Þjóðólfur - 29.01.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.01.1892, Blaðsíða 4
20 Með hinni álitlegu peningaupphæð, er félagið hefur yfir að ráða, ætti }>að framvegis að geta kom- izt að enn betri kaupum á vörum yfirhöfuð, en það .hefur fengið hingað til. Bréfkaflar. Xorðurmúlasýslu (Pellum) 29. nóv. 1891: „Síð- asta sumar var fremur þurkasamt, en með jafn- dægrunum gekk til dæmafárra rigninga, sér í lagi i Snður-Múlasýslu og syðstu hreppum Norður-Múla- sýslu. Pyrstu dagana af október hljóp aurskriða á tún og engi á Víðivöllum fremri í Fljótsdal og gerði mjög tilfinnanlegan skaða, þvi að engjar eru þar litlar og tún sömuleiðis. Aðfaranótt liins 9. þ. m. gjörði snarpan byl, og fennti þá fé hér og hvar, mest á 3 bæjum i Eiðaþinghá. Sagt er að tveir menn á Efri-Jökuldal séu búnir að skjóta mörg hreindýr (allt að 40?)“. Þingeyjarsýslu (Höfðahverfi) 2. jan,: „Vetur- inn fremur harður. í dag versta stórhríð. Heilsu- far hér við fjörðinn bærilegt. Á Húsavík er tauga- veiki, að sagt er, og liggur Ásgeir læknir Blöndal þungt haldinn. Væri óskandi, að liann fengi fljótt góða heilsu aptur, því að aðsókn að honum er mikil, enda mun bann cinhver hinn duglegasti læknir bér um slóðir. Mælt er, að Eyfirðingar ætli sér að panta skip i vetur með matvöru, hvað sem úr því verður“. Snæfellsnessýslu (Olafsvík) 12. jan.: „Ákveð- ið er, að við stofnum hér sparisjóð sem taka á til starfa 1. marz þ. á. Ábyrgðarupphæðin er ein- ungis 1000 krónur, en frábrugðin öðrum slíkum stofnunum i því, að Vs af ábyrgðarfénu er lagður fram strax og sjóðurinn tekur til starfa, svo að hann geti þá byrjað jafnt á útlánum og að taka við geymslufé. Sjóður þessi er einungis stofnaður af meðlimum „Menningarfélagsins“. Fiskia/li var í góðu lagi i sumar, en haustver- tíðin brást að miklu leyti. Tíðarfar mjög stirt; fram undir jól sifelldir umhleypingar, en síðan opt norðanveður með fannkomu og miklu frosti“. Dalasýslu 17. jan,: „Héðan er ekkert fréttnæmt nema nú undanfarna viku hefur sifellt verið mold- hríð. Verzlunarfélag Dalasýslu hélt, nýlega fund sinn. Dað or i nokkurri (um 8000 kr.) Bkuld við Zöllner, sem kemur af hinu afarlága verði á sauð- fé i haust. Pélaginu verður haldið áfram, en þó eigi af Suðurdalamönnum, nema með því móti, að skipið komi inn á Hvammsfjörð. Margir vondaufir um, að Thor kaupm. Jensen komi hér aptur, og er sagt, að það muni eigi bryggja kaupmennina í Stykkishólini, enda ná þeir þá aptur verzlunar- mönnum þeim sunnan Hvammsfjarðar, er þeir hafa misst til Thor“. AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (pakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; meö ööru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út 1 hönd. Hvar fæst beztur skófatnaður? Hjá Rafni Sigurcfssyni, sem líka liefur birgðir af hinum alþekkta vatnsstígyélaáburði. 21 Stutt ágrip af íslenzkri mállýsingu handa alþýðuskólum. Eptir Halldór Briem. Koslar í bandi 90 aura. — Ætti að vera kennd á öllura barnaskólum. — Aðaiútsala í boimverzlun Sigurðar Kristjánssonar. 