Þjóðólfur - 16.04.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.04.1892, Blaðsíða 3
71 4* ' land í marzinánuði og írost mikil, að því er frézt hefur. í Jökulfjörðum t. d. varð kuldinn mestur 23—24° (R.). 20. f. m. Var hestis af Barðaströnd út í Svefneyjar og um tíma varð gengið allt út í Flatey. Úr Stykkishólmi mátti ganga inn á Skarð- strönd og upp á Skógarströnd og milii ílestra suðureyja. Er skrifað þaðan að vestan, að jafnmikil^ísalög haíi ekki kom- ið þar síðan „álptabanaveturinn“ 1859. Heylbirgðir manna eru viðast hvar tald- ar nægar. Þess er að eins getið, að efst á Fljótsdalshéraði hafi menn verið orðnir heylausir í byrjun f. m. ,Inflúenza (?). Eptir því sem skýrt er frá í „Þjóðviljanum unga“ 11. f. m. voru mikil veikindi meðal Norðmanna, er komu til Ellefsen hvalfaugara á Flateyri í febr. Voru 2 dáuir úr lungnabólgu, og talið Víst, að veiki þessfVæri „infiúenza“. Ameríkufcrðir. Úr Norðurmúlasýslu er skrifað 4. f. m. að engiun einasti mað- ur þar liafi við orð að fara til Vestur- heims. Slysfarir. 6. f. m. varð úti maður, Jón Ásbjörnsson að nafni, á leið úr ísafjarðar- kaupstað út í Hnífsdai, og maður drukkn- aði ofan um ís á Önundarfirði nokkru áður. ILúsbruni. Nóttiua milli 5. og 6. febr. brann eldhús hjá Stíg bónda Stígssyni á Horni á Hornströndum; hafði kvikuað í móhlaða. Brunnu þar ýmsir munir inni, en tvær kýr köfuuðu í fjósi, er var áfast við eldkúsið. Skaðinn metinn á 500 kr. (Eptir bréfi af Hornströndum 14. febr.). DÁNARSKRÁ. Ralldór Guðmundsson á Brfra í Svartárdal audaðist 22. febr. Hann var fæddur 1835 og voru foreldrar hans Quðmundur bóndi Jónsson á Brún, inerkismaður, og Ingveldur Jónsdóttir prests á Barði í Fljótuin (j- 1838) Jónssonar. Hann var alla ókvæntur og barnlaus, en bjó lengi á eignar- árjörð sinni Brún eptir föður sinn, og þar hús- ®aður siðustu árin. Um hann er oss skrifað pað- an að norðan: „Hann var einhver hinn ötulasti ffainfaramaður, hagsýnn, hjálpsamur og ráðholiur. I allri umgengni var hanu hinn ljúfasti og gest- risni var honum svo eiginleg, að hann taldi það sínar sælustu stundir, þá hann fengi að gleðja vini sína í húsuin sínum. Hans er þvi yfir höfuð mjög saknað sakir drenglyndis hans og mannkoBta11. (G. H). Jón Þórarinsson, fyrrum bóndi á Horni í Skorradal, andaðist á Grund i sömu sveit í desbr. f. á., kominn yfir áttrætt. Var ættaður úr Stranda- sýslu; hreppstjóri Skorrdælinga nokkur ár. #„Var einarður kjarkmaður á fyrri árum sínum“. Guðrún Bjarnadóttir, ekkja á Hiðfossum í Andakíl lézt 3. marz, 81 árs að aldri. Hún var dóttir Bjarna bónda Hermannssonar á Vatnshorni í Skorradai, og systir Krístínar sál. tengdamóður Þorláks kaupmauus Johnson í Reykjavík. Fyrri inaður hennar var Maguús á Hiðfossum Sigurðs- son frá Indriðastöðum, náfrændi Jóns Guðmunds- sonar ritstj. Þjóðólfs, og er þeirra soii Gísli bóndi á Hiðfossum. Siðari maður henuar var Þorvarður Þorsteinsson á Miðfossum (ý 1887). „Hún var væn kona og vinsæl“. (H. P-). BenediÞt Jónsson, bóndi á Bjargarstöðum í Mið- flrði, andaðist 22. marz. Hann var fæddur 7. júli 1838. Foreldrar lians vorn Jón Guðmundsson ogÞóra Guðmundsdóttir, sem lengi bjuggu á Stóra-Núpi. Hann kvongaðist 5. júlí 1864 Sesselju dóttir Jóns óðalsbónda á Bjargarstöðum, Björnssonar frá Huppa- hlíð, er syrgir nú mann sinn með mörgum efuileg- um börnum á ýmsum aldri. Benedikt sál. þótti búmaður góður og sveitar- stoð að mörgu leyti. Hanu var röskur maður á yngri árum, hreinn og beinu og blátt áfram, ást- ríkur heimilisfaðir og lét sér mjög annt um að börn sín fengju gott uppeldi. (E. K.) Nýbjörg Jónsdóttir, síðari kona Jóns Gottskálks- sonar, fyr bónda á Vatnsenda í LjóBavatnsskarði, andaðist 24. febr., 86 ára gömul. Húu var dóttir Jóns Hallgrimssonar málara i Skagafirði og siðuBtu konu hans Ingibjargar Guðbrandsdóttur, en systir samfeðra Hallgríms djákna á Þingeyruin, sem er látinn fyrir 56 árum (1836). Hún var fyr gipt Sigurði bónda Guðmundssyni á Óslandi i Óslands- hiið. Síðari maður hennar Jón GottskálkBson lifir enn, nú hálf-níræður. Faðir haus Gottskálk Ólafsson á Æsustöðum var bróðir Guðmundar föðurfóður séra Bggerts Sigfússonar á Vogsósum. Jón Bjarnason, er um tima var alþingismaður