Þjóðólfur - 27.05.1892, Blaðsíða 4
100
J. D. Beauvais
Conservesfabrik. G-rundlagt 1850. Kjöbenhavn K. Kgl. Hof. Leverandeur og Leveran-
deur til den danske og svenske Hær og Flaade, samt alle Skandinavien udgaaede
arktiske Expeditioner. ____________
Fabrik for Conservering af alle Gemuser, Vildt, Kjöd og Fiskeretter, Frugter og
Frugtsafter, Frugt- og Hummerfarve, Syltetöjer og Geleer. Lager og Export af alle
Delicatessevarer, Anchiovis, Sardiner, Hummer, Eddike, Sennoper, Sauce og Pickles,
Tröfler og Champignons, Liquærer og Cognac af alle Sorter. Alle Ordres til Island
effectueres fra mine Transitlagere, hvorved Kjöberen sparer alle Toldudgiíter o. lign.
Conserverne garanteres af prima Kvalitet. og holdbare under alle Bredegrader.
Exportprisliste tilsendes gratis og franco.
J. D. Beauvais.
Conservesfabrik. Grundlagt 1850. Kjöbenhavn K. 258
Flöjel, silki, svuntutöj, vaxdúkar,
rúmtcppi, prjónanærföt og alls konar
kramvara og glysvarningur nýkomið í
259 verzhm Sturlu Jónssonar.
Þessar skýrslur frá latínuskóla Bessa-
staða og Reykjavíkur: 1841—42, 1845
—46, 1847—48 og 1850—51 kaupir rit-
stjóri Þjóðólfs háu verði.
Ágætur skófatnaður fæst með mjög
vægu verði í
261 verzlun SturlU Jónssonar.
Enskt leður (mdlskinn) fæst í
262 verzlun Sturlu Jónssonar.
Flailölietta, skemmtileg
saga handa ungum börnum með afbragðs-
fögrum myndum, fæst á skrifstofu Þjóðólfs
með niðursettu verði fyrir 75 aura. 263
Saumavélar fást í
264 verzlun Sturlu Jónssonar.
Handsápur alls konar nýkomnar í
265 verzlun Sturlu Jónssonar.
Harmoníkur nýkomnar í
266 verzlun Sturlu Jónssonar.
Vindlar og reyktóbak (hollenzkt)
nýkomið í
267 verzlmi Sturlu Jónssonar.
Saumavélar.
Singers saumavélar hafa ávallt verið í
mesta áliti hjá öllum skröddurum og það
svo, að sjaldgæft er að þeir kaupi aðrar
saumavélar. Nú eru saumavélar þessar
að mörgu verulega endurbættar; þœr sauma
þvi nær hljóðlaust og mjög fljótt, er aud-
vélt að þrœða slcyttuna og lienni eigi hœtt
við sliti; yfirtvinninn losnar þegar iclœðið
er dregið undan til þess að ékki sé hœtt
við að nálin þá hogni. Það stendur öld-
ungis á sama, hvort saumað er í þeim þykict
eða þunnt; það verður jafnvel gjört. Sauma-
vélar þessar fást hjá undirrituðum, bæði
með tilheyrandi póleruðum kössum og fyr-
ir utan þá.
Sömuleiðis er til hjá sama gnægð af
margskonar vasaúrum, stofuúrum og úr-
festum.
Magnús Bcnjamínsson.
268 Reykjavík.
Munntóbak, ágætt nýkomið í
269 verzlun Sturlu Jónssonar.
Sjöl alls konar nýkomin í
270 verslun Sturlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Haimes Þorsteinsson, cand. theol.
FélagBprentamiðjan.
66
„Hví eg mæli svo! Mér þykir óþægilegt að vera
nábúi hans“.
„Já, auðvitað. en meðan hann kemur opinberlega
fram sem óvitlaus maður, getur enginn nema konan
hans dæmt um“ . . .
„0 sussu, hana er víst farið að gruna margt, eða
hvernig í fj.......stendur á því, að hann gat keypt
Barbettes“.
„Hann er vellauðugur“.
„Haun byrjaði þó blásnauður“.
„Hann fékk 20,000 franka með konunni“.
„Það er ekki stórfé“.
Því næst töldu þeir upp eigur Manoquets og reikn-
Uðu saman, hvað hann hefði grætt á vínsölu sinni og
korni, og sömuleiðis hvað honum smátt og smátt hafði
áskotnazt með okri, og æfinlega sýndi hinn þrautgóði
málfærslumaður hinum fram á það, að kaupin á Barbettes
væru næsta ískyggileg.
En fulltrúinn vildi alls ekki aðhyllast skoðanir
málfærslumannsins og mælti: „Heyrðu, Vanvré sæll!
Menn renua grun í, hvers vegna þú ert svo í öngum
þínum út af þessu kaupi. Manoquet hefði ekki að öðr-
um kosti orðið efstur á gjaldendaskránni við næstkom-
andi kosningar, og hann hefði þá ekki getað gert sér
vonir um að verða þingmaðúr, en þá hefði yður veitt
67
auðveldara að ná ráðahag við dóttur hans, og þarna er
ástæðan fundin“.
Vanvré vatt sér úr þessari klípu, eins vel og hann
gat, og þeir héldu áfram að spila, en að lítilli stundu
liðinni tók málsfærslumaðurinn aptur til máls:
„Manoquet er óneitanlega gæfumaður, eða réttara
sagt, liann var það, því að nú er hann vitskertur".
„Þá held eg mér verði bráðum óhætt að segja, að
þér séuð sjálfur vitskertur, Vanvré minn!“ mælti Han-
nequin.
„Jæja, segjum þá, að hann sé hygginn“, mælti
Vanvré, „en það var þó sérstök heppni fyrir hann, að
Morleix kvaddi heiminn. En eptir á að hyggja, hverníg
eru nú horfur málsins? Hefur nokkuð vitnazt, hver
morðinginn sé, eða er garðyrkjumaðurinn sekur?
„Nei!“ svaraði Hannequin. „Hann var látinn laus
í morgun, því að sakleysi hans er sannað. Málið er
óskiljanlegt. En nú er klukkan orðin 10, og mun því
snjallast að halda heim til sín“.
Þegar þeir voru komnir út í dyrnar, hittu þeir tvo
menn, er heilsuðu þeim.
„Hvernig líður yður, Manoquet minn!“ spurði
Vanvré um leið og hann tók vingjarnlega í hönd hon-
um.