Þjóðólfur - 24.12.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.12.1891, Blaðsíða 1
Kemur út á. föstudög- uui -- Verö árg. (60 arka) kr. Krleudis 5 kr. — B°rgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÖLFUR Uppsögn skrifleg, bundin viö ó,ramöt, ógild uema komi til útgefanda lyrir 1. októbor. Ileykjavík, fimmtudaginn 24. dcsemfier 1891. Nr. 60. XLIIÍ. árg. íijer með auglýsist, að jeg hef selt herra prestaskólakandídat Hannesi Þorsteinssyni eignar- og útgáfurjett að blaðinu fujóðólfi, og tekur hann við ritstjórn þess með næsta blaði. En all- ar útistandandi skuldir fyrir f^jóðólf borgist til mín. Jafnframt því sem jeg þakka hinum mörgu, sem á einhvern hátt hafa stutt blaðjð, fyrir vel- vilja þann og stuðning, sem þeir hafa mjer og blaðinu í tje látið þau 6 ár, sem það hefur verið í mínum höndum, bið jeg menn að sýna eptirmanni mín- um sama velvilja, sem þeir hafa tájer sýnt. Þorleifur Jónsson. Um kosti ensku, frönsku og þýsku fyrir íslendinga. Eptir dr. Jón Stefánsson. I. Litil þjóð, sem þykist sjálfri sjer nóg, er sjálfbyrgingur, hlýtur að horast andiega, að jeg ekki segi deyja úr hor. Því litilmagninn verður ætíð að sníða sjer stakk eptir þeim, sem hafa meira verk- svið og verksvit og víðari sjóndeiidarhring. Annars verður hann eins og álfur í hól. Að veita andlegum straumum inn til sni er því ein af lífsnauðsynjum lítifiar þjóðar, og það er einmitt þjóðlegt, þjóðlegra en að standa í stað og glápa á fornöldina. Enginn hefur brugðið Jóni Sigurðssyni um, að hann væri óþjóðlegur, og sagði hann tý, að ef íslendingar ekki vildu fylgja rás tímans (sem rennur á Englandi, Frakk- landi 0g Þýskalandi), þá mætti eins vel senda þá þegar til Hafnar og ala þá á forngripasafninu þar. En úr því oss hefur nú ekki dagað ; uPPi, þá er mjer spurn: hverjir straumar eru oss hollastir, enskir, franskir eða þýskir ? Danir koma hjer lítt til greina, því þeir tyggja svo margt eptir hinum. Á söguöldinni sóttum vjer íslendingar hið lifandi vatn beint til Englands, Þýskalands og Frakklands, en ekki til Danmerkur, og var þó örðugra þá en nú. Svo gerðu Jónas og Bjarni og svo munu íslendingar gera eða geta gert, að minnsta kosti enn í dag. Allir andlegir straumar eru klæddir búning mannlegs máls. Málið, sem hef- ur að geyma liið lifandi vatn, verður að lærast áður en vatninu verður veitt. Enska, franska og þýska bera liöfuð og herðar yfir öll mál, sem nú eru uppi. Straumar tímans renna í þeim; þau eru árbakkar þeirra. Nú búa enskumælandi menn næstir oss á tvo vegu, að suðaustan og að suðvestan. Þvi Grænlendingar' og Færeyingar koma hjer ekki til greina. Af legu lands vors leiðir þá, að meiri samgöngur og viðskipti ættum vjer að hafa við enskumælandi menn en nokkra aðra, enda eru góðar horfur á með viðskipti við þá, sem stend- ur. Straumar þeir, sem renna frá hinu unga og nýja íslandi í Manitoba og Dacota lieim til Fróns, ern enskir. Áttungur ís- lendinga býr í enskum löndum og margt frækorn berst frá þeim heim til íslands. Hjer við bætist atriði, sem mikils er um vert. Nú (í árslok 1891) er svo komið, að fjöldi þeirra manna, sem eiga ensku að móðurmáli, er jafnmikill og fjöldi þeirra, sem eiga þýsku að móðurmáli, þegar frönsku- mælandi mönum er bætt við þá. Hvorir um sig er 120—125 milljónir. Manntal var tekið í Bandaríkjunum í júlí 1890, í Bretaveldi í apríl 1891, á Þýskalandi í árslok 1890, á Frakklandi og í Austur- ríki fyrir skömmu. Eru því nákvæmar skýrslur til. í fyrra dó í Munchen á níræðisaldri hinn ágæti rithöfundur og skarpskyggni guðfræðingur, forustumaður þeirra róm- versk-kaþólskra manna, sem ekki vilja þýðast óskeikulleik páfaDS, Döllinger. Hann sagði við enskan prófessor, sem hitti liaun, að engir andlegir straumar lægju sjer svo mjög á hjarta sem þeir, er ríktu í ensk- um bókmenntum, þvi að jeg held, sagði hann, að áður langt um líður, verði enska aðalmál allra menntaðra þjóða; hin ágæt- ustu rit á því máli munu aldrei fyrnast. Þetta sagði sprenglærður og kaþólskur Þjóðverji. En lítum nú á, hvort fjölgun enskumælandi manna er mikil í samanburði við fjölgun annara þjóða. Samkvæmt Clxeysson: La qiiestion de la popidation en France et á Vétranger (mann- fjölgun á Frakklandi og í öðrum löndum) voru enskumælandi menn 1801 21 miiljón, frönskumælandi 31V2 °S' þýskumælandi menn 30 milljónir, Rússar 31 milljón, Spán- verjar 26, Ítalír 151/* og Portugalsmenn 7 milljónir. Þessar 7 tungur voru móður- mál hjer um vil 162 milljóna árið 1801 og var tæplega 13 af hundraði enskumæl- andi, en rúmlega 16 spönskumælandi, 18,4 þýskumælandi, 18,« rússneskumælandi og 19,o frönskumælandi. Nú mæla 400,000,000 að því er talið er, á þessar tungur og eru af þeim enskumælandi tæplega 125 milljóuir eða 31 af hundraði. Um 50 milljónir mæla nú frönsku, þýsku rumar 70 millj., spönskn 40, rússnesku 70, ítölsku 30 og portú- gölsku 13 millj. Enskumælandi menn hafa nærri sexfaldast og eru jafnmargir og Frakk- ar, sem ekki hafa tvöfaldast, og Þjóðverj- ar, sem hafa gert litið betur en tvöfald- ast, samanlagðir. Og þetta hefur orðið á, 90 árum, og fer vaxandi. Auk þess er enska hið eina mál, seni 3—4 milljónir Asíubúa og Afríkubúa kunna eða þekkja auk móðnrmáls síns; hún teng- ir þá við meuntunina. Nú ræður að líkindum, að því fleiri sem hinir enskumælandi menn eru, því meir munar um fjölgun þeirra. Þess vegna getur ekki hjá því farið, að árið 2000 verða hiu málin eins og eyjar í enskn reginliafi, sem nær yfir mestallan jarðar- hnöttinn. Enskan drottnar á hafinu og í alheims- versluninni. Meir en helmingur allra skipa í heiminum er eign Englendinga. Látum svo vera. En er málið skyldara oss og nákomnara, er það þýðingarmeira fyrir oss en franska og þýska? Það stoðar lítið, þó hljóðbreyting öll sje líkari í forníslensku og fornensku en í nokkrum öðrum málum (brotningar og klofningar [ja, jo)] sum hljóðvörp) eins og liinir ágætu þýsku málfræðingar Kluge og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.