Þjóðólfur - 29.01.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.01.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Hrlendia 5 kr. — Borgist fyrir 15. jdli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn Bkrífleg, bundln viö áramöt, ögild nema komi til útgefanda iyrir 1. október. XLIV. árg. Reykjavík, föstudasinn 29. janúar 1892. Nr. 5. Strandferðir. Eins og kunnugt er voru svo ströng skilyrði fyrir styrkveitingu til gufuskips- ferða kringum landið sett inn i fjárlögin á síðasta þingi, að hið sameinaða danska gufuskipafélag vildi ekki ganga að þeim og kaus heldur að halda ferðunum uppi styrklaust af landssjóði. Ennfreinur lýsti Otto Wathne á Seyðisfirði því yfir í 7. tölubl. Austra 12. okt. f. á., að liann vildi ekki ganga að þessum skilmálum og ferða- áætlun fjárlaganna, en bauðst til að halda uppi strandferðum með öðrum skilmálum og samkvæmt ferðaáætlun, er hann sjálf- ur semdi. Það er nú eptir að vita, hvort samningar geta komizt á milli hr. Wathnes og landsstjórnarinnar samkvæmt þeim kost- um, er hann býður. En verði það ekki, er líklegt, að Wathne fari nokkrar ferðir ei að síður á eigin kostnað meðfram nokkrum hluta landsins eða gangi í sam- band við einhverja kaupmenn um að fara nokkrar ferðir eptir fastákveðinni ferðaá- ætlun. Yfirhöfuð er oss lífs nauðsynlegt að fátíðari strandferðir en gufuskipafélag- ið danska lætur oss nú í té, enda teljum vér víst að svo verði. Reynandi væri að leita samninga við Skota eða Englendinga til að takast strand- ferðirnar á hendur, og ef þeir vildu ganga að því auðvitað með talsverðum styrk úr landssjóði, þá er ekki örvænt um, að vér losnuðum alveg við danska gufuskipafé- iagið, er aldrei hefur verið sérlega vel þokkað af landsbúum. Það mundi varla vilja ieggja svo mikið í sölurnar til að halda strandferðunum, að það færi að keppa við Englendinga. Með síðustu ferð Lauru í haust var skrifað frá Liverpool, að einhver kaupmað- ur þar ætlaði að láta gufuskip ganga stöð- ugt milli Skotlands og íslands í sumar, er kemur, frá því í maímánuði til hausts, lík- lega til fjárkaupa og hrossakaupa og með- fram til vöruflutninga. Það er því von- andi, að verzlun Skota og Englendinga hér á landi fari heldur vaxandi en þverrandi, og að tíðari samgöngur verði milli vor og þeirra hér eptir en hingaðtil. Setjum svo, að gufuskip kæmi hingað frá Skotlandi regluiega á hálfsmánaðarfresti að sumrinu til, þá þyrftum vér ekki að kvarta leng- ur yfir saingönguleysi við útlönd og þá væri fremur líkindi til, að þetta skip feng- ist til að fara við og við á nokkrar hafn- ir kringum landið eptir fastákveðinni ferða- áætlun, auk þeirra ferða, er það færi bein- línis til fénaðarkaupa. Eptir því sem skýrt er frá í „Norður- ljósinu“ 22. des. f. á. bárust þær fréttir til Akureyrar með gufuskipi frá Stafangri, að gufuskipafélag nokkurt þar í borginni, hafi ætlað sér að koma á stöðugum gufuskips- ferðum milli Kaupmannahafnar og íslands í hverjum mánuði á tímabilinu frá 1. marz til 30. nóv. þ. á. og eigi skipið að koma við á flestum verzlunarstöðum eystra og nyrðra en þó ekki lengra vestur en á Eyja- fjörð. Liklegt er, að skip þetta eigi að koma við á Skotlandi aðra eða báðar leið- ir, þótt ekki sé það enn fullkunnugt. Verði þessu áformi framgengt, sem