Þjóðólfur - 08.01.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.01.1892, Blaðsíða 1
Kemur Ut 6. föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Krlendts 5 kr. — Borgist fyrir 15. JdlJ. ÞJÓÐÖLFUR Dppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIV. árg. Um hluttöku safnaða í veitingu brauða. Fá eða engin ný lög frá síðari árum hafa vakið jafnmikla eptirtekt, sem presta- kosningarlögin 8. janúar 1886. Fátt hef- ur mönnum orðið tíðræddara um og fátt hefur orðið fyrir svo misjöfnum d^mum, sem þessi lög. Sumir vilja jafnvel telja þau einhverja liina stórkostlegustu réttar- bót, er íslendingar hafa fengið um langan aldur, en sumir vilja á hinn bóginn halda því fram, að þau hafl engar bætur ráðið á hinu eldra fyrirkomulagi, heldur miklu fremur gjört „vont verra“ og séu yfirhöf- uð óhafandi. Hvorug þessara andstæðu skoðana er rétt eins og gefur að skilja. Lög þessi eru talsverð réttarbót, en ekki ýkja mikil enn sem komið er. Þau hafa sína kosti og sína galla sem flest annað. Kostirnir eru einkum þeir, að söfnuðunum er nú veittur réttur til að ráða nokkru um úrslit þess máls, er fremur flestu öðru hefur ósegjanlega mikilsverða þýðingu fvrr ir þá sérstaklega, og þessi réttur er þVí alls ekki lítilsvirði. í samanburði við hið forna fyrirkomulag, þá er veitingarvaldið hafði öll ráðin í þessu máli, má skoða þennan rétt safnaðanna sem allmikla end- urbót. Aðalkostur prestkosningalaganna er því fólginn í yfirfærslu þessa réttar frá veitingarvaldinu til safnaðanna, þótt ekki sé nema að nokkru leyti. Svo hafa lög þessi aðra kosti, sem þau ekki beinlínis bera með sér. Þau geta haft góð áhrif að ýmsu leyti. Það er t. d. ekki efamál, að þau hvetja presta og aðra, er þá stöðu ætla að velja, til að vanda hegðun sína og forðast allt, er getur hnekkt orðstír þeirra sem þjóna kirkjunnar. Enufremur geta þessi íög leitt til þess að vekja og glæða áhuga safnaðanna á andlegum efn- um. Þau eru vel fallin til að efla sjálf- stæðistilflnningu og eigin sannfæringu hvers einstaks kjósanda í söfnuðinum, með því að þau gefa honum kost á að taka þátt í þessu mikilsverða málefni hans, og þótt svo megi segja um öll kosningarlög, að þau geti miðað til að efla sjálfstæðis- sannfæringu hvers kjósanda, eru þó engin kosningarlög, er ættu að knýja menn frem- ur til að fylgja sinni eigin sannfæringu, heldur en einmitt prestkosningarlögin, því Reylgavík, föstudaginn 8. jannar 1892. að þess ber vel að gæta, að þegar söfn- uður velur sér prest, þá er það ekki sama, sem verið sé að velja mann í hreppsnefnd eða sýslunefnd — þótt áríðandi sé, að það val takist vel — heldur er þá að ræða um það val, sem snertir andlega velferð safnað- arins, ogíslíku vali er hver kjósandi siðferð- islega skuldbundinn til að greiða atkvæði sitt, samkvæmt því, er hann í hjarta sínu tel- ur bezt og happasælast guðsríki til efling- ar í söfnuðinum. Þetta á að vera hverj- um einum hugfast, er hann velur sér and- legan leiðtoga. Þá er að minnast á ókosti þessara laga. Þeir eru þó nokkrir. Aðalókosturinn er vitanlega sá, að veitingarvaldið hefur heim- ilað sér þennan nafnkunna útstrykunarrétt, þá er fleiri en 2 sækja um sama brauðið. Vér viljum alls ekki segja, að veitingar- valdið hafi enn sem komið er beinlínis vanbrúkað þennan rétt þvert ofan í ský- Iausa yfirlýsingu safnaðanna, en svo mik- ið er óhætt að segja, að það hefur ekki