Þjóðólfur - 25.09.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.09.1891, Blaðsíða 2
182 i Newcastle, og ætlar Grladstone þá að halda ræðu, ef læknir hans leyfir, sem nú eru góð útlit fyrir. Viiinufjelagafnndur er um þessar mund- ir í Newcastle. Hinir 547 menn, sem eru á honum, eru fulltrúar tveggja miljóna enskra verkmanna og má kalla fundinn, sem er haldinn á hverju ári, verkmanna- þing. Fundurinn hefur samþykkt með 232 atkvæðum gegn 163, að Lundúnaþing skuli setja lög um að banna að vinna Iengur en 8 klukkustundir á dag og styðja að því líka í öðrum löndum. Menn úr Englandsstjórn eru staddir á fundinum, en verkmenn vilja lielst vera utan flokks. Þó hallast þeir að Gladstone. Kosningar fara fram í Noregi um þess- ar mundir og er enn ekki lokið. Rúmur helmingur þeirra er búinn og hafa fylgis- menn Steens og stjórnarinnar víðast unn- ið sigur á hinum tveim flokkunum. Steen fylgir því fram, að Noregur eigi að hafa utanríkisráðgjafa sjer og er það aðalatrið- ið við þessar kosningar. Svo langt stig hafa Norðmenn ekki stigið í mörg ár og allar líkur eru til, að þeir fái stigið þetta stig, eins og fleiri áður. í Canada er það komið upp, að nærri allir embættismenn stjórnarinnar hafa þeg- ið mútur, á ýmsan hátt, sumir mörg hundr- uð þusund krónur. Nokkrir sakadólgar hafa flúið til Bandaríkjanna, en nóg er eptir af þeim. Er nú lieldur en ekki gauragangur á þingi, mótstöðumenn stjórn- arinnar standa á henni, en stjórnarsinnar bregða þeim um sömu lesti. Vant er að sjá, liver verður til að moka þenna flór. i New Zealandsþiiigi liefur verið rætt og lögtekið frumvarp um að veita konum kosningarrjett og kjörgengi til þings. í- búar New Zealands eru hátt upp í miljón. Ekki mun stjórnin á Englandi neita að samþykkja lögin, þó Euglaud sje enn eptir- bátur New Zealands í þessu. Prentfrelsi Finna lieíur verið takmark- að og rússneskum mönnum verða eptir- leiðis veitt æðsta embætti í landinu. Harð- ur er Rússakeisari. Sosialistar hafa haldið allsherjarfund í Bryssel og föðmuðu Frakkar og Þjóðverj- ar livorir aðra á lionum og kváðust aldrei mundu banaspjót á berast. Borið var upp að hætta skyldi vinnu um allan heiminn á tilteknum degi, en var ekki samþykkt. Ymsar merkar samþykktir voru gjörðar á fundinum, sem oflangt er að segja lijer frá. í Trier á Þýskalandi ersýndur í kirkju einni kyrtill, sem kvað vera sá er Krist- ur bar á krossinum. Hundrað þúsunda kaþólskra manna flykkist að úr öllum átt- um að snerta hann og leita lækninga. Hann hefur verið einu sinni áðursýndur á þessari öld. A efsta tindi Montblancs er verið að reisa stjörnuskoðunarhús; sumir af vinnu- mönnunum eru dánir úr kulda og vosbúð, en verkinu á þó að lialda áfrám. Roth- schild og auðmennirnir gefa fje til þess. Crreiíi í Stokkhólmi, Mören að nafni, liefur myrt bróður sinn til fjár, og þykir þetta eitthvert hið versta níðingsverk, sem unnið hefur verið nokkru sinni í Svíþjóð. Sigrid Arnoldson, hin sænska söng- mær, gipt Fishoft nokkrum, hefur sungið nýlega í Kristianíu og Gautaborg og Ijúka allir utanlands og innan upp einum munni um það, að hún sje jafningi Kristínu Nils- son og Jenny Lind. Kristín er hætt að syngja, en æfisaga Jenny Linds er nýút- kominn í Lundúnum. Scavenius, sem var kenslumálaráðgjafi Dana hefurgert grein fyrir gerðum sínura í opnu