Þjóðólfur - 25.09.1891, Side 3

Þjóðólfur - 25.09.1891, Side 3
183 55 a. Af saltfiski liefur verið seldur til Spánar einn farmur frá Faxaflóa fyrir 65 ríkismörk, kominn um borð á íslandi. Fyr- ir vestfirskan fisk boðin 68 ríkismörk. Hjer seldur stór óhnakkakýldur saltfiskur á 45, 48—50 kr. smáfiskur 42—48 kr., ýsa 37 kr., löngur 48—50 kr. — Lýsi að lælcka í verði og boðið, án þess að Út gangi, ljóst, gufubrætt hákarlslýsi fýr- ir 36 kr., pottbrætt 35 kr., dökkt 28—30 kr., hver 210 pd. — Harðfiskur, sem í f. m. seldist á 220 kr., er nú kominn niður í 120 kr. skppd, af því að af honum hef- ur komið helmingi meira en vonast var eptir. Æðardúnn seldur á lO1/^— 11 kr.; af honum einnig komið miklu meira en búist var við. -— Sundmagar 45—50 a. pd. — Kindakjöt boðið fyrir 45 kr. 224 pd., án þess að út gangi. — Oœrur 4x/2 —5 kr. vöndullinn (2 gærur) eptir þyngd. — Tdlg 30 a. pd. — Af laxi kemur miklu ffieira en með þarf; verðið á honum því lækkað um 20 °/0. Kornverð að lækka. Eptir nýjustu frjettum frá útlöndum er kornmatur stöð- ugt að lækka í verði, því að útlit með uppskeru betra nú seinast en á horfðist, og líkur til, að kornmatur komist innan skamms eða sje kominu niður í vanaverð. í Khöfn, þar sem rúgbrauð hefur venju- lega kostað 56 a., komust þau upp í 80 a., en voru komin niður í 72 a. 12. þ. m. Dáinn 19. f. m. í Winnipeg í Kanada ritstjóri Gestur Pálsson eptir 4 sólarhringa legu, 38 ára að aldri. Landainerkjadómunilieimvísað. Hinn 8. des. f. á. felldi landsyfirdómurinn úr gildi landamerkjadóma í tveim málum milli Keykjavíkurkaupstaðar og H. Th. A. Thom- sens kaupmanns út af landamerkjum milli Klepps og Laugarness á aðra hliðina og Bústaða á hina og vísaði málunum heim. Merkjadómurinn tók þá málin aptur fyrir, en vísaði þeim frá merkjadóminum, af því að sami dómur hafi eigi heimild til nje sje bær um að fella tvisvar dóm í sama málinu um aðalefni þess. Þessum dómum áfrýjaði bæjarstjórn Keykjavíkur; eptir kröfu liennar voru þessir merkjadómar af landsyfirrjetti 21. þ. m. dæmdir ómerkir og málunum vísað aptur lieim til dómsálegg- ingar í aðalefni. Sýslumaður Franz Siem- sen og meðdómsmenn, Grísli Gíslason, Hall- dór Jónsson, Þórður Runólfsson og Þórð- ur Guðmundsson dæmdir í 30 kr. málskostn- að til bæjarstjórnar Reykjavikur í hvoru málinu fyrir sig. Grufuskipið Vaagen, flutningsskip 0. Wathnes kom hingað 21. þ. m. frá Seyð- isfirði sunnan um land með Sunnlendinga, sem á Austfjörðum hafa verið í sumar; skildi nokkra þeirra eptir á Vestmanna- eyjum, en kom með flesta hingað. AIls voru farþegar 138. Skipið fjekk versta veður á leiðinni hingað. Það fór hjeðan aptur 22. þ. m. um kveldið vestur og norð- ur um iand; ætlaði að koma við á Akur- eyri. Er væntanlegt hingað aptur um næstu mánaðamót með Sunnlendinga af Austfjörðum. Sjera Oddur V. Oislason kom liingað með Vaagen úr ferð siuni vestur og norð- ur um land, er hann fór með Thyru síð- ast; átti á þeirri ferð fundi með bjargráða- nefndum og hjelt týrirlestra um bjargráð og bindindi. Austri, blað Austfirðinga, er nú endur- vaknaður, miklu stærri en áður; kemur út á Seyðisfirði sem fyr. Eigandi er Otto Wathne, en ritstjóri Skapti Jósepsson fyrv. ritstj. Norðlings. Dáinn 13. þ. m. GHsli Felixson á Stór- hofi í Rangárvallasýslu; „hann var á ferð suður að Garðsauka 2 dögum áður og datt af hestbaki, er liann fór til baka, í túninu á 144 vakir í hana með bökkum og nær landi. En bolurinn var allur vel hcldur. Þeir gengu nú ofan að ánni, og voru að spjalla saman. Helgi var einna fálátastur. Þar sem þeir komu að ánni, var bakki nokkur að henni, og hjarnblandin ísskör með fram bakkanum. Þar fyrir framan var vök eptir ánni, á að giska álnarbreið, þar sem hún var mjóst; upp eptir og ofan eptir að sjá var liún breiðari. Skarirnar að vökinni voru ekki mjög. hálar, en þykkar voru þær og sterkar. „Hjer er ágætt yíir“, sagði Bjarni og stökk vestur yfir vökina, og varð þannig fyrstur yfir hana; Jón yngri og Helgi stukku þegar á eptir honum. Jón eldri varð dálítið seinastur; hann var ragastur við ísinn, og efaði sig að stökkva. Loksins rjeð hann til og stökk yfir og náði vel yfir á meginísinn. En þá var Bjarni þar fyrir og tók á móti honurn, svo að liann fótaði sig ekki, en hrataði öfugur ofan í vökina aptur og hljóðaði við. En hann sökk ekki þegar; nann náði með olboganum og hinni hendinni á vakar- barmana, og stóö svo upp úr höfuðið og herðarnar. Um leið sagði ilann blíðari í máli en hann hafði nokkurn tíma áður verið: „Guð hjálpi mjer; því gerir þú að tarna, Bjarni minn“. 141 „Eu svo hefur fjandinn hlaupið í Jón, svo liann kennir mjer um allt saman, og er svo reiður, að ef hann verði tekinn, segist liann skuli ausa úr sjer öllu þessu, sem hann hefur snuðrað upp um það Kálfagerðisfólk og svo okkur, sem getur orðið okkur óþægilegt eins og þú skilur“. „Ekki líst mjer á það“, svaraði Bjarni og dró seim- inn við. „Jeg sje ekki nein ráð til að losast við þetta klúð- ur, nema við höfum einhver ráð með það, að láta hann þegja, Bjarni minn, það má til að drepa hann“. „So-o? ætli það?“ „Já, viltu heldur verða tvihýddur og marghýddur og ærulaus, lieldur en að vinna á strákóþokkanum ? Það má til að drepa hann; en jeg treysti mjer ekki til þess, jeg er svo hjartveikur". „Ja-á, jeg sje það má til“. „Jeg veit jeg gæti nú fengið Einar í Fjósakoti til þess að vinna á stráknum, en liann er svo kjöptugur, að það er ómögulegt að trúa konum fyrir neinu, svo að það sje vel óhætt. Jeg verð því að biðja þig, Bjarni minn, að gera gustukaverk á okkur, og vinna á hon- um“. „Mig? og hvernig? jeg ræð ekki við hann einn!“ „Nei, jeg skal nú segja þjer livernig það er lagað;

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.