Þjóðólfur - 10.06.1892, Síða 1

Þjóðólfur - 10.06.1892, Síða 1
Kemur út & föatudög- um — Verfi &rg. (60 arka) 4 kr. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júH. ÞJÓÐÓLFUR tJppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ögild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIV. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. júní 1892. Nr. 27. BÓKMENNTIR. Naehtegall: Sundreglur. íslenzkað hef- ur Jónas Rállqnmsson. Önnur útgáfa endurskoðuð og aukin af B. J. Reykja- vík. ísafoldarprentsmiðja 1891. „Nec litteras nec natare". Grikkir og Rómverjar voru miklir sund- menn og töldu hvern þann amlóða, er ekki kunni sund. Svo var og um aðrar forn- þjóðir Norðurálfunnar. Frá því snemma á miðöldunum og fram á næstliðna öld fór þeim æ fækkandi, er þá íþrótt kunnu. Prestarnir prédikuðu í kirkjunum á móti alls konar fimleikum (Sport) og í skólunum þótti það þá víða jafnmikil ósvinna, að sveinar æfðu sund og aðrar íþróttir, eins og hitt nú, að þeir drekki brennivín og tyggi tóbak. í byrjun 18. aldarinnar fer loks að bóla á öðrum skoðunum. Þá fara menn að halda því fram, að nauðsynlegt sé að lofa unglinsfunnm ^ ■=■*-> legt að vernda, venja og styrkja likami skólasveina jafnframt því, að þeim er haldið að lestri. Þessar skoðanir hafa síðan rutt sér méir og meir til rúms. Það var þannig um lok 18. aldarinnar, að sundið fór að tíðkast aptur. Ýmsir urðu þá til þess, að skrifa um sund og sundkennslu, þar á meðal þjóðverskur mað- ur, Gruts Muths að nafni, sem opt er nefndur viðreisnararmaður sundlistarinnar. [Sundreglur hans komu út 1798]. Nú er svo komið erlendis, að allflestir ungir menn kunna sund — vér íslending- ar erum á eptir í því, eins og mörgu öðru. Útgefandinn, Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, skýrir frá því í formálanum, hverjir fengizt hafi við sundkennslu og unnið að útbreiðslu sundlistarinnar hér á landi; hann nefnir ekki sjálfan sig og hefur þó, að minu áliti, unnið og áorkað manna mest í því efni; hann hefur marg- sinnis ritað um sund og sundkennslu í blftð sitt; hann var einn af stofnendum „sundfélagsins" og stuðlaði &ð því, að sund- kennsla var hafin í Laugunum við Reykja- vik 1884 og byrjað að nýju i fyrra vor; mun það og starfsemi hans að þakka, að þessu nauðsynja máli var hreyft á þingi í fyrra sumar. Að því er snertir sjálfar sundreglurn- ar, þá er það fljótt að segja, að þœr eru næsta lélegar. Það er engum vafa bund- ið, að læra má sund kennaralaust, ef menn hafa góðar sundreglur að fara eptir, en eg skil það ekki, að nokkur maður geti lært sund eptir þessum sundreglum, svo óná- kvæmar eru þær; er og sundaðferð sú, sem kennd er í kveri þessu, að ýmsu leyti úrelt nú. Eg ætla að færa til fáein dæmi: Á 10. bls. stendur: „ ... fer svo aptur með fæturna í samt lag og áður voru þeir, kreppir knén og heldur saman hælunum upp við þjófin, og því nœst1 beygir hann handleggina og leggur saman lófana á brjóstinu“, en á næstu bls