22 Ekta anilínlitir td trr fást byergi eins góðir og ódýrir eins og <“F P ''M í verzlun P s cð Sturlu Jónssonar £2 K 6ð Aðalstræti Nr. 14. 44 a w i-í UI)n«JH«« 23 • í haust var mér dregið hvítt gimhrarlamb með mínu marki: blaðstýft fr. h., standfjöður apt., tvö stig apt. vinstra. Þetta lamb á eg ekki, og bið þvi eigandann að gefa sig fram og semja við mig um markið, borga hirðinguna á lambinu og þessa auglýsingu. Árbæjarhjáleigu 4. jan. 1892. 24 Jón ltunólfsson. Fundur í stúdentafélaginu annað kveld kl. 8V2. __________________________________25 Nærsveitamenn eru bcðnir að vitja Þjóðólfs á afgreiðslustofu hans (Yeltusundi nr. 3). Eigandi og ábyrgðarmaöur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 18 til allrar óhamingju hafði hann gjört það, karitetrið, og svo gjörði hann hið sama, sem allir feður mundn hafa gjört, þegar svona stóð á. Hann varð reiður og bann- aði þeim harðlega að sjást optar, en það var mjög ó- hyggilegt, því að nú varð þeim fyrst fullkomlega ljóst, að þau gætu ekki hvort án annars Iifað. Svo grét hún allan liðlangan daginn og lét á sér heyra, að hún myndi eflaust dej(ja, en móðir hennar huggaði hana. „Vertu róleg, María mín", mælti hún; „þessi sótt er ekki til dauða. Ofurlítið skot og ástaharmur hlýtur að verða hlutskipti sérhverrar ungrar stúlku. Þetta er hættulaus barnaveiki, alveg eins og mislingar og tann- pína“. „Eg sé hann Friðrik minn aldrei framar“. „Láttu haun herða sig að ljúka við embættispróf sitt; þá getið þið trúlofast reglulega, þegar hann er orð- inn kandídat“. „Þá verð eg fyrir löngu komin ofan í jörðina“. „Hvílík fjarstæða! Þetta sagði eg einnig, þá er fyrsta trúlofunin mín fór út um þúfur“. „Mamma! hefur þú opt verið trúlofuð ?“ „Ójá! það held eg, þrisvar sinnum, barnið mitt, áður en eg átti hann föður þinn, sem þó var ófríðastur sýnum af öllum unnustum mínum“. 19 María andvarpaði. Hún hugsaði með sjálfri sér, að þetta mundi hún aldrei gjöra. Dagiun eptir laumaðist hún með bréf á pósthúsið, og í bréfinu bað hún unnusta sinn að leggja miða inn i trjástofninn, sem var holur, og þá mundi hann fá svar frá sér. Þetta gjörði hann einnig og holi trjástofninn varð þannig bréfaskrína elskendauna. Þessi bréf voru ekki löng en lipurlega stíluð og full af ástaþrá og svardögum um óbifanlega, eilífa tryggð o. s. frv. María hafði gjört gamla þjónustustúlku foreldra sinna að trúnaðarmanni sínum, og stakk hún bréfum hennar í trjástofninn, er hún snemnla á morgnana fór að sækja brauð í bakarabúðina, og þá tók hún um leið bréf Friðriks og afhenti Maríu það, er jafnan las þessa kærkomuu miða með lotningarfyllstu alvöru, eins og beztu prédikun. Við og við voru bréf þessi jafnvel í Ijóðum, og þá fannst Maríu, sem hún hefði aldrei fyr lesið nokkurn skáldskap jafnfagran og háfleygan sem þennan. En svo var það einhverju sinni, að ekkert bréf frá Friðrik var í trjástofninum, og bréf hennar hafði held- ur ekki verið tekið. Svo liðu tveir, þrír, átta dagar, og enn lá bréf Maríu óhreyft.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.