Þjóðólfur - 01.04.1892, Page 3
vorvi svo ósamkynja, -að sitt vildi liver,
enda láta kaupmenn ekki sitt eptirliggja
að sundra öllum samtökum, ef þeir sjá sér
nokkurn óliag í þeim“.
Yesturskaptafellssýslu (Mýrdal) 17.
marz: „Veturinn gekk hér í garð óvenju-
lega snemma, í miðjum nóvbr., og hefur
fénaður verið að mestu á gjöf síðanp þó
eru heybirgðir manna hér í sveit víðast
hvar nægar og skepnuhöld góð. Seint á
þorra brá til norðanáttar, svo að á sjó
gaf og aflaðist þá allvel, sumstaðar ágæt-
lega, stundum 70—80 í hlut á dag. Hæst-
ur hlutur er við Jökulsá og Dyrhólaey
rúm 400 og er það óvanalegt hér svo
8nennna. 9. þ. m. gerði hér aftaka norðan-
Veður með 20 stiga frosti, en ekki gerði
það neinn skaða hér. En frétzt hefur, að
allmiklir fjárskaðar hafi þá orðið í Álpta-
veri og Skaptártungu. Hrakti fé þar í
sjó og vötn og fraus í hel“.
Jökulhlaup. 13. f. m. kom hlaup úr
Skeiðarárjökli yfir allan Skeiðarársand,
og þykir líklegt, að það stafi af eldsum-
brotum í jöklinum. Ekki hefur enn frétzt
með vissu, að manntjón hafi orðið í lilaupi
þessu, en piltur úr Fljótsliverfi hafði lagt
á sandinn austur yfir, daginn áður en
hlaupið kom, og eru menn hræddir um, að
hann hafi ef til vill farizt í því. Póstur
frá Bjarnanesi var ókominn vestur yfir
og var haldið, að liann biði í Öræfunum.
Öll umferð um sandinn hefur teppzt
að minnsta kosti um hálfan mánuð eptir
hlaupið, og lengi á eptir verður hættulegt
að fara yfir hann sakir hvarfa eptir jökul-
jakana, er þeir þiðna ofan í sandinn.
Fiskisamþykktarhrey tingin, sem mönn-
um liefur verið svo tíðrætt um undanfarna
daga, var samþykkt í einu hljóði á sýslu-
nefndarfundi í Hafnarfirði 28. f. m. og
sömuleiðis á almennum fundi þar daginn
eptir, en staðfest af amtmanni s. d., svo
að fyrst í dag verður mönnum frjálst að
leggja net sín, en ekki höfðu allir þolin-
mæði til að bíða svo lengi, því að 7—10
formenn hafa lagt net í Leirusjó síðan 19.
m. og öfluðu mætavel í þau. Eru því
góðar horfur um fiskiafla nú sem stendur.
Sýslumaður er nú farinn suður til að halda
próf yfir sökudólgunum—samþykktarbrjót-
unum.
Prestkosning- í Ásum í Skaptártungu
er um garð gengin að nýju á löglegan
hátt. Fékk séra Sveinn Eiríksson á Kálfa-
fellsstað öll atkvæði, er greidd voru á
63
fundinum, en hinn umsækjandinn (kandídat
Hans Jónsson) ekkert.
Brauðaveitingar. 27. febr. veitti kon-
ungur Vallaneshrauð (sameinað við Þing-
múla og Hallormsstað) séra Magnúsi Bl.
Jónssyni í Pingmúla og Staðarhraunsbrauð
(sameinað við Hítarnesþing) séra Stefáni
Jónssyni í Hítarnesi.
Skaðar af ofviðri urðu allmiklir eystra
í vikuuni eptir nýárið. Brotuuðu gluggar
í húsum á Seyðisfirði, eu fjölda báta tók
upp og mölbrotnuðu sumir. Annarstaðar
fuku geymsluhús og stórt bræðsluhús á
Djúpavogi tók á sjó út.
Slysfarir. Brynjólfur Gíslason bóndi
á Syðri-Kvíhólma undir Eyjafjöllum varð
10. f. m. undir skipi og beið bana af. —
Kvennmaður frá Króktúni á Landi varð
úti milli bæja sunnudaginn 6. f. m. —
Maður að nafni Jón Gíslason frá Hofi í
Mjóafirði drukknaði 22. jan., rann fram af
klöppum í sjóinn.
