Þjóðólfur - 11.09.1891, Page 3
175
nefnd til þess að greiða fyrir œálinu; var ;
alþingismaður Sighvatur Árnason formað-
ur nefndarinnar (sjá skýrslu lians um þetta
í Þjóðólfi 8. febr. 1873). Nefud þessi stofn-
aði til samskota, til þess að minnsta kosti
að standast kostnað við að fá útlendan
ingeniör til að skoða búarstæðin. Nefnd-
in fjekk því til leiðar komið, að stjórnin
sendi hingað ingeniör danskan, Vindfeldt-
Hansen, til þess að skoða brúarstæðin.
Brúarstæði á Þjórsá taldi hann best miðja !
vega milli bæjauna Urriðafoss og Þjót-
anda, en á Öivesá rjett fyrir ofan Selfoss,
þar sem brúin nú er komin, og áætlaði
kostnaðinn við Ölvesárbrúna 80,000 kr.,
en Þjórsárbrúna 88,000 kr. Sjóðurinn,
sem safnast hafði, gekk til kostnaðarins
við skoðunargjörðina.
Inn á þing komst málið 1877, þá komu j
fram bænarskrár um að þingið legði 168
þús. kr. til að byggja báðar brýrnar. En
þá var það fellt á þinginu. Á þingi 1879
komu enn bænarskrár til þingsins um að fá
100,000 kr. til beggja brúnna sem vaxta-
laust lán, er skyldi endurborgast á 40 ár-
um af sýslusjóðum fjögra næstu sýsinanna
og bæjarsjóði Reykjavíkur. Þetta varð að
lögum á þinginu. En þá kom stjórnin
með lagasynjunarvöndinn til að hirta ís-
lendinga með, sem vildu byggja brýr fyr-
ir sína eigin peninga, og synjaði því lög-
unum staðfestingar. Á þingi 1883 var
farið fram á 80,000 kr. fjárveitingu til
Ölvesárbrúarinnar, en Þjórsárbúin ekki
nefnd, en það var fellt á því þingi. Á
þingi 1885 varð heldur ekki neitt ágengt.
Eu á þingi 1887 voru samþykkt lög uin
Ölvesárbrúna, og með þeim veittar fjárupp-
hæðir þær, sem áður eru nefndar. Stjórnin
staðfesti lögin ekki fyr en 3. maí 1889
og gerði i s. m. samninginu við Tryggva
(xunnarsson, sem síðan lók til óspiltra
málanna og hefur nú komið brúnni á Ölvesá,
eins og áður er frá skýrt.
Fyrirtæki þetta hefur þannig átt erfitt
uppdráttar, eins og opt á sjer stað, þótt
um nauðsynjafyrirtæki sje að ræða; þau
verða flest, áður en þeim verður fram-
gengt, að ganga í gegn um kreinsunar-
eld mótstöðu og margs konar mótmæla.
En það er ekki vert að æðrast yfir slíku,
heldur gleðjast yfir, að þetta fyrirtæki er
til lykta leitt, og samfagna hjeraðsbúum
þeim, sem þess eiga lielst að njóta, og þeim
mönnum, sem mest hafa fyrir því barist.
Verðhækkun á kornvöru. Með segl-
skipi, sem kom liingað 4. þ. m. frjettist,
að kornvara hefði hækkað stórkostlega í
verði skyndilega í útlöndum sakir ómuna-
legs uppskerubrests í Rússlandi, og þar af
leiðandi banns gegn kornílutningi þaðan
úr landi. í ýmsum öðrum löndum er og
útlit fyrir uppskerubrest. í Khöfn var
18. f. m. rúgur orðinn 22^/g. kr., rúgmjöl
23 kr. og bankabygg 21 kr.
Sjálfsagt hækkar matvara í verði hjer
í bænum, en hve mikið er óvíst enn, og
mun eigi verða fastráðið íýr en næsta póst-
skip er komið 27. þ. m.
