Þjóðólfur - 04.12.1891, Side 4

Þjóðólfur - 04.12.1891, Side 4
236 Til vesturfara. Eins og að undanförnu annast jeg um fólks- flutninga til Vesturheims fyrir hönd „Allan-línunn- ar“, og verður sent heinlínis skip næsta sumar eptir fólkinu, eins og að undanförnu, ef nógu marg- ir hafa pantað far hjá mjer eða agentum mínum svo tímanlega, að jeg fái að vita tölu Jieirra, er ætla að flytja til Vesturheims með minni línu, í -síðasta lagi með apríl-póstum í vor komandi-, ept- ir þann tíma verða engir innskrifaðir, en fiutt verð- ur fólk, þótt BÍðar gefi sig fram, ef rúm í skipinu og aðrir hentugleikar leyfa. Það er því áríðandi fyrir þá, er vilja og geta húist við að eiga víst far með fólksflutningaskipi því, er línan sendir beinlínis eptir vesturförum, að panta pláss lijá mjer eða agentum mínum i tíma fyrir sig og fólk sitt, þar þeir sitja fyrir þeim, er síðar gefa sig fram, ef pláss verður ekki nóg á skipinu. Ekkert áskriptargjald eða fyrirframborgun er tekin af neinum, einungis verða þeir að panta far- ið í tíma sem vilja, annaðhvort slcriflega eða munnlega hjá mjer eða agentum mínum, og tiltaka, f'yrir hvað marga þeir panta pláss. Eins og vant er verður góður túlkur með skip- inu, og fer með fólkinu alla leið til Winnipeg. Herra Baldvin L. Baldvinsson (innflutninga- agent stjórnarinnar í Manitoba) sjer fólkinu fyrir vinnu, þegar þangað kemur. Þar hefur verið mikil ekla á vinnufólki í sumar sem leið. Parbrjef fást til hvaða staðar sem er (járn- hrautarstöðva) í Canada eða Bandarikjunum. Allir, sem vilja fá upplýsingar um ferðina og þann útbúnað er þeim er nauðsynlegur o. fl., ættu að lesa nr. 2—3 af hinu nýja blaði „Landneminn“, sem sendur er út með „Ejallkonunni“; eru þar allar nauðsynlegar bendingar því viðvíkjandi. Svo íljótt sem unnt er, eptir að jeg hef fengið skýrslur um, hvað margir hafi pantað far hjá agentum mínum, mun jeg auglýsa, nær línan send- ir skip eptir vesturförum að sumri, og á hverjar hafnir það kemur til að taka þá. Keykjavík, 30/n ’91. Sigfús Eymimdsson, 441 útflutningastjóri. Fataefni ágætt, fæst með niðursettu verði til jóla 442 í verslun Sturlu Jónssonar HÚS TIL SÖLU í bænum. Ritstj. vísar á seljandann. 443 Laukur, epli, vínþrúgur, sultetau, sömuleiðis í dósum: perur, aprieos, ana- nas, humrar, sardínur, ostrur fást í 444 verslun Sturlu Jónssonar. 445 Skófatnaöur fæst hvergi hetri eða ódýrari en hjá ltafni Sigurðssyni. Nægar birgðir af vatnsstígvjela- áhurði hjá sama. Haframjöl og overheadmjöl fæst í 446 verslun Sturlu Jónssonar. Hentugar jólagjafir. Ymis konar glysvarningur nýkominn, mjög hentugur til jólagjafa; einnig margs konar hlutir, með niðursettu verði, sömul. hentugir til jólagjafa fást í 447 verslan Sturlu Júnssonar. T O M B Ó L A iðnaðarmannafjelagsins verður hald- in 14. og 15. þ. m., og eru því Jieir, er ætla að láta eitthvað af hendi rakna, beðnir að koma því til einlivers af áður undirrituðum forstöðumönnum. Ekta anilínlitir ö •rH r—4 fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og P •rH í verslun & ö tí CS Sturlu Jónssonar K ce Aðalstræti Nr. 14. frF w T!ú'i5r 449 • Fundur í Stúdentafjelaginu annað kveld kl. 8V2. 450 Hollenskur ostur, og fleiri ostateg- undir fást í 451 verslun Sturlu Jónssonar. Eigandi og áhyrgtarmatur: ÞOELEIFDR JÓNSSON, cand. phil. SUrifstofa: i Bankastrœti nr. 3. Fj elagsprentsmiflj an. 186 kennslustofu; við sátum inni í innra herberginu og töl- uðum um erindi mitt og um skólana yfir höfuð; þaðan leiddist talið að högum hennar nú ogfyr; meðal annars talaði hún um mann þann, sem hún áður var trúiofuð; það leit út fyrir, að henni væri mjög annt um hann. konu lians og börn. „Lítið þjer á þessar tvær iitlu stúlkur með ljóst hár, í grænum kjólum“, sagði hún, um leið og hún sýndi rnjer skólastúlkurnar í ytra herberginu gegn um rúðu á hurðinni; „þær eru dætur hans . . . sýnist yður ekki þær líta vel út? . . . Það var sannkallaður hátíðis- dagur fyrir mig, þegar þær komu hingað í fyrsta sinni, og það er mjer jafnan sönn ánægja að kenna þeim ... þær eru svo elskar að mjer og brosa eins blíðlega til mín, eins og hann gerði forðum. Jeg tók vel eptir svip hennar, er hún sagði þetta, en jeg gat ekki sjeð, að hann breyttist nokkuð. Hún sagði mjer í trúnaði frá ýmsu, þar á meðal, liversu þungbært það var fyrir hana að slíta trúlofun sinni, en um leið fullyrti hún, að hún hefði þó verið svo ánægð með sjálfri sjer út af því, að hafa gert þetta, að það hefði fullkomlega vegið upp á móti sorg sinni. Það er ekki nóg fvrir manninn“, sagði hún, „að kona hans er honum trúr ráðanautur og áreiðanleg stoð fyrir hann; hún verður einnig að vera prýði fyrir heim- 187 ili lians. Það er ekki nóg, að hún sje góð og hrein sem gull; hún verður einnig að hafa tii að bera ljóma og fegurð gullsins. Guð er eigi að eins uppspretta lífsins, lieldur einnig fegurðarinnar“. Það var eins og eitthvað guðdómlegt í svip og lát- bragði hennar, er hún sagði þetta. Það var hetja, gyðja, sem jeg hafði fyrir framan mig. Rjett á eptir fór jeg burtu, en þegar jeg var kom- inn út, tók jeg eptir því, að jeg hafði gleymt hönsk- unum mínum inni hjá henni, sneri því aptur og var að vörmu spori kominn inn í innra herbergið, en þá bar þar fyrir mig allt önnur sjón en sú, sem jeg hafði sjeð þar rjett á undan. Alma sat við lítið saumaborð; hún studdi báðum olnbogunum á borðið og hjelt háðum höndunum fyrir andlit sjer. Hún hvorki heyrði nje sá til mín; en jeg heyrði hana gráta með ekka og tárin flutu fram á milli fingranna, er hún hjelt fyrir augunum, og þessi tár fjellu þungt niður á nokkur gömul hrjef, sem lágu á borðinu. Án þess að ónáða hana tók jeg hanslcana mína og gekk þegjandi burtu; en áður en jeg fór, hneigði jeg mig dýpra en áður. Áður hafði jeg fundið hana göf- uga sem lietju og gyðju — nú fannst mjer hún enn göf-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.