Þjóðólfur - 18.09.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.09.1891, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudö"- um — Vetö árg. (60 arlcá) 4 kr. Frlendis ð kr. — Borgiet fyrir lð. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn Bkrifleg, luuiilin vif) áramftt, ögild nema komi til fltgefanda tyrir S. oktðber. XLIiI. árg. Reykjavík, föstadaginu 18. september 1891. Nr. 43. Bráöapestin. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve mikln tjóni bráðapestin veldur hjer á landi á ári hverju; það má fullyrða, að það tjón nemur eigi að eins þúsundum, heldur tugum þúsuuda króna árlega. Það væri því mikilsvert, að geta fundið ein- hver ráð til að varna lienni eða þó ekki væri nema til að draga nokkuð úr henni. Þetta liöfðum vjer fyrir augum, er vjer buðum 50 kf. verðlaun í 1. tbl. Þjóðólfs þ. á. fyrir bestu ritgjörð, sem oss bærist til birtingar i blaðinu um bráðapestina og ráð við henni. Þótt þessi verðlaun væru ekki há, hefur þó þetta borið þá ávexti, að oss liafa verið sendar 7 ritgjörðir um þetta efni, og sýnir það, að mönnum er það, sem von er, mikið áhugamál, að geta eitlhvað linað þessu landplágu. Á fundi Búnaðarfjelags Suðnramtsins 5. júlí þ. á. voru eptir tilmælum vorum kosnir 3 menu, til að yfirfara ritgjörðirn- ar og dæma um þær; voru til þess kosn- ir yfirkennari Halldór Kr. Friðriksson, læknaskólakennari Tómas Hallgrímsson og alþingismaður Þorlákur Guðmundsson, sem allir hafa góðfúslega tekist þetta á hend- ur og sent oss svohljóðandi álit sitt um ritgjörðirnar: Eptir beiðni yðar, lierra ritstjóri, kaus búnaðarfjelag suðuramtsins á fundi sínum 5. dag júlímán. þ. á. oss undirskrifaða, til að dæma um ritgjörðir þær, sem yður kynnu að berast um bráðapestina, út úr grein yðar í Þjóðólfi nr. 1, 2. janúar þ. á. með yfirskript „Bráðapestin“, þar sem þjer : heitið 50 kr. verðlaunum fyrir bestu rit- gjörð um sýki þessa og ráð við henni. Af þeim 7 ritgjörðum, sem þjer hafið af- hent oss, virðist oss sú, sem vjer höfum merkt A, eptir St. S., bæði skipulegust og víðtækust og yfir liöfuð fjölskrúðugust, enda telur böfundurinn þar nær allt upp, sem í hinum ritgjörðunum er talið að til varnar gæti orðið bráðapestinni, þykir oss og hún lýsa bestri og mestri umhugsun um málið; og enda þótt oss þyki sem fleira mætti til tína sem ráð til að draga úr bráðapestinni, þá hikum vjer oss eigi við, að telja hana besta af þessum 7 ritgjörð- um, og enda þótt vjer hefðum óskað, að hún hefði verið hetri, viljum vjer þó mæla með því, að höfundurinn fái þau verðlaun, sem þjer hjetuð í Þjóðólfi. Um hinar ritgjörðirnar er það að segja, að í ritgjörðunum B, C og D eru margar góðar bendingar viðvíkjandi meðferð sauð- fjárins, en um verðlaun fyrir þær er eigi að ræða að voru áliti. Þá er greinin G; hún er sannarlega þess verð, að hún væri prentuð í Þjóðólfi, enda hæfilega löng sem blaðagrein, þótt hún hljóði að eins nm eitt ráð gegn bráðapestinni, en þetta ráð mun mörgum ókunnugt enn; og enda þótt allir geti eigi neytt þess, teljum vjer nauðsyn- | legt, að almenningur fái vitneskjn um það sem bæði í sjálfu sjer handhægt og eitt- hvert hið áreiðanlegasta, sem enn er fundið. Iteykjavík 14/o—91. H. Kr. Friðrihsson. T. Hallgrímsson. Þ. Gnðmundsson. | Ritgjörð