AUGLÝSINGAR
1 samfeldu máli meO smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a,
livert orö 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning.
i kr. fyrir liumlung dáiks lengdar. Borgun út í könd.
JLjósbleikur liestur með livita stjörnu í
enni og mark: standíjöður apt. hægra, standí'jöður
fram. vinstra, biti aptan, er í óskilum hjá Vigfúsi
Pálssyni á Stórahofi i Gnúpverjahreppi; til lians
getur eigandinn vitjað hestsins mót sanngjarnri
borgun fyrir hirðingu og pössun á honum, svo og
auglýsingu Jiessa. 311
brúkuð frímerki kaupir og skiptir
frímerkjum
C. G. Vogel,
317 Poessneck, Þýskalandi.
Til leigu fást 1. okt. 4 herbergi með kokkhúsi
og geymsluhúsi. Ritstjóri vísar á. 318
136
vefju nokkura, sem þeir eða Jón yngri liafði tekið upp
úr ólæstu kistunni. Það var ekki þungt, en dálítið
fyrirferðar.
En í því kom Jón yngri í dyrnar og sagði í fáti:
„Þeir koma að innan“ — og með það hljóp hann
af stað sem fætur toguðu.
Hinn gerði sama — hann hljóp á eptir bróður sín-
um, og báðir fóru allt sem fætur toguðu út veg — og
hundarnir á eptir.
— Það er ekki að orðlengja það — þeir bræður
urðu teknir þar á vallarjarðrinum af Einari sjálfum,
sem frá átti að stela, og Flóvent bónda á Hrísum.
Þegar þeir voru búnir að sjá, hverjir þessir óknytta-
menn voru, og taka af þeim þýfið, Ijetu þeir þá fara.
Og svo snautuðu þeir heim um nóttina, og töluðu
fátt, en ófagrar voru bænir þær og hugsanir, er Jón
eldri söug Jóni bisa, nafna sínum, með sjálfum sjer.
III.
Beginum eptir gekk Jón eldri suður að Sveinshús-
um, og hitti bónda þar úti á milli húsa, og kvaddi
hann ekki sem fegurst. Ljet hann þegar dynja yfir Jón
óbótaskammir og taldi upp fyrir lionum þau helstu af
skammarpörum hans, sem hann vissi um. Höfðu þeir
133
og kerling sátu þegjandi; karl var að prjóna, en kerl-
ing spann lóarull á snældu.
Um háttatíma smugu þeir bræður út. Veður var
orðið bjart, og sá víða til lopts. Að eins lítið föl var
á jörðu.
Tungl óð í skýjum, og var að eins nýkomið upp.
Það var varla andvari svo að blakti hár á höfði.
Þeir hjeldu suður hjá G-núpafelli, og voru þar þá
allir sofnaðir, því að hvergi sá ljós í skjáum. Svo
hjeldu þeir leiðar sinnar suður að Hrísum.
Þegar þeir komu á hlaðið á Hrísum, fóru þeir und-
ir eins að atliuga kofann. Það var fyrir lionum sterk
hurð á járnum, og duglegir dyrastafir. Hespa ein all-
sterk gekk úr hurðinni upp á keng í stafuum, en fyrir
framan hespuna hjekk lás einn mikill og var öðru
meginn á honum gat fyrir allstóran pipulykil. Það var
því ekki svo árennilegt fyrir þá að komast þar inn.
Þeir reyndu fyrst á alla vegu að snúa upp á lás-
inn í þeirri von, að hann mundi ef til vill hrökkva upp.
En það varð ekki. Fóru þeir þá að leita fyrir sjer,
kvernig þeir lielst mundu gota brotið upp kofann. Sýnd-
ist þeim ekki annað ráðlegra en að reyna að brjóta
lásinn frá með steini.
Reyndar sáu þeir, að þar var teflt á tvær hættur,
að höggiii kynni að heyrast; en þeir vildu ekki láta