Þjóðólfur - 18.09.1891, Blaðsíða 3
179
„Og stjörnurnar hjeldu áfram að leiptra
í hinum víða himingeim“.
„Og hinn ómælilegi alheimur hjelt áfram
að vera til með sínum billiónum af sólum
og sínuni billiónum af lifandi og dauðum
plánetum".
„Og í öllum heimum, sem voru byggðir
lifandi verum, hjelt ástin áfram að blómg-
ast og dafna, fyrir augliti guðs“.
Flammarion er alkunnur vísindamaður
og rithöfundur, svo að þetta er engin
Krukksspá. En sumt virðist þó vera
nokkuð djarft og íburðarmikið hjá honum.
Margt af því, sem hann segir, kemur heim
við Völuspá. Skáldið sjer jafulangt og
vísindamaðurinn sjer 1000 árum seinna.
En jörðin er ekki enn dauð úr öllum
æðum. Og hvað sem niðjum vorum líður,
þá hjarir hún um vora daga.
J'on Stefánsson.
Sigurður Vigfússon fornfræðingur er
nýkominn úr rannsóknarferð fyrir vestan;
á þessari ferð sinni rannsakaði hann ýmsa
sögustaði í Laxdælu eptir nýfundnu hand-
riti óprentuðu; má eptir því ákveða með
vissu, livar Kjartan var veginn. Eptir
því hefur hann og fundið Auðar tóptir yið
TJrriðárós og gróf þar niður. Hann rann-
sakaði og rauðablásturssmiðju Þorsteins
Skuggasonar áLjáskógum, sem Guðm.bóndi
þar hafði fuudið við túnasljettun, og fann
að öllum líkindum reksteininn, sem Grettir
lúði járnið við. Úr Dölunum fór Sigurður
í Þórsnesþing og rannsakaði þar enn að
nýju rauðablásturinn á Saurum. Þaðau fór
hann yfir Kerlingarskarð til Straumfjarð-
aróss, fann þar þingbúðirnar, sem talað er
um í Eyrbyggju, búðir frá hinum forna
verslunarstað og skipalægi. Þaðan fór
liann að Hítará og rannsakaði sögustaði
úr Kristnisögu, staðinn, þar sem Þang-
brandur barðist, skipalægi Þangbrandar,
fann festarsteininn á berginu o. s. frv.
Þaðan fór hann upp um Gfrettisbæli, klifr-
aðist um allan tindinn, þar sem auðið var
að komast, og fann þar þann stað, sem
líklegast er að Grettir liafi hafst við. Það-
an fór hann suður á Mýrar og rannsak-
aði rauðablástur Skallagríms og faun þá
staði, sem hann líklegast hefur tekið rauða-
steininn (rauðann), og tók með sjer sýnis-
horn af honum bæði þar og á áðurnefnd-
um rauðahlástursstöðum. — Þetta er ekki
nema hið helsta, sem hann rannsakaði. —-
Auk þess safnaði hann forngripum og fjekk
dýrmæta gripi til Forngripasafnsins.
Uin Safamýri er oss skrifað 13. þ. m.
úr Rangárvallasýslu: „Prestaskólakandídat Sæmund-
ur Byjólfsson kom hingað fyrir fáum dögum og hef-
ur verið að skoða Safamýri. Honum pykir mýrin
liggja undir eyðileggingu af Rangá og einkum
Þverá; ætlar pvi hann og sýslumaður að halda
fund með mönuum um, hvað gjöra skuli. Yæri
það aumt, ef landeigendur og leiguliðar vildu litið
eða ekkert gjöra til að sporna við eyðileggingunui,
því að þá má búast við, að þetta mikla ágætisengi,
sem opt hefur reynst bjargvættur Rangæinga í
grasleysisárum, íari á líkan liátt og sandarnir".
Tíöarfar farið að verða liaustlegt: rigniugar
miklar um og eptir síðustu helgi, síðan norðanveð-
ur með næturfrosti.
Heyskapur í besta lagi alstaðar þar sem til
hefur spurst, enda bæði grasvöxtur víða i betra
lagi og nýting alstaðar góð. Hey þó viða allmik-
il úti, en von um, að þau náist þessa dagana.