Dalamanna, andaðiat að Skriðnesenni í Bitru 1. marz, 85 ára gamall (f. 1807). Hann bjó í Ey- hildarholti í Hegrauesi, Reykhólum, Ólafsdal og Óspakseyri í Bitru. Foreldrar hans voru: Bjarni Þorleifsson á Reynistað, bróðir séra Gamalíels á Myrká, og Sigríður Þorleifsdóttir, föðursystir séra Gunnars Ólafssonar í Höfða. Kona hans var Anna dóttir séra Magnúsar Magnússonar í Glaumbæ og Sigríðar dóttur Halldórs Vídalius á Roynistað. Jón sál. var jafnan talinn í helztu bænda röð, greind- ur og vel metinn, fjörmaður hinn mesti. Þess er vert að geta, að hann var fyrsti maður, sem byggði „nátthaga" eða fjárbæli, sem nú eru orðin algeug á Vesturlandi og víðar. Hann var kominn i kör og hafði verið 9 ár blindur. Um Sigurð hreppstjóra Benediktsson á Ökrum, er drukknaði 13. febr. og mini^st er á i 10. nr. Þjóðólfs, skal þess getið, að hann var fæddur í Hrútsholti í Eyjahrepp 21. jan. 1838, en kvæntist 10. nóv. 1867. Foreldrar hans voru Benedikt Sig- urðsson og Ingibjörg Gísladóttir, cr síðast bjuggu i Söðnlsbolti i Eyjahrepp. Af nákunnugum manni þar vestra, er farið um hann þessum orðum: „Að Sigurði sál. var hinn mesti skaði fyrir þetta félng. Hann var góðum gáf- um gæddur, sérstaklega aðgætinn og stilltur, vin- fastur og uianna haldinorðastur; ef hann neitaði ekki um eitthvað, var það miklu áreiðanlegra en loforð margra annara. Hann var hreppstjóri í Hraunhreppi 12 ár og sáttasemjari nokkur ár, og ávann sér hylli hreppsbúa í þeirri stöðu sinni, því haun lét sér jafnan mjög annt um heill félag6ins og var hinn hjálpsamasti þegar á lá. Hann var búhöldur liinn bezti, ágætur húsbóndi,' ektamaki og faðir, enda unni allt hans heimilisfólk honum hug- ástum. Hans er hér því almennt saknað, sem vou er, og mun sæti hans sem hins mesta kraptmanns og góðs félagsdrengs seint fyllast". (G. G.) Oddný Einarsdóttir, ekkja á Randversstöðum i Breiðdal, andaðist 9. apríl f. á. Hún hafði legið 13 vikur i lungnatæringu, sem leiddi hana til bana. Maður hennar Lúðvík R. Kemp var þá dáinn fyrir nokkrum árum. Þessara sæmdarhjóna hefur eigi verið getið að neinu opinberlega, enda voru þau fátæk alla æfi og áttu fyrir fjölskyldu að sjá. Þau áttu 21 barn og eru 9 enn á lífi, 011 manuvænleg og vel upp alin. — Þess er þó vert að geta um bæudafólk, er það leggur jafnmikið í sölurnar til að veruda sjálfstæði sitt og sóma sinn eins og þessi hjón. Þau voru eitt fagurt dæmi þess, að til eru þeir bændur hér á landi, sem óbifanlega trú liafa á því, að guð bjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur, að til eru bændur með svo göfugri sál, að þeir berjast sem hetjur fyrir sjálfstæði sínu og barna sinna, og falla heldur óvígir, en að þeir gefist upp í þeirri baráttu og selji sig og sína á vald eymd þeirri og ómennsku, sem er samfara því, er menn liyggja af því að vera sjálfbjarga. Þessi barátta fyrir frelsi sínu og sinua er merkilegri en svo, að henni sé enginn gaumur gefaudi. Það er sannar- lega fagurt og hvetjandi fyrir þá, sem eptir lifa, að hafa dæmi þeirra manna fyrir augum, sem að æökveldi geta með sanni sagt: „Vér höfum unnið af ítrasta megni, vér vildurn ei þurfa að þiggja; sigur er fenginn, þéss sigurs vér óskum og biðjum að börnin vor njóti“. (/»■)■ AUGLÝSINGAR 1 samfelda máli me8 smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) livert orö 15 atafa frekaat; meö ööru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun át 1 hönd. Á kostnað bókaverzlunar Giyldendals er komin út: Sýnisbók íslenzkra bókmennta á 19. öld. Út gefið hefur Bogi Th. Melsteð. Khöfn 1891 XX -j- 348 bls. 8. Kostar í snotru og góðu bandi 4 kr. 75 a., en í fegursta, skrautbandi 6 kr. Fæst hjá bóksala Sig- fúsi Eymundssyni og öllum liirium helztu bóksölum landsins. Bók þessi hefur fengið beztu viðtökur bæði utanlands og innan. Hér skulu til- færð nokkur orð úr dómum þeim, sem kom- ið hafa út á Islandi: „Mér var þessi bók harðla kærkomin. Þegar hún barst mér fyrst í hendur og eg hafði lesið formálann, þá gat mér ekki duiizt það, að þessi bók sé runnin af þeirri þjóðræknislegu ósk, að íslenzkar bókmennt- ir mættu skipa veglegra rúm í skólum vorum, en hingað til hefur raun á orðið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.