brjefi. Kveðst liann ekki hafagetað fylgt stjórninni að því að hliðra til við Böjsensliða. Vígirðingum við Höfn er haldið áfram. Jules Gróvy dó 9. september. Hann var fæddur 1807 austur við Jurafjöll. Hann barðist með hreysti móti stjórninni í júlístjórnarbyltingunni og var þá að lesa lög. Svo varð hann málaflutningsmaður, og varði marga þjóðveldissinna á árunnm 1830—48. Eptir febrúarbyltinguna komst hann á þing og kom þar með uppástungu um, að þingið ætti að geta rekið úr völd- um þjóðveldisforseta, sem það grunaði um græsku. Hefði Grévy haft sitt fram, þá hefði Napóleon aldrei orðið keisari, en það varð nú ekki. Grévy dró sig í hlje, þeg- ar Napóleon tók taumana, þangað til 1868, að hann var valinn á þing og var þá sár- beittur gegn Napóleon, en 1870 greiddi hann þó atkvæði móti ófriðnum gegn þjóð- verjum. Síðan hafðist hann ekki að, þangað til liann var kosinn á þing 1871 og varð þá strax forseti. Hann var einn af þeim, sem best spornuðu við, að þjóðveldiuu var steypt 1877. Hann var forseti í neðri deild 1876—79, er hann varð þjóðveldis- forseti eptir Mac Mahon. Hann var for- seti raeð sóma til 1887, þegar svikin kom- ust upp um tengdason hans Wilson. Þá var farið illa með öldunginn, en hann fær gott eptirmæli. Blainc var valinn til forsetaefnis repú- flikana á fundi í Nev York með miklum atkvæðafjölda. Jessen, ritstjóri „Flensborgavis“, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi út af því að hann hefði móðgað þjóðverja stjórn. Alþjóðafundur uni lieilbrigðisfræði var haldinn í Lundúnum í ágúst og var fjölsóttur. Frcdensborg heitir hallargarður Dana- konungs nálægt Helsingjaeyri. Þar búa sem stendur: Rússakeisari og drottning hans, Grikkjakonungur og drottning hans, „prinsessan1* af Wales og fullorðnir synir hennar og dætur, hertoginn af Fife, sem er kvongaður einni dóttur hennar, konung- ur og kronprins Dana og þeirra hyski, og fjöldi stórmennis, sem fylgir þessu kon- ungmenni. Rússakeisari gefur fátækum 10,000 krónurí hvert skipti sem hann kem- ur lijer. Maður kastaði brjefi upp í vagn hans hjer og beiddi hann að rjetta hluta sinn á Rússlandi, en fjekk ekki að gert og var flnttur selflutning úr landi. Svíakonung- ur kom á Fredensborg og bauð þeim á veiðar á Hveðn. Hræddur er Rússakeisari við Nihilista hjer og lætur leynilögreglu gæta sín. Keisari er jötun að vexti og kvað vera einhver sterkasti rnaður á Rússlandi. Bismarck kvað vera lasinn og farið að förla. Pðstskipiið Laura kom hingað í gær- morgun, þrem dögum á undan áætlun — nýtt sem sjaldan skeður. — Með því kom landlæknir Schierbech, sem fór hjeðan til útlanda með Lauru 3. júlí í sumar; með | því vóru og Jórun Guðmundsdóttir hjeðan | úr bænum, 2 Englendingar og barn þeirra hjóna sýslum. Guðl. Guðmundssonar og konu hans. Yerð á íslenskum vörum, Khöfn 11. | sept. Ull, sem komin er liingað og til Englands, um 6000 „ballar“, er lögð upp í pakkhús. Með því að kaupendurnir eru óf'úsir að kaupa, og verðið, sem borgað hefur verið á íslandi, er langt um hærra en það, sem kaupendurnir vilja gefa, ligg- ur verslunin með isl. ull í dái. Boðið hefur verið að eins 8 pence (60 a.) fyrir sunnlenska livíta vorull, en seljandinn gekk ekki að því, svo að það boð var tekið aptur. Yerð á mislitri ull er 45 a., svartri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.