Maður druknaöi aðfaranótt 11. þ. m. af þil-
skipinu Ingólfi hjer á höfninni, Jóu Þorbjarnarson
að nafni; með hvaða hætti, vita menn eigi.
Oui'uskip norskt, Imbs, kom liingað 14. þ. m.
frá Yestfjörðum á loið til Lundúna með livalskíði
o. fl. frá hvalveiðamönuunum; það liggur hjer enn
sakir óveðurs; með því kom hingað konsull Sigfús
Bjarnarson á ísafirði.
Vesturskaptafellssýslu 81. ág: „Hjer berfátt
til tíðinda, nema besta sumartíð siðan slátturinn
byrjaði; hann byrjaði almennt hjer i sveit 15. og
16. júlí, og muu framar venju vera velfenginn hey-
skapur hjá almenningi í’ram að þessum tima, en
nú lítur út fyrir, að sláttur verði endasleppur, því
stormur og rigning byrjaði hjor 23. þ. m., er stóð
í 3 daga, svo flestar mýrar rogafylltnst. Mann-
140
„Yíst var það honura að kenna, strákfjandanum —
við liöfura það illt af honum eins og vant er“.
„Það er annars illt“, svaraði Jón bisi, „að honum
skuli elcki vercfn komið úr vöfunum, því að það er enn
eklci bitið úr nálinni með það, hvað illt þið kunnið að
hafa af honum. í það minnsta hefur hann liótað mjer
því, pilturinn, að hann skuli segja það, sem hann veit,
— þið skiljið ?“
„Jæja, hann hefur allt á hornum sjer þessa daga;
og í gær sagði hann, að ef hann yrði hýddur, skyldu
fleiri fá klóraðan belginn, ef hann mætti ráða“.
Hann þyrfti að þagna, pilturinn — en komið þið
inn, bræður; jeg þarf ögn að tala við ykkur áður en
þið farið“.
Og svo fóru þeir inn.
Að litlum tíma liðnum fóru þeir fram aptur, Bjarni
og Jón bóndi. Myrkt var í göngunum á einum stað
fremur en öðrum, og krókur á. Þar staðnæmdust þeir,
°g tóku tal saman.
»Það er aumi pilturinn, þessi strákfjandi, hann
Jón eldri í Kálfagerði; þú veist nú, að hann braust inn
í kofann lians Einars á Hrísum, og stal þar einhverju,
og þeir bræður; en svo náðust þeir, og hef jeg heyrt,
að það ætti að taka þá á morgun“.
„Jú, jeg hef lieyrt þetta“.
137
Sigurður í Kálfagerði verið saman í sumum þeirra. En
svo var Jón frá Kálfagerði hefnigjarn, að nú vildi
hann Jóni bisa allt illt, fyrir það eitt, að hann hafði
sjálfur orðið af því, að geta stolið peningunum á Hrís-
um, fyrir klaufaskap sinn og þeirra bræðra.
Það var ógæfan Jóns frá Kálfagerði, að hann liafði
slíkar sönnur á hendur Jóni bisa og föður sínum, að
hann gat komið þeim báðum undir lagahendur, ef liann
vildi; og úr því að í skömmina var komið fyrir sjálfum
lionum, ætlaði hann ekki að láta sjer það fyrir brjósti
brenna, að draga aðra niður í hana með sjer.
Það voru tvö eða þrjú húsbrot og stuldir, sem
hann gat sannað á þá, og eitt banatilræði við Pál bónda,
sem þá bjó í Skriðu. Höfðu þeir í sameiningu stolið frá
honum 4 ám og gemling, og rekið heim og skorið. En
Páll sá til þeirra og fór á eptir þeim, og heimtaði kind-
urnar af þeim aptur eða verð þeirra, eða hjet þeim kæru
ella. Hafði hann náð einu höfði til sannindamerkis. En
þeir höfðu flogið á lianu, og lirætt hann með hnífum
til þess, að sverja sjer að láta kæru sína niður falla.
Margt var það fleira, sem Jón vissi ófagurt í fari
Jóns bisa, þó að það sje ekki lijer talið. Ljet hann það
þá allt á lionum skella með ófögrum lestrum.
Jón tók öllu þessu vel, og bað nafna sinn að vera
góðan, og lagði niður fyrir houum, að hann fengi hýð-