Bruni. 9. f. m. brann baðstofuhús í
Káragerði í Útlandeyjum; var enginn karl-
maður heima og varð að senda á næstu
bæi eptir lijálp.
DÁNARSKRÁ.
Hálfdan Jóakimsson, fyrrum bóndi á
Grímsstöðum við Mývatn, andaðist að Þverá
í Laxárdal í Þingeyjarsýslu 23. ágúst f. á.
„Hann var fæddur þar í sveit 23. sept.
1808, missti föður sinn Jóakim Ketilsson
á unga aldri og ólst upp við fremur þröng-
an kost með móður sinni (Aðalbjörgu Páls-
dóttur), ásamt mörgum fleiri börnum, og
naut því litillar menntunar á því skeiði,
en eigi að síður náði liann af eigin ram-
leik, verklegri fjölliæfni, bóklegri þekking
í betra lagi af bæudum til og von bráð-
ar, sjálfstæðum góðum efnahag; tók liann
vorið 1833 nýbýli eitt á Fljótsheiði við
Bárðardal, er nefuist Brennuás, bjó þar 24
ár, gjörði vandaðan bæ upp úr flatreptum
kofum (er einyrki hafði fyrir 9 árum hróf-
að upp og hýrzt í) ræktaði nálega kýr-
fóðurstún upp úr gróðurlitlu holti, ruddi
og lireinsaði útengi af grjóti og sprekum.
Vorið 1857 flutti hann að Grímsstöðum við
Mývatn, bjó þar 17 ár, bætti að muu og
græddi út tún, og byggði upp flest hús,
nokkur af nýju. Síðau var liann þar sjálfs-
síns maður að meiru, þar til vorið 1889,
að hann fór til bróður síns að Þverá.
Hálfdan fylgdi vel tímanum, að því
leyti, að hann hafði sterkan hug á almenn-
ings heill og framförum; reglumaður var
hann, framsýnn og hollráður, tryggur vin-
um sínum og hjálpsamur. Hann var með
beztu fjárræktarmönnum enda samdi hann
að mestu einn „Fjárbækling“, er kom út
á Akureyri 1855.
Kona hans var Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir, (ý í okt. 1879), valkvendi að dagfari
og dugnaði.
Af 11 börnum þeirra lifir eitt: Jakob
borgari á Húsavík, upphafsmaður kaupfé-
lags Þingeyinga“.
Snorri Oddsson, merkur bóndi á Geita-
felli í Þingeyjarsýslu, dó fyrir skömmu.
Jóhann Þorkelsson bóndi í Mundakoti
í Stokkseyrarhrepp andaðist 17. f. m. kom-
inn yfir fimmtugt. „Hafði lengi verið
heilsulasinn einkum í vetur“.
Bessi Eiríksson, fyrrum bóndi í Skóg-
um í Fnjóskadal, andaðistl. febrúar 87 ára
gamall; hafði búið í Skógum um 50 ár og
var leugi ferjumaður á Fnjóská.
AUGLÝSINGA R
í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orö 15 stafa frekast; meö öðru letri eöa setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Nr. 29—80 úr „ísleiidingiu (yngra)
verður keypt háu verði á skrifstofu Þjóð-
ólfs. Enn fremur úr „Norðanfara“ þessi
númer: 14. árg. aukabl. 37—38 ; 17. 13
—14; 18. 5—6; 20. 51—54; 21. 15—16,
19—20, 27—28, 31—32; 22. 47—48; 23.
1—8 (incl.). 21. og 23. árg. verða einnig
keyptir heilir.
Sjósótt.
Eg hef verið mjög þjáður af sjósótt„
þegar eg hef verið á sjó, en öll læknisráð
og meðul þar að lútandi hafa verið árang-
urslaus. Eg keypti þá flösku af Kína-
lífs-elixír til reynslu, þegar eg varð sjó-
veikur, og eptir fáeinar mínútur var mér
að fullu batnað. Kína-lífs-elixírinn er
þannig að minni reynslu alveg óviðjafnan-
legt og óbrigdult meðal við sjósótt.
p. t. Kaupmannahöfn 177,2. 1891.
Páll Tliorkeisson.
Menn eru beðnir að athuga nákvæm-
lega, að á hverja flösku er skrásett vöru-
merkið: Kínverji með glas í hendinni og
verzlunarnafnib Valdemar Petersen, Frede-
y. p*
rikshavn, enn fremur á innsiglinu
í grænu lakki.
Fæst í öllum verzlunarstöðum á ís-
landi. 156