Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.03.1892, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 25.03.1892, Qupperneq 2
58 að það væri stórmikið unnið, ef einhver breyting til batnaðar gæti komizt á hana frá því sem nú er. Á þetta atriði verður að leggja mikla áherzlu, en þess gættu miðlunarmenn ekki nógsamlega 1889, og það var einmitt þessi tilslökun gagnvart hinum konungkjörnu, sem flestir utauþings og innan voru óánægðastir með, enda olli hún þvi að miklu leyti, að allt samkomu- lag fór þá út um þúfur. Það var þetta óheppilega ákvæði um skipun efri deildar, sem einkum varð miðlunarmönnum að fótakefli, og það stoðaði ekki,' þótt þeir slægju stryki yfir það aptur á síðasta þingi. Sundrungin var orðin svo megn og íiokk- arnir svo andstæðir hvor öðrum við þing- lok 1889, að engin von var um samkomu- lag á þessu þingi, þótt versta ásteytingar- steininum væri rutt úr vegi. Meðan efri deild er svo skipuð, að tala konungkjörinna og þjóðkjörinna þing- manna er jöfn, eins og nú er, er það for- setakosningin ein, sem ræður, livorir þar verða í meiri hluta, og þótt hinir þjóð- kjörnu hafi orðið það stöku sinnum, er munurinn svo lítill, þar sem ekki munar nema einu atkvæði, að hinum konung- kjörnu veitir mjög auðvelt að ná þessu eina atkvæði sín megin. Að minnsta kosti hefur stundum sú raunin á orðið. Þessi atkvæðamunur í efri deild þarf að vera miklu meiri. Hinir þjóðkjörnu ættu að vera þar helmingi fleiri en hinir. Þá væri ekki nein ástæða framar að leita neins samkomulags. Þá félli öll „miðlun“ af sjálfu sér. Þetta verða menn alvarlega að athuga. Nú viljum vér spyrja. Eru nokkrar líkur til, að þetta mikilsverða mál fái heppileg úrslit innan skamms eptir liinni núverandi deildaskipun alþingis? Jú, litl- ar að vísu en þó nokkrar, það er að segja ef konungkjörni flokkurinn — þessi gamli, órjúfanlegi Kínverjamúr á alþingi íslend- inga — hættir að einblína á vilja stjórn- arinnar í þessu máli og öðrum. Það er meira að segja nóg, þótt ekki taki sig fleiri en 2—3 út úr hópnum og sláist í lið með hinum þjóðkjörnu. Auðvitað yrðu þeir hinir sömu ekki kosnir aptur af stjórninni, en þá ættu hinir nýju, sem kosnir væru í þeirra stað, að reynast jafn- drenglundaðir og ósérplægnir. Þá fyrst sæi stjórnin, að hún hefði ekki fylgi lands- manna og mundi fara að gefa kröfum þjóðarinnar meiri gaum. Hver konung- kjörinn þingmaður, sem stjórnin hafnaði vegna frjálslyndra skoðana, gæti átt víst að verða kosinn í hverju kjördæmi lands- ins, er hann biði sig fram í. Því verður enn fremur alls ekki neitað, að margir konungkjörnir þingménn liafa opt komið mjög frjálslega fram í ýmsum áhugamál- um þjóðariunar og alls ekki fylgt stjórn- inni gegnum þykkt og þunut. Þessir menn eru mörgum kunnir og þvi óþarft að nafngreina þá. En aðalreglan hefur verið og er sú, að hinir konungkjörnu skoða sig sem nokkurs konar varðmenn, er stjón- in hafi sett til þess að halda í hemilinn á hinum þjóðkjörnu og gæta þess, að sem minnst yrði gert stjórninni móti skapi. Og þeir liafa flestir sannarlega staðið með trú og dyggð á þessum verði. Stjórnfylgis- ástæður þeirra geta verið af ýmsum rót- um runnar, t. d. af löngun eptir krossum og tignarmerkjum (krossasótt, sem kallað er), af hræðslu við óvild stjórnarinnar og sniðgöngu við skipun æðri embætta, af ótta fyrir að missa þingsetu, af þakklát- semi fyrir hina frábæru náð stjórnarinnar og tiltrú til þeirra o. m. fl., sem oflangt yrði að telja. Eu allar þessar ástæður eru