sú, sem dæmd hefur verið verð- launaverð, kemur eigi í Þjóðólfi, eins og upphaflega var til ætlast, heldur í Bún- aðarritinu þ. á., bæði af því að hún er lieldur löng sem blaðagrein og á best heima í Búnaðarritinu, enda vonandi, að hún fái mikla útbreiðslu eiunig á þann liátt, því að búnaðarritið er rit, sem ætti að vera á hverju heimili. En af hinum ritgjörðunum tökum vjer í blaðið í dag þá ritgjörð, sem dómnefndin liefur merkt í með G og hún talar um í niðurlaginu í áliti sinu lijer að framan. Úr ritgjörðun- um B, C og D munum vjer svo siðar taka upp heistu atriðin, sem vjer álítum þess verð, að koma fyrir almenningssjónir. JBráðapestin er almennur kvilli á fje. Þekkist hún bæði í Ástralíu og Guíana, Spáni og Stóra Bretlandi, en eins og eðli- legt er, voldur minnstu tjóni á því sauð- fje, sem best er farið með, svo sem hinu spánverska merínosfje. Á Skotlandi var hún fyr meir almenn, og kemur enn fyrir sjer í lagi í snöggum veðrabrigðum á liaust- dag; kalla Skotar hana braxy. Hafa þeir leitað allra bragða við hana, bæði inntök- ur (almennt salt og glaubersalt) og blóð- tökur á miðsnesinu og undir dindlinum, sem endur og sinnum hafa heppnast, þeg- ar veikin var eigi orðin mögnuð. Aptur á móti hefur Skotum á síðari árum tekist að varna lienni að mun, og liafa þeir fund- ið ráð til að fara svo með fje á liaustin, að það sýkist lítið eða eigi. Tóku menn þar eptir, að fje er hættast við henni, þegar það úr fjallahögum kemur ofan á sljettlendið, og það hættir, sem kallað er, að lilassa. Bendir það á, að veikin er magaveiki, eins og lika sýnir sig á bráða- pestdauðum kindum, þegar farið er innan í þær; lakinn liarðnar og verður blóðstokk- inn, og bráðum blóðblána, ef svo má að orði kveða, öll iður og innífli, og maga- veikin breytist í blóðsjúkdóm og loksins rotnunarsótt, sem kemur fram á öllum likamanum, er verður helblár. Reyndu Skotar brátt, að inntökur bjálpuðu lítt, því þótt þær verkuðu í bráðina, fór skjótt aptur í sama liorfið. Þeim skildist þá, að ekkert mundi duga, nema dagleg fóður- breyting, svo skepnan liefði jafnar og mjúkar liægðir. Eins og kunnugt er, brúka Skotar almennt næpur og rófur (turnips) til skepnufóðurs, fyr meir sjer í lagi handa nautpeningi; en nú tóku þeir upp á að beita kindum, er ofan komu úr fjallahög- um, í næpnagarða sína; næpurnar eru bæði nærandi og auðmeltar, og það fje, sem vandist á þetta fóður, hjelt áfram að hlassa. enda segja Skotar, að það beri varla við, að sauðkind, sem kemst upp á þetta fóð- ur, fái bráðapest. Þegar á liaustið líður, og frost fara að koma, eru næpur og róf- ur skornar í teninga fyrir fje og er þeim kastað á garðann saman við ajinað fóður, liey, kornaffall o. s. frv., og álíta Skotar nú, að þeir sjeu nokkurn veginn orðnir lierrar yfir bráðapestinni. Mcnn skyldu nú lialda, að sauðfje, sem með fram lifir á sölvum og fjörugrösum, og sem jafnan hlassa, væri síður hætt við bráðapest, en fje, sein eigi sækir eða get- ur sótt að sjó, en reynsla mín er sú, að það gjörir lítinn muu; fjörufjeð drepst einnig úr bráðapest, ef því er eigi gefið með á baustin, kröptugt fóður, þó lítið sje, og sje þvi beitt út á hrímaða jörð að morgninum til.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.