Þjóðólfur - 27.05.1892, Blaðsíða 2
98
Petta hvorttveggja hafa forfeður vorir
skilið fullt eins vel og vér. Þeir hafa
ekki verið þunnir garðarnir þeirra, sem
látið hafa eptir sig menjar til þessa dags.
Þegar um hæðina er að ræða, kemur
til greina sérstakur kraptur, sem á ís-
lenzku hefur verið kallaður „hárpípu-
kraptur“; það er máttur jarðteguuda til
að draga í sig vætu úr jarðlögum, sem
liggja neðar. Sökum þessa krapts er það,
að torfgarðar halda betur í sér raka á
votlendi; og sökum þess, að hann (o: hár-
pípukrapturinn) fer þverrandi með vaxandi
fjarlægð frá vætu, hljóta háir torfgarðar
að vera þurrari ofan til, en torfgarðar,
sem lágir eru.
Af framaugreindum ástæðum þurfa torf-
garðar að vera þykkir og lágir (3—4 fet),
og um leið þvert á móti því, sem „reglur“
alþingis hvetja til, Eigi þeir að verja
sauðfé, verður að hafa eina línu af járn-
vír ofan á þeim. Svona lagaðir garðar
geta víða orðið endingargóð jarðabót; en
eins og torfgarðar nú eru optast hlaðnir,
geta þeir tæplega heyrt undir jarðabætur.
Það er vitaskuld, að í votviðrasveit-
um má hafa torfgarða hærri og þynnri,
en í þurkasveitum. Og þá erum vér apt-
úr komnir að því, hvað það er fjarri réttu
lagi, að steypa allt í sama móti.
— Það mætti segja svipað um fleiri liði
í áðurnefndum „reglum“ alþingis. En það
yrði of langt mál að gera það hér, og svo
er þess heldur eigi krafizt af tilgangi
þessara lína.
Sigurjön Friðj'onsson.
Frú T. Hólm.
Eg stokkroðna og allt mitt bezta umhverf-
ist þegar eg aptur og aptur les í blöðun-
um, hvernig ýmsir sjálfgerðir vandlætarar
bókmennta vorra og fjármála dæma um
frú T. Hólm og styrk hennar af landsfé.
Menn láta sér ekki nægja að vefengja
rétt hennar til þessara 500 króna, sem
þingið veitti henni, heldur spotta menn
hana persónulega — rétt eins og hún og
hennar rit væri þjóðarskömm, — rétt eins
og vildu menn hrópa hana fýrir það, að
hún var ekki svo gæfusöm að vera karl-
maður, heldur er kona, íslenzk umkomu-
laus kona, ekkja, vinum horfin og — það
sem yfirtekur — rithöfundur, fyrsta konan,
sem ritar íslenzkar skáldsögur! á slíkan
garð er gott að ríða vöskum vegöndum!
Þótt hún heiti Hólm, vita þeir vel, að
hvorki á hún souu, föður eða frændur,
sem skora þá á hólm vegna hennar.
Hvað hana snertir skal eg einu sinni
fyrir öll láta í ljósi mína skoðun á styrk
þeim, sem þingið veitti henui. Fyrir bók
sína, „Brynjólf Sveinsson11, þó ekki væri
annað, hefur hún áunnið sér viðurkenn-
ingu og þökk þjóðar sinnar, og meira að
segja: hún hefur unnið til að fá árlegan
uppeldisstyrk, þar sem húu er þess þurf-
andi. Að vísa rithöfundum á fæðingar-
hreppi sína, væri eflaust meiri vanvirða
fyrir þjóðþingi íslendinga en að neita þeim,
sem landinu öllu vinna, um lítilfjörlegan
styrk af landsins sameignarfé. Mér og flest-
um öðrum, sem nú teljast með höfuudum eða
skáldum landsins, hefur þjóðin áður veitt
allmikið fé til náms og frama, en frú
T. Hólm hefur hún engan eyri gefið. En
að bæta háði og hrakyrðum ofan á eptir-
tölur þessara 500 króna og sykra þær
þannig sí og æ þessari grandvöru og góðu
konu, sem svo brennheitt ann öllu góðu í
landinu: það hlýtur ekki einungis að beiskja
henni sjálfri þessa náðarmola, heldur og
að vekja réttláta gremju allra karla og
kvenna, sem glöggvan greinarmun sjá á
sóma og skömm! Hvað mig snertir, hef
eg aldrei beðið þing vort um nokkur
náðarlaun, því síður um heiðurslaun sem
skáld, þótt eg bæði þiggi og auðmjúklega
þakki gjöfina, en ekki skal eg á næsta
þingi nokkurn styrk þiggja, þó kost eigi
á, skyldi þingið gleyma frú Hólm, því
gerði þingið það, hefði verið minnkunar
minna að láta hana aldrei fá neitt — eins
og nú er komið.
En því treysta víst allir vinir frú T. H.,
að bæði muni alþingi landsins vel þola
það ámæli, sem veiting þessi hefur bakað
þvi, og hún ekki síður sjálf, þá skapraun,
sem henni er saklausri sýnd.
Konur eru þrautgóðar; þær eru vanar
að standa þar í stríðinu, sem mest er
manuraunin, en — tvísýnast um sigurinn.
Ekkert oflof vil eg bera á verk frú
T. H., en það vil eg segja að endingu, að
að þá fyrst er kominn tími til að dæma
harða og háðslega dóma um ritverk ís-
lenzkra kvenna, þegar þjóð vor er komin
svo langt á leið, að að minnsta kosti annari-
hvorri embættismannsdóttur á íslandi er
kennt að stafa rétt sitt móðurmál.
Matth. Jochumsson.
Fleiri aðsendar greinar um ritstörf frú T. Holm
verða ekki teknar í blaðið fyrst um sinn.
Bitntj.
Fagnaðarmiiming. Sunnud. 22. þ. m.
hafði forstöðumaður prestaskólans, hr. lektor
séra Hélgi Hálfdanarson, verið kennari við
þá stofnun fjórðung aldar (25 ár). Þann
dag fóru hinir kennendurnir við skólann
(séra Þórh. Bjarnarson, séra E. Briem,
cand. theol. Steingr. Johnsen og Kristján
yfirdómari Jónssou) ásamt öllum lærisvein-
unum heim í hús lektors, færðu honum
heillaóskir sínar og þökkuðu honum fyrir
hina löngu og trúu þjónustu hans við skól-
ann öll þessi ár. Jafuframt var honurn
flutt snoturt kvæði, er prestaskólastúdent
Ófeigur Vigfússon hafði ort, en samkennend-
ur hans og lærisveinar skólans færðu hon-
um að gjöf tvö fögur málverk úr biblíunui
(„Jesús kennir af skipi“ Lúk. 5. og „Jesús
blessar börnin“ Mark. 10.).
Óvcitt brauð: Stokkseyri og Kald-
aðarnes í Árnessýslu, metið 1815 kr. 85 a.
Auglýst 12. þ. m. Prestsekkja er i brauð-
inu, er nýtur eptirlauna samkvæmt lög-
um. Um brauð þetta sækir meðal annars
séra Ólafur Helgason í Gaulverjabæ, og
hafa nær allir kjóseudur í prestakallinu
(um 220) sent áskorun til biskups og
landshöfðingja um, að hann verði hafður
í kjöri.
Gullbrúðkaupsafmæli konungshjón-
anna. Pað var ekki svo"mikið um dýrðir hér í
höfuðborginni í gær. Reyndar blöktu merki á
hverri stöng, en varla getur það nýlunda talizt,
því að opt er fjöldi fána dreginn upp í hvert skipti
sem einkver „kolastampur" kemur inn á höfnina.
Lektor síra Helgi Hálfdanarson sté í stðlinn í dóm-
kirkjunni kl. 10 f. h. og lagði út af 128. sálmi
Davíðs. Við þessa minningar-guðsþjónustu voru
sungin tvö kvæði eptir Steingr. Tkorsteinsson. Söng-
ílokkur hr. Helga Helgasonar skemmti mönnum
með lúðrahljóm á götum bæjarins síðari hluta dags.
Að Öðru leyti voru engin hátíðabrigði, er teljandi
séu. Bæjarstjórnin œtlaði að láta skreyta dðm-
kirkjuna með blómum og mislitum dúkum, en nefnd-
in, sem átti að sjá um það, gerði ekkert, og svo
varð ekki neitt úr því. Samsæti átti einnig að
halda hér í bænum í f?*r og skyldi boðið tii þess
yflrmönnum af danska herskipinu „Diana“, er ligg-
ur hér á höfninni, en það fór út um þúfur, því að
landshöfðingi og biskup voru veikir og háyflrdóm-
arinn varð þá eiunig skyndilega veikur. Var því
samsætinu frestað til mánudags (30. þ. m.).
Pað hefði átt einkarvel við, að bæjarstjórnin hefði •
gengizt fyrir oinhverri kostnaðarlítilli „skemmtun
fyrir fólkið“, því að þrátt fyrir allt og allt, er þjóð
vor hefur orðið að þola undir stjórn Aldinborgar-
konunga, hefði oss samt þótt betur sæma, að vér
íslendingar sýndum Kristjáni kouungi 9. og drottn-
ingu hans einhvern verulegan samfagnaðarvott á
þessum fágæta merkisdegi þeirra hjóna. Bn það
varð allt minna og mjórra.
Og höfðingjar bæjarins signdu sig og litu yflr
allt, er gert hafði verið til hátíðabrigðis og sjá —
það var harla lítið.