í sjálfu sér mjög léttvægar og þýð- ingarlitlar, þá er þær eru skoðaðar alvar- lega, og vér getum því sannarlega ekki séð neitt því til fyrirstöðu, að þessi stjórn- arflokkur gangi í bandalag við hina þjóð- kjörnu í öllum áliugamálum þjóðarinnar. Einkum er þetta bandalag mjög áríðandi fyrir heppileg úrslit stjórnarskrármálsins, og vér hljótum því enn á ný sérstaklega að leggja áherzlu á þetta atriði: að eina ráðið til að fá máli þessu framgengt með hinni núverandi deildaskipun þingsins sé að leita samkomulags við hina konung- kjörnu á grundvelli neðri deildar frum- varpsins 1889, en ,þó því að eins, að þeir slaki miklu betur til gagnvart hinum þjóð- kjörnu en þeir gerðu þá, því að sams kon- ar miðlun eins og þá komst á óskum vér ekki eptir, enda má telja hana nú úr sög- unni. Stórisj ór. Svar hr. Þ. Thoroddsens í 24. tölubl. Þjóðólfs f. á. upp á grein mína í 19. bl. hans, um Stórasjó, sýnist ekki færa frek- ari sannanir á, að hann sé ekki til. Hinn háttvirti höfundur segir í grein sinni, að hann hafi nákvæmlega skoðað jökulinn í bezta veðri með sjónpípu, frá fjöllunum við Þórisvatn og tindunum við Tungnár- botna, og séð meir en þingmannaleið inn á jökulinn, og ekkert vatn séð á öllu því svæði. Eins og grein mín sýnir, hef eg ekki sagt, að Stórisjór ætti að vera upp á jökli, heldur liggja upp við hann og ná inn í hann að neðan, sem gamlar sagnir hafa sagt. Höf. segir enu fremur, að þeir Snorri Jóusson hafi báðir séð af Kerlingafjöllum 1888 sama vatnið, sem Snorri sá áður frá Arnarfellsjökli, og að hann liafi komizt að raun um árið eptir, að hafi verið Þórisvatn. Snorri segir, að hann hafi af Arnarfellsjökli séð Þórisvatn og Yeiðivötnin, og þar að auki vatn vest- an undir Vatnajökli; honum sýndist það langt og liggja frá norðri til suðurs. Þegar ,menn athuga ferðasögu hins háttv. höf. og uppdrátt hans í „Dansk geografisk Tidskrift" má sjá, að vel get- ur leynzt allstórt vatn neðan við jökulinn austur af Þórisvatni, þótt skoðað sé með sjónpípu af fjöllunum við Þórisvatn, því fjöll og hæðir vestan við jökulinn geta leynt því. Þar sem höfundurinn vitnar til lýsingar Sveins Pálssonar á vötnuuum, sýnist hún ekkert geta sannað, að Stóri- sjór sé ekki til, því liann var þar ekki nema mjög stutta stund, og þegar liann fann ekki stærra vatn en Litlasjó, var eðlilegt, að hann ímyndaði sér að það væri Stórisjór. Höf. ímyndar sér, að eg hafi ekki lesið alla ferðasögu sína. Eg hef lesið hana alla, og svo ferðasögur hans aðrar; þær eru bæði fróðlegar og skemmtilegar; hið eina, sem mér þykir þær vanta, eru upp- drættir; þó þeir liefðu kostað nokkuð var vel til vinnandi, því þeir hefðu skýrt svo söguna. Eg vil ekkert segja um, hvort Stóri- sjór sé nú til, en líklegast hefur hann verið það, og má vel ímynda sér, að jök- ullinn sé búinn að fylla hann upp að mestu, eða það, sem umgirt var jökli, og það, sem eptir er, liafi verið vatn það, sem Snorri sá frá Arnarfellsjökli. . Eg er vel samþykkur hinum háttv. höf. í því, að vatnið dyljist um stund uppi við Vatnajökul, þangað til einhver í framtíð- inui kann að finna það af hendingu. Hlíð 25. íebr. 1892. L. Guðmundsson. Fyrirhuguð amtaskipting. Eins og sést af síðustu Stjórnartíðindum hefur lands- höfðingi með bréfi 1. f. m. skorað á amt- manninn í norður- og austuramtinu að leita álits sýslunefndanna í Norður-Múlasýslu og Suður-Múlasýslu um sameiningu Austur- Skaptafellssýslu við austuramtið, og telur

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.