Þjóðólfur - 16.04.1892, Blaðsíða 1
Kemur út 4 föstudög-
um — Verð Arg. (60 arka)
4 kr. ErlendÍB 5 kr. —
Borgist fyrir 15. jtlli.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bundin
vií áramót, ögild nema
komi til útgefandafyrir 1.
® oktöber.
XLIV. árg.
Ileykjavík, laugardasinn 16. apríl 1893.
Nr. 18.
Skrípanöfn—Fleirnefni— Ættarnöfn.
(Niðurlag).
IV.
Sá ósiður að skíra börn fleirum en
einu skírnarnafni hefur mjög farið í vöxt
síðan 1855. Þá voru nærri 3 af hverju
hundraði karlmanna og 5 af hverju hundr-
aði kvennmanna, sem hétu fleirum en einu
nafni, en nú má gera ráð fyrir, að þessi
fleirnefni hafi fimmfaldast eða meir. Þessi
óvenja er komin hingað frá Danmörku
síðast á 17. öld. Hinni fyrsti íslending-
ur, er hét tveimur nöfnum, mun hafa ver-
ið Axel Friðrik Jónsson lögréttumaðar á
Hömrum í Grímsnesi, er var fæddur á
árunum 1673—76. Hann var son Jóns
Sigurðssonar eldra frá Einarsnesi, en móð-
ir hans var dönsk. Systir Axels Friðriks
hét Sesselja Kristín. Anna Soffla, dóttir
Lárusar lögmanns Gottrups, og Anna
Margrét, dóttir Lárusar sýslumanns Schev-
ings, er báðir voru af útlendum ættum,
hafa verið fæddar litlu fyrir 1700. Eru
þetta hin eiztu dæmi, er vér höfum um
fleirnefni liér á landi, en mjög eru þau
sjáldgæf á 18. öld. Það er fyrst á þessari
öld, að þau hafa komizt í algleyming, eink-
um næstl. 30—40 ár. Áður létu menn sér
þó nægja, að skíra börnin tveimur nöfn-
um, en nú þykja varla nægja færri en
3—4. Bráðum verður iíklega farið að
bæta 1—2 við þessa nafna-halarófu, svo
hún geti orðið viðlíka löng og hjá konungs-
settinni í Danmörku. Það er svo freist-
andi að sjá ávallt í almanakinu þennan
nafnafjölda á hverju konungbornu höfði.
Menn balda, að það hljóti að vera „fínt“
að láta börnin sín heita svona mörgum
nöfnum. Þessi ósiður ætti sem fyrst að
leggjast niður, því að auk þess, sem hann
er óþjóðlegur, verður honum ekkert talið
til gildis. Fleiri nöfn en eitt á sama
manni eru óþörf og tilgangslaus. Hér við
bætist og sá annmarki, að það er ekki
ávallt fyrra nafnið eða fyrsta nafnið af
fleirum, sem verður aðalnafn, eins og ætti
að vera, heldur opt hið síðara eða síðasta
af þremum. Þetta val er gert alveg af
handahófi annaðhvort af foreldrunum sjálf-
utn eða hlutaðeigandi fleirnefning, þegar
hann er kominn til vits og ára. Sumir
foreldrar virðast hafa nokkurs konar gam-
an af svonefndum víxlnöfnum á börnum
sínum t. d. Sigurður Jón, Jón Sigurður,
Bjarni Magnús, Magnús Bjarni, Katrín
Þórunn, Þórunn Katrín. Þessi nafnaleik-
ur ber óneitanlega nokkurn keim af sér-
vizku.
En þó keyrir fram úr hófi, þegar börn
eru skírð fullu fornafni og ættarnafni
annara manna opt óskyldra. Þessi af-
káraskapur hefur mjög farið í vöxt á síð-
ustu árum. Á fyrri hluta þessarar aldar
var slíkt mjög sjaldgæft. Hinn fyrsti, er
var skírður með ættarnafni hér á landi,
mun hafa verið Björn Tliorlacius kaup-
maður á Húsavík, son Halldórs biskups
Brynjólfssonar á Hólum. Hann var fædd-
ur 1743 og bar fullt nafn séra Björns
Thorlaciusar í Görðum móðurföður síns.