óskandi er, þarf norðausturhluti landsins ekki að kvíða sam- gönguleysinu þetta árið. En hætt er við, að danska gufuskipafélagið verði svo skæð- ur keppinautur þessa norska félags, að það treystist ekki til að halda hér strandferð- um til lengdar, því að reynslan hefur sýnt, að þetta danska fjárplógs auðmannafélag hefur ávallt gjört sér að reglu að setja á höfuðið með hlífðarlausri samkeppni öll smærri gufuskipafélög, sem hafa leitazt við að reisa einhverjar skorður við ofur- valdi þess og einveldi. Þessari reglu hef- ur það rækilega fylgt, að því er mælt er gagnvart öðrum dönskum gufuskipafélög- um, og sömuleiðis norskum og sænskum, er lialdið hafa uppi skipaferðum samhliða því. En livað sem þessu líður þá er svo mikið víst, að vér verðum á einhvern hátt að koma því svo fyrir, að þetta samein- aða danska gufuskipafélag verði ekki til lengdar eitt um hituna með strandferðirn- arhér. Vér verðum áðurlangt um líður að segja algjörlega skilið við þennan harð- stjóra, er nógu lengi hefur drottnað hjá oss. Þessi harðstjóri hefur getað boðið oss ailt hingað til, en ekki er séð, að svo verði jafnan liér eptir. Að vorri ætlun ætti landssjóður þó ekki að leigja skip frá útlöndum til þess- ara ferða, fyr en útséð væri um, að vér gætum fengið þær haganlegri á annan hátt. Þá mætti gjarnan reyna það, en liætt er við, að sú reynsla verði oss nokkuð dýr að minnsta kosti fyrst í stað. Þá er stund- ir líða er líklegt að landssjóður kaupi gufuskip. Auðvitað kostar það stórfé en það væri líka stóreign, er*gæti gefið mikinn beinan og óbeinan arð af sér, ef hyggi- lega væri á haldið. Greiðari, hagfeldari samgöngur á sjó og landi, það eru einhver hin þýðingarmestu framtíðarmál vor, það eru þau mál, sem þurfa bæði mikinn og góðan undirbúning og alvarlegrar íhugunar við. Um vörn á túnum. Eptir Sigurð Sigurðsson (frá Langliolti í Flóa). Eitt af hinu marga, sem aflaga fer í búnaðinum er það, hve túnin eru illa var- in fyrir ágangi af skepnum. Þetta viður- kenna að vísu margir í orði, en að sýna það í framkvæmdinni gengur allt erfiðara. Frá því að túnin eru tödd á vorin og þar til búið er að slá og hirða þau, er víðast livar eða alstaðar reynt að verja þau fyr- ir skepnum, en þá er líka öll vörn úti hjá allflestum til næsta vors. Upp frá því má svo að orði kveða, að allar skepnur standi á þeim dag og nótt, en þó einkum hestarnir. Þannig eru túnin sífelldum á- troðningi undirorpin, svo að segja af öll- um skepnum, frá því þau eru slegin og liirt og þar til þau eru undirlögð snjó og klaka; eru þau þá orðin rótnöguð og sum- staðar öll grasrót burt og eptir tómt flag. — Mestan usla og óskunda gjöra hestarn- ir túnunum, þegar þeim líðst að vera á þeim, sem jafuaðarlegast er nú, og aldrei er ef til vill jafn skaðlegt, að þeir nagi þau, eins og að haustinu. Hestarnir ganga mjög nærri rótinni (rótnaga) og rífa og slíta upp neðanjarðarstöngul jurtanna (Mel- lemstokken), sem er mjög skaðlegt, og því skaðlegra, sem margar af túnjurtum vorum ná ekki að fella fræ að sumrinu, en lifa á neðanjarðarstöngli, er ný jurt vex upp af næsta sumar. Þegar túnin eru rótnöguð á vatnið miklu hægra með að eyðileggja rætur jurtanna; það sígur niður í túnin, og þegar svo frost koma,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.