa fýlgt, auk þess sem það er ekki liðleg framkoma af for- seta, ef hann hagar atkvæðagreiðslu móti vilja þingmanna. En hvað svo sem menn segja nm allt þetta, þá getur hvorki forseti nje neinn annar neit- að þvi með rjettu, að það sje misbeiting á forseta- valdi að neita þingm. að taka til máls um þing- sköp og atkvæðagreiðslu. Ritstj. 13. grein fjárlaganna hafði stjórnin stungið upp á, að lagt væri fram fje til að kenua skólaiðnað, sem nú er mjög farinu að tiðkast í öðrum löndum og álitinn til mikilla framfara fyrir sálir og líkami nemenda. En svo virtist, sem surnir þingmenn væri mjög á móti þessu, þótt margir væri með, og óskaði einn þeirra að hjer væri gjörð undantekuing og afhenti mjer við byrjun fundar skrifaðan miða með þeirri ósk, að atkvæðagrciðslunni um 13. grein B. a.—d. væri skipt. En jeg neitaði því, fyrst af því, að þessi liður væri hvorki til i fjárlögunum nje á atkvæðaskránni og svo af því, að það væri beiut brot á 23. grein þingskapanna, sem setur þá reglu, að tillaga um, að skipta atkvæðagreiðslu um lagagrein sje breytingurtillaga, en að breytiugar- tillögur eigi að liggja prentaðar fyrir hverjum þingmanni, eu nú væri það ekki. För þá atkvæða- greiðslan fram um breytingartillögu þá, sem lá prentuð fyrir þingmönuum og sem fór fram á, að fella úr stjórnarfrumvaipiuu allan styrk til að kenna skólaiðnað. En húu var felld. Þá fyrst kröfðust 8 þingmenn að jeg, þvert á móti því, sem samþykkt hafði verið, ljeti greiða atkvæði um hina einstöku liði í frumvarpinu sjálfu, en því neitaði jeg, fyrst af þvi, að atkvæðagreiðsluuui um þetta væri nú lokið og svo af því, að það væri á móti því, sem samþykkt hefði verið, og brot á 23. gr. þingskapanna. Það er ósatt, að jeg hafi neitað þingmöunum um að taka til máls um þetta3. í 36. greiu þing- 3) Það er undarlegt, að forseti skuli dirfast að neita þessu, þar sern raörg vitni eru að því, að hann neitaði þingm. að taka til máls. Hann neit- aði þingmanni um orðið og sagði konum að þegja 132 kveldið, og lá þar þá allt fólk í bælum sínum og svaf. Hann gekk að bæli því, er þeir bræður sváfu í allir saman, og stakk hendi á Jóni bróður sínum og sagði við hann, að hann skyldi koma fram með sjer. Þeir fóru fram í kofa nokkurn út úr bæjardyrum, og stóðu þar; liefði dagsbirtan skinið á þá, var það ekki álitleg sjón. Þeir vormklæddir karbættum ræflum, og sá hingað og þangað í gegn um götin. Á höfðunum höfðu þeir mórauða hetturæfla uppbrotna, og stóð hárið ofan undan þeiin í ógreiddum sneplum, sem löfðu langt ofan á háls. Þeir voru líkir í sjón, báðir rangeygðir, °g svo óhreinir í framan, að varla sá á þeim hörunds- lit. Þeir voru litlir vexti, en harðneskjulegir og finelln- ir að sjá. Jón eldri sagði nú bróður sínum frá, hvað hann hefði í hyggju, en Ijet Jóns bisa að öllu ógetið, og bauð honum upp á að vera með sjer og hjálpa sjer til. Jón yngri var fyrst hálftregur til, en ljet þó brátt tilleiðast, þegar slík fjárvon var sem þessi. Kom þeim saman um að leggja af stað, er komið væri um háttatíma, og halda að Hrísum, ef veður væri gott til. Síðan fóru þeir inn og sváfu, eða að minnsta kosti ljetust sofa til háttatíma. Það var dauflegt í baðstofunni um kveldið. Karl 129 sem þú telur svo víst að vinna, fyrst þjer er svo mik- ill hugur á því?“ „Það liefði jeg líka gert, en það er nú svona með migy eins og þú veist, að jeg er kjarklaus og hjartveik- ur, og treysti rajer ekki til þess; — jeg treysti engum öðrum betur til þess en þjor“. „Jeg geri það ekki, nema þú farir þá með“. „Nei, það get jeg ekki, jeg er ekki maður tii þess“. „Svo stel jeg því bara handa mjer, þú færð þá ekkert af því“. „Þú ræður því, en helmiuginn ætla jeg mjer að liafa af því, því að annars segi jeg til, þegar þjóínað- urinn kemst upp, að það sje reynandi að leita hjá þjófapakkinu í Kálfagerði“. „Jæja, við kunnum þá að muna eitthvað líka, svo að þú sleppir ekki alveg óhýddur, jeg kann að vita eitthvað um þig síðan í hitt eð fyrra og fyrra, sem ekki væri gott að sýslumaðurinn vissi“. „Pæi þinn var nú með í því, drengur minn“. „Hjer?er alveg sama; jeg á ekkert vandgerðara við hann en þig“. „Við skulum nú ekki vera að þessum fjanda, Jón“, sagði Jón í Sveinshúsum; og byrsti sig dálítið, lieldur koma okkur saman um þetta; annars fæ jeg annaðhvort

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.