Nú á tímum eru uppi margir menn,
sem skírðir liafa verið ættarnöfnum ann-
ara manna, og hafa sumir þeirra tekið
upp þessi nöfn, sem ættarnöfn sín, þótt
þeir séu ekkert skyldir ætt þeirri, er þeir
hafa fengið skírnarnafn sitt úr. Þetta er al-
veg óhafandi venja. Skárra er þó að skömm-
inni til, að burðast með eitthvert ættarnafn
úr sinni ætt sem skírnarnafn. Það gerir þó
minna til, þótt hlutaðeigandi taki það upp
sem ættarnafn sitt. En i sjálfu sér er
afkáraskapurinn í því að skíra börn þannig
hinn sami, hvort heldur nafnið er tekið
úr ættinni eða ekki. Páll stúdent í Víði-
dalstungu, sonur Jóns stúdents Thoraren-
sens, var skírður Vídalín, og tók það sem
ættarnafn, og svo börn hans. En raunar
var hann kominn af ætt Páls lögmanns
Vídalíns. Aptur á móti er Jón Hjaltalín
Andrésson skóiastjóri á Möðruvöllum ekk-
ert skyldur Hjaltalínsættinni, og þó hefur
hann tekið upp þetta skírnarnafn sitt sem
ættarnafn. Séra Magnús Blöndal Jónsson
í Þingmúla, er heldur ekkert skyldur
Blöndalsættinni, en vér teljum sjálfsagt, að
hvorki hann eða alkomendur hans taki
upp Blöndalsnafnið sem ættarnafn sitt.
Heyrt höfum vér einnig sagt, að einhver-
staðar sé til hér á landi einhver Eggert
Briem og Ólafur Briem, er hafi verið
skírðir þessum nöfnum, en eigi þó ekkert
skylt við Briems ættina. Það er auðvit-
að, að þessir menn nefna sig þessum nöfn-
um og taka þau upp sem ættarnöfn. Páll
Vídalín, son Bjarna sýslumanns Magnús-
sonar á Geitaskarði, sem ekkert á skylt
við Vídalínsættina, virðist þó ekki ætla
að taka þetta nafn sem ættarnafn. Það
yrði oflangt að telja hér upp þá, er skírð-
ir hafa verið ættarnöfnum úr sinni ætt.
Margir þeirra eru kunnir menn t. d. Bogi
Thorarensen (Melsteð), cand. mag., séra
Jóhannes Lynge Jóhannsson á Kvenna-
brekku, læknarnir Davíð Scheving (Thor-
steinsen) og Guðmundur Scheving Bjarna-
son o. m. fl.1
En miklu hjákátlegri og óviðkunnan-
legri en þessi skírnarnöfn eru samt þau,
er enda á „son“, t. d. Þórður Sveinbjörnsson
(Gudjohnsen), Jón Árnason (Egilsen),- Jón
Hallsson (ísleifsson prests á Stað) o. s. frv.
Slík skírnarnöfn eru blátt áfram hlægileg
og jafnvel ósamboðnari tungu vorri en
hneykslanleg ónefni.
V.
Hvað ættarnöfn sérstaklega snertir, þá
höfurn vér ekki neitt sérlegt á móti þeim,
séu þau snotur og laglega mynduð og sé
þeim haldið óbreyttum af öllum ættmönn-
unum. Ættarnöfn eru ekki ýkja gömul
hér á landi. Vídálms nafnið er elzt (Arn-
grímur lærði, f 1648, tók sér fyrstur þetta
ættarnafn), þar næst Thorlacius nafnið
(synir Jóns sýslumanns Þorlákssonar) og
Bedis nafnið (Benedikt sýslumaður Bech,
f 1719). Einna óviðkunnanlegust er end-
ingin „sen“ í ættarnöfnum, enda er hún
ekki eldri en frá síðari liluta næstliðinn-
ar aldar. Lökust og mest villandi er þó
endingin „son“, af því að hún er optast
lmeigð sem föðurnafn væri. Þetta „son“-
ættarnafn er í sjálfu sér þýðingarlítið og
og hégómlegt. Oss finnst að hlutaðeig-
endur gætu alveg eins kallað sig syni
feðra sinna eins og syni afa sinna eða
annara forfeðra. Þeir eiga sammerkt
við svo marga hvort sem er, svo að þetta
ættarnafn þeirra gerir í rauninni engan
greinarmun á þeim og öðrum óskyldum,
er nefna sig syni feðra sinna eptir gömlum
og gildum íslenzkum sið. Th í staðinn fyrir
i) Skáldið Benedikt Gröndal mun ekki skírður
með Gröndals nafninu, að því er oss er frekast
kunnugt um.