ávallt beitt þessu valdi sínu sem heppileg- ast eða alveg hlutdrægnislaust. Það er mörgum kunnugt. Með þessari tvískipt- ingu milli veitingarvaldsins á aðra hlið og safnaðanna á hina verða lögin hvorki heilt né hálft. Það er miklu eðlilegra og rétt- ara, að sá málsaðili, sem þetta varðar mestu — söfnuðirnir — hafi öll ráðin og megi velja um alla þá, er sækja um brauðin. Hvers vegna þarf veitingarvaldið að halda í tögliu, þegar söfnuðirnir eru búnir að ná handfestu á högldunum? Það er miklu réttara fyrir veitingarvaldið að sleppa alveg tökuuum. En það er víst ekki nærri því komandi. Það sýndi sig bezt, á þinginu í sumar, þá er verið var að ræða um, að veita söfnuðunum fullkominn rétt til að velja um alla umsækjendur. Frumvarp um þetta var samþykkt í neðri deild, en fellt í hinni efri, enda' mælti landshöfðingi sterklega móti þvi og flestir eða allir hin- ir konungkjörnu höfðu vist sömu skoðun. Ástæður þær, sem færðar voru gegn þessu frumvarpi í báðum deildum, virtust oss ekki neitt sérlega mikilvægar. Landshöfð- ingi tók það meðal annars fram, að þetta fyrirkomulag gæti ekki átt sér stað fyr en kirkjan yrði aðskilin frá ríkinu, en meðan það væri ekki, hlyti veitingarvaldið Nr. 2. að hafa hönd í bagga með söfnuðunum í brauðaveitingum, presturinn væri ekki að eins þjónn kirkjunnar, heldur einnig þjóð- félagsins o. s. frv. Reyndar kvaðst hann ekki halda svo mjög í þennan rétt, hvað sig sjálfan snerti, en hann væri ekki einn um hituna, því að biskup væri annars vegar, og kvaðst hann álíta, að sú hlut- deild i veitingu brauða, sem þeim báðum (landsliöfðingja og biskupi) væri áskilin, væri ómissandi eða nauðsynleg trygging fyrir því, að veiting brauðsins gæti orðið affarasæl m. m. Um þetta síðasta atriði eru líklega deildar skoðanir. Það er hætt við, að sinum augum líti liver á silfrið um það, hversu bráðnauðsynleg og aftarasæl þessi afskipti landshöfðingja — að minnsta kosti — haíi jafnan verið í þessu efni. Að söfnuðirnir megi ekki velja um alla um- sækjendur meðan ríki og kirkja sé sam- einað, þykir oss lítil ástæða, því að lands- stjórnin getur allt að einu liaft tilsjón með, hvernig presturinn stendur í stöðu sinni, þótt hún hafi enga hlutdeild í því að veita honum brauð. Hún getur eins eptir sem áður vikið honum frá embætti, ef hann reynist ekki hæfur til að liafa það á hendi, einhverra hluta vegna, fyrir- munað óhæfum mönnum að komast í þessa stöðu o. s. frv. En rúmið í blaðinu leyfir oss ekki að rekja ástæður þær, er færðar voru með og móti þessu frumvarpi á þing- inu. Hver sem vill kynna sér þetta efni nákvæmar getur Iesið umræðurnar um það í þingtíðindunum. Vér getum þó ekki stillt oss um að minnast á eina ástæðu, er landshöfðingi færði enn gegn frumvarpinu, af því að hún virðist hafa við nokkur rök að styðj- ast. Hún var sú, að helzt of margir ját- uðu, að prestkosningarlögin hefðu ekki reynzt svo vel, sem menn hefðu óskað og búizt við, og liver ástæða væri þá til að auka vald safnaðanna, þegar .þeir færu ekki vel með það vald, sem þeir hefðu fengið, og launa þeim það með því að auka vald þeirra. Þetta kann mörgum að virðast gild og næg ástæða til að veita söfnuðunum ekki frekara vald en þeir hafa fengið, en vér erum ekki þeirrar skoðun- ar. Það er satt, að lög þessi liafa mjög víða ekki náð tilgangi sínum og alls ekki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.