Þjóðólfur - 11.09.1891, Side 1

Þjóðólfur - 11.09.1891, Side 1
Kemur út á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendie 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til titgefanda tyrir 1. október. XLIII. árg. Reykjarík, föstudagiun 11. septemöer 1891. Nr. 42. ■ K Olvesárbrúin. Eins og til stóð, var Ölvesárbrúin vígð á þriðjudaginn var. Þrátt fyrir allmikla rigningu þá um daginn liafði til vígslunn- ar safnast mikill manngrúi úr nálægum hjeruðum, Árnes- og Rangárvallasýslum, Kjósar- og G-ullbringusýslu. Reykjavík og enda víðar að. Brúin var opin til kl. 11 um daginn; þeir, sem komu eptir þann tíma vestan að ánni, voru því ferjaðir austur yfir, því að austanmegin árinnar fór vígslan fram. Brúin var skreytt fán- um og blæjum á báða bóga. Klukkan rúmlega 2 safnaðist manngrú- inn að brúnni, en upp á brúarsporðinn að austanverðu gekk landsliöfðingi, frú hans, Tr. Gfuunarsson og nokkrir fleiri, svo sem nokkrir embættismenn og heldri manua frúr, þingmenn, hornleikendur og söngmenn. Vígsluathöfnin byrjaði síðan með því, að sungin var uppi á brúarsporðinum með nýju lagi eptir kaupmann Helga Helgason þessi Brúardrápa eptir landritara Hannes Hafstein. Þunga sigursöngva söng hjer elfan löngum, byst fann skemmtan besta, banna ferðir manna. Annan söng nú ýtar vaskir kveði, upp skal hefja róm með von og gleði. Nú er móðan ekki einvöld lengur, einvald hennar binda traustar spengur. Hátt á bökkum bröttum byggðir eru og tryggðir synir stáls og steina sterkir mjög að verki; standa á bergi studdir magni’ og prýði, strengja sjer á herðum gjörva smíði, tengja sveit við sveit, þótt aldan uudir ófær brjótist fram um klett og grundir. Yakni von, og kvikni varmur neisti’ í barmi, mest er mann-verk treystum móðurjarðar góðu. Tjáir ei við hrepptan hag að búa, lijer á foldu þarf svo margt að brúa: jökulár á landi og í lundu — lognhyl margan bæði’ í sál og grundu. Sannar afrek unnið: andinn sigrar vanda; tengja traustir strengir tvístrað láðið áður. Tengjum þannig tvístruð öfl og megin. Trausti, dáð og framkvæmd greiðum Veginn. Heilar vinni hendur jafnt og andi. Hefjum brúargjörð á andans landi. Yakni von, og kvikni varmur neisti’ í barmi. — Yilji, von og elja vinnu saman inni. Þá mun rísa brú til betri tíða, brú til vonarlanda frónskra lýða, brú til frelsis, brú tii mentá-hæða, brú til mannfjelagsins æðstu gæða. Heill sje hug og snilli, heill sje ráði’ og dáðum. Heill sje hönd og anda, heiður um foldu breiðist. Líti sól hver sæmd og nýjar tryggðir, sveipi gæfan fósturjarðar byggðir. Blessist framkvæmd, blómgist sviti lýða. Brúin rísi fram til nýrra tíða. Ilæða landshöfðingja. Þegar búið var að syngja ,brúardrápuna‘, hjelt landshöfðingi ræðu. Hann talaði fyrst um, live hátíðlegt tækifæri það væri, sem safnað hefði þangað öllum þeim mannfjölda, sem þar var saman komiun, þar sem nú ætti að opna til almennings nota Ölvesár- brúna, sem væri mesta samgöngumannvirki, sem unnið hefði verið lijer á landi síðan landið byggðist; fór þar næst nokkrum orð- um um, að samgöngutorfærur landsins væru hinn mesti slagbraudur fyrir framförum þess. Þetta liefði fyrsta löggefandi alþingi kannast við og álitið eitt af því nauðsyn- legasta fyrir landið að bæta samgöngur þess; það hefði því veitt allmikið fje til strandferða og vegabóta. En allir li’utar landsins gætu eigi notað strandferðirnar. Á allri standlengjunni frá Reykjanesi aust- ur fyrir Lónsheiði væri hafnaleysið því til fyrirstöðu,að þar gætu verið gufu- skipaferðir; samgöngur þar því eingöngu á landi; þvi brýn nauðsyn að allir Ieggist á eitt að bæta samgöngur á þessu svæði. Ef maður væri kominn í björtu veðri upp á IngólfsfjaJl, sem væri hjer á bak við hjeraðið, blasti við manni eigi að eins hið stærsta, heldur einnig liið frjósamasta sljett- lendi landsins. Otlendir jarðfræðingar köll- uðu það Geysis-dalinn og kenndu oss, að það hefði þúsundum ára áður en landið byggð- ist verið fjörður eða flói, sem gengið hefði inn í landið, með smáeyjum, sem nú væru fellin upp af undirlendinu, t. d. Búrfell, Mosfell, Hestfjall, Yörðufell o. s. frv. Þeg- ar þetta væri borið saman við það, sem var, er forfeður vorir settust lijer að, og það sem nú er, gæti maður tekið undir með skáldinu, sem kvað „gat ei nema guð og eldur gert svo ilýrðlegt furðuverk'1. Þar sem áður var flói, þar sáu forfeður vorir „um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám“ og þeirra mestar Þjórsá og Ölvesá. Á þessu undirlendi búa nú um 10,000 manna. Útlendingar fullyrtu, að ef allt þetta svæði væri yrkt, eins og best mætti, þá gætu búið þar allir íbúar landsins, 70,000, það væri um 1000 á ferhyrningsmílunni, og væri það ekki margt, eptir því sem gerðist víðast 1 útlöndum. En til þess þyrfti margt að breytast, meðal annars brýr að koma á árnar og akvegir eptir hjeraðinu, vegirnir yrðu að laga sig eptir brúnum, brýrnar yrðu að koma fyrst, veg- irnir mundu þá fljótt koma. — Eptir það rakti liann sögu brúarmálsins, er vjer slepp- um hjer, en drepum á síðar í blaðinu. Þar næst, þakkaði landsh. fyrir hönd lands- stjórnarinnar öllum, sem að því liafa stutt að fá þessu mikilsverða mannvirki fram- gengt: fjárveitingarvaldinu, bæði alþingi, hlutaðeigandi sýslunefndum og amtsráði Suðuramtsins; alþingismönnum, sem barist liafa fyrir því, hinum utlendu og innlendu smiðum, og öðrum, er að fyrirtækinu hafa unnið, og síðast en ekki síst aðalfram- kvæmdarmanninum Tryggva Gunnarssyni og fór mörgum lofsorðum um framkomu haus við þetta fyrirtæki, og kvað hann með því liafa reist sjer þann minnisvarða, er lengi mundi halda minningu hans á lopti. Síðan minntist liann á hringinn Draupni,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.