Þjóðólfur - 24.12.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.12.1891, Blaðsíða 2
246 Joli. Schmidt hafa tekið fram (í Grundriss d. germ. Philol. og í Gesch. d. indogerm. Vokalismus). Hitt er meira vert, að enn í dag er setningaskipun, orðaskipun, orða- lag og orðatiltæki svo nauðalíkt með ensku og íslen'sku, að danska og sænska standa optast fjær íslensku en enskan, þegar að er gætt. Líti menn í orðabók Sábyes (Dansk Retskrivningsordbog, 1891); meir en helmingur af öllum algengustu orðum í dönsku er lánaður úr lágþýsku á miðöld- unum. Og líkt er um sænsku. Þýska- land var menntabrunnur fyrir Danmörk; Oldenborgarættin og hirðin skildi lengi vel ekki dönsku og þýskan sat í hásæti fram á þessa öld. Af þessu má sjá, að enska er oss eins nákomin fyrir það, þó Vilhjálm- ur bastarður hafi borið í hana tjölda af frönskum orðum. Hún er enn í dag ís- lenskari en nokkurt mál, að Norðurlanda- málum undanþegnum, og þó í sumu þeim islenskari. Enska er auðugra mál, á fleiri orð í eigu sinni en nokkurt annað dautt eða lifandi mál. Hún á fyrir flestar hugmynd- ir 3 orð, nfl. fornenskt, franskt og latn- eskt orð. Kemur þetta til af því, að hin ágætustu mál hins nýja tíma, hin róm- önsku og germönsku mál, hafa vökvað sjer blóð og látið það renna saman, hafa hundist í fóstbræðralag á Englandi. Jacob Grimm ritaði 1852 (í Úber den Ursprung der Sprache): „Aðalskáld hins nýja tíma andspænis fornöldinni, Shakespeare, orti á ensku, enda virðist forsjónin hafa ætlað því máli að drottna yfir allri jörðinni, því ekkert mál er jafnauðugt og skynsamt og kröptugt og það er“. Hvað ætli Jacob Grimm segði, ef hon- um yrði litið upp úr gröf sinni og hann sæi, hvernig vöxtur og vegur enskunnar :fer dagvaxandi? (Meira seinna). Eldur kom upp hjer í bænum á laugar- dagskveldið var í geymsluhúsi járnsmiðs Þorsteins Tómassonar; þar er undir lopti smíðaklefi og var gengið frá olíulampa, sem hjekk neðan í loptinu, án þess að slökkt væri á honum; en þegar að var komið aptur að vörmu spori, var kviknað í klefanum og eldurinn læsti sig óðara upp i hey, sem var uppi á loptinu. Eptir skamma stund tókst slökkviliðinu að slökk- va eldinn; húsið skemmdist talsvert og heyið sömuleiðis. Prjedikanir í dómkirkjunni á hátíð- unum: Aðfangadagskveld jóla: sjera Rikarð Torfason. Jóladag kl. IX: Biskupinn. Jóladag kl. V/2 (dönsk messa): Dómkirkjuprestur- inn. Annan dag jóla : Dómkirkjupresturinn. Gamlaárskveld: kand. Sæm. Eyjólfsson. Nýársdag: Dómkirkjupresturinn. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri ltosta 2 a. (þakkaráv. 3 a hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. X dag1 sel jeg með niðursettu verði alls konar gull- og silfnrstáss, vasaúr, úrkeðjur, gleraugu og s a u m a v j e 1 a r n a r, þessa ágætu kjörgripi, sem ættu að vera á hverju heimili, því þær eru betri en nokkrar aðrar saumavjelarj sem nú eru i brúki. Úrverslun lteykjavíkur, Suðurgötu nr. 13. 479 Teitur Ingímundarson. í Reykjavíkur Apóteki fæst: Sherry fl. 1,50. Portvín hvítt 2,00; do. rautt 1,65. Malaga 2,00. Madeira 2,00. Pedro Ximenes 3,00. Whisky 1,90 (10 fl. í einu 18,00). Cognac 1,25. Akvavit 1,00. Rínarvín 2,00 pr. fl. VINDLAR: Renommé kassinn 4,00. Nordenskjöld 5,50. Donna Maria 6,50. La Zagala 5,50. Brazil. Floxver 7,50. La Carolina x/2 kass. 4,00. Cigarettur búntið 0,20. Nýkomið: Mikið af ýmis konar ilm- vötnum (Eau de Cologne og Essenser) í gl. frá 0,75 til 2,25. 480 Vín og vindlar frá Kjær & Sommerfeldt fást hjá 481 Stgr. Johnsen. • Ekta anilínlitir •pH -fH. fást hvergi eins gððir og ódýrir eins og sr p í verslun p ö ^■4 C8 Sturlu Jónssonar K c3 Aðalstræti Nr. 14. h—- 44 írf- M* •JTITIUJIIUX; BDiat 482 • ” .A.ðalfundur ekkjusjóðs lteykjavíkur verður haldinn 2. jan. kl. 4 e. m. í leik- fimishúsi barnaskólans. 483 „Sameiningin“ fæst hjá Sig. Kristj- ánssyni í Reykjavík fyrir 2 kr. árg. í átta blaða broti. Sjerlega vönduð að öllum frá- gangi. 384 T^Týpreutaðui' leiðarvísir til lífsábyrg-ðar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um lífsábyrgð. 485 Ljósjarpur hestur, dekkri á fax og tagl, með siðutökum, og marki: standfj. aptan vinstra, hefur tapast frá Vatnsleysu 12. þ. m. Hver sem kynni að finna þennan liest, er vinsamlega beðinn að koma honuin til Stefáns Pálssonar á Vatnsleysu eða til Árna Friðfinnssonar í Hafnarfirði. 486 ^E’apast hefur í sumar íkringum 6. júlí mósgrátt mertryppi tvævett, ómarkað með dökkri mön ept- ir baki, kollrakað af faxi og tagli. Pinnandi er beðinn að gjöra Samúel Jónssyni i Rauðbarðarholti í Dalasýslu aðvart sem allra fyrst. 487 - * Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu handa alþýðuskólum. Eptir Halldór Briem. Kostar í bandi 90 aura. — Ætti að vera kennd á öllura barnaskólum. — Aðalútsala í hökaverslun Sigurcfar Kristjánssonar. 488 Til athugunar. Jjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum af Brama-lífs-elixír lir. Mansfeld-Bullner & Lassens, sem ijöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem marg- ir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á ekta glösunum, en efnið í glösum þeirra er elxki Branxa-lífs-elixir. Vjer höfum um langan tíma reynt Mansfeld-Búllner & Lassens Brama-lífs-elixír, og reynst hann vel, til þess að greiða fyrir meltingumi^i og til þess að lækna margs konar maga- veikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega heilsusömum bittcr. Osa þykir það uggsamt, að þessar óekta ept- irlíkingar eigi lof það skilið, sem frum- semjendurnir veita þeim, úr því þeir verða að prýða þær með nafni og einkennis- miða alþekktrar vöru, tii þess að þær gangi út. Harboörc ved Lemvig. Jens Chr. Knopper. Tomas Stausliom. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Nies Chr. Jensen. Ove lícniúk Bruun. Kr. Srned Bönand. I. S. Jensen. í";; : Gregers Kirk. L. Dahgaard. ýjE,; Kokkensberg. N. C. Bruun. j- fí I. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Pausen. L. Lasscn. Laust Cbr. Christensen. Chr. Sörensen. 489&J N. B. Niesen. N. E. Nörby. Bigandi og ábyrgfiarmaðnr: ÞORLKIFXJR JÓNSSON, cand. phil. Shrifstofa: i Bankastrœtl nr. 3. Fjelagaprentamiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.