Þjóðólfur - 21.08.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.08.1891, Blaðsíða 2
162 innborgunum og útborgunum samkvæmt reikningi bankans fyrir livern ársfjórðung. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi að því er framkvæmdarstjóraun snertir, þá ar hann fullnægir skilyrðum þeim, er lionum eru sett í 1. gr. Þingsályktunartillögur hafa margar fram komið á þinginu. Áður er getið tveggja, sem samþykktar hafa verið (um brúargjörð á Þjórsá og uppsigling á Hvammsfjörð). Síðan hafa verið afgreidd- ar þessar þingsályktunartillögur: III. TilVógur við landsreikningana 1888 og 1889. Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að hlutast til um: 1. Að fækkað verði býlum á jörðum landssjóðs í Vestur- Skaptafellssýslu, jafnóðum og tækifæri býðst. — 2. Að landsreikuingnum fylgi árlega aðalreikningur yíir viðskipti íslensku og dönsku póststjórnarinnar. — 3. Að geng- ið verði ríkt eptir því, að afborganir af skuld nokkurra hreppa í Snæfellsnessýslu sjeu greiddar á rjettum gjalddaga. — 4. Að gjaldheimtumönnum landssjóðs verði gjört að skyldu að senda ávísanir uppí landssjóðs- tekjur til landshöfðingja eigi síðar en svo, að hann geti komið þeim til ráðgjafans með síðustu póstskipsferð ár hvert, nema því að eins að ávísunin eigi að ganga upp í tekjur, sem síðar falla í gjalddaga, þá sje hún afgreidd sem fyrst eptir árslok. IV. Alþingi ályktar að skora á ráð- gjafa íslands, að hann sjái svo nm, að ís- landsráðgjafi sitji eigi í ríkissjóði Dana, að þyí leyti er snertir hin sjerstaklegu mál- efni landsins. V. Alþingi ályktar, að skora á lands- höfðingja, að fá því framgegnt, að lands- bankinn veiti ián gegn veði í húseignum í kaupstöðum öðrum en Beykjavík, og verslunarstöðum landsins, þá er hús þessi eru vátryggð, en það annast landsbankinn fyrir hönd lántakanda, sem greiði vátrygg- ingargjald, það er þarf, fyrirfram ásamt kostnaði skaðlaust, allt á þann hátt, er ákveðið yrði ýtarlega með reglugjörð, sam- kvæmt lögum 18. sept. 1885. VI. Urn styrkveitingu til búnadarfjelaga. Alþingi ályktar, að skilyrðin fyrir styrk- veitingu úr landssjóði til búnaðarfjelaga og reglurnar fyrir útbýtingu hennar, skuli vera sem lijer segir. I. Almenn skilyrði. 1. Styrkurinn skal miðaður við framkvæmd- ir fjelagsins í þeim jarðabótum, er efla grasrækt og garðrækt, næsta ár á und- an því, er styrkurinn er veittur. 2. Ekkert fjelag skal njóta styrks, er eigi hefur unnið 10 dagsverk fyrir livern búanda í fjelaginu að meðaltali. 3. Bónarbrjefunum um styrkinn, er stíluð sknlu til landshöfðingja, skal fylgja reikningur næsta ár á undan yfir tekj- ur og gjöld búnaðarfjelags þess, er um styrkinn sækir, og skýrsla um hin unnu störf, útgefln af skoðunarmanni, er sýslu- nefnd eða bæjarstjórn hefur útnefnt. Skal í skýrslunni tekin fram stærð hverrar jarðabótar, og engin jarðabót tekin til greina nema hún sje vel af hendí leyst. Aðgjörðir á gömlum jarða- bótum má ekki telja fram, og eigi held- ur þær jarðabætur, sem áskildar eru í byggingarbrjefum. Skýrslur skoðunar- manna skulu samdar eptir formi, er landshöfðingi gefur út. II. Reglur. 1. Þessar jarðabætur skulu teknar upp í skýrslurnar: a) Varnargarður um tún, engi, fjárbæli og matjurtagarða. b) Stíflugarðar. c) Þúfnasljcttur. d) Flatarmál matjurtagarða (í fyrsta sinn sem þeir eru ruddir); e) Skurðir til vörslu, framræslu og vatns- veitinga; f) Lokræsi; g) Áburðarsafnshús og f'orir. 2. Jarðabætur skulu lagðar þannig í dags- verk: a) Varnargarðar: úr grjóti 3^/g fet á hæð einhlaðnir ... 3 faðmar tvíhlaðnir . . . l1/^ — úr torfl 41/., fet á hæð 5 — b) Stíflugarðar .... 250 ten.fet. c) Þúfnasljettur: Unnar með plóg og herfi 15 □ faðm. Unnar meðhandverkfær- um...................10 □ — d) Flatarmál matjurtagarða 25 □ — e) Varnarskurðir: 3. ál. breiðir, 1 al. á dýpt, 300 ten.fet. f) Skurðir til framfærslu og vatnsveitinga .... 400 — g) Lokræsi...............3 faðmar. h) Áburðarsafnhús og forir (lögheldar)............50 ten.fet. VII. Neðri deild alþingis ályktar að skora á ráðgjafa íslands, að hlutast til um, að það verði borið fram við erlend ríki, hvort og að hve rniklu leyti þau kynnn að vilja styðja að því, sjerstaklega veðurfræðinnar vegna að lugður verði frjettaþráður (tele- graph) til íslands. VIII. Um kennaramenntun. Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að hlutast til um, að kennsla í uppeldis- fræði með verklegum æfingum fari fram á næsta fjárhagstímabili við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg, og semur landshöfðingi reglugjörð fyrir kennsluna. IX. Um gagnfrœðakennslu í lærða skól- anum o. ft. Alþingi ályktar að skora á landsstjórn- ina að sjá um, að gagnfræðakennsla kom- ist á við lærða skólann; að latíua verði eigi heimtuð til inntökuprófs í lærða skól- anum, og að lærisveinar Möðruvallaskól- ans, er tekið hafa burtfararpróf í þeim skóla, fái rjett til að verða teknir próf- laust inn í lærða skólann. I(járlagafrumvarpið komið gegn um efri deild. Allar tillögur nefndarinnar, sem getið var um í síðasta blaði, voru samþykkt- ar, og auk þess við 3. umr. í gær til skóla- iðnaðar við Flensborgarskólann alls 1600 kr. á fjárhagstímabilinu og til kennara Halldórs Briems 300 kr. fyrra árið til að gefa út kenuslubók í þykkvamálsfræði. Frv. geng- nú aptur til neðri deildar. Cræslustjori bankans kosinn í neðri deild Eiríkur Briem með 16 atkv. Græslustjóri Söí'nunarsjóðsins kosinn í neðri deild Björn Jensson kennnari með 17 atkv. Fallin frumvörp. 34. um breyting á lögum 19. febr. 1886 um utanþjóðkirkju- menn fellt í einu hljóði frá 2. umr. í efri deild í gær. 35. um stofnun háskóla á íslandi fellt í efri d. með 6 á móti 5. Telcgrafar og telefónar. Felld hefur verið í neðri deild með 10 á móti 8 svo hljóðandi þingsályktunartillaga frá Skúla Thoroddsen og Jens Pálssyui: Neðri deild alþingis ályktar, að skoraá ráðgjafa íslands, að leggja fyrir alþingi 1893 sundurliðaða áætlun, samda af verk- fræðingi, um kostnað bæði við lagningu frjettaþráða (telegrapha) og við lagningu málþráða (telephona) með hæfilega mörgum millistöðvum milli Reykjavikur og ísafjarð- ar, milli Reykjavíkur og Akureyrar, og milli Akureyrar og Seyðisfjarðar. Ölvesárbrúin. Þingsályktunartillaga um að skora á landsstjórnina að hlutast til um, að nægilega trygg gæsla verði sett við Ölvesárbrúna, þegar er brúin verður afhent til afnota, var felld í neðri deild í gær með 12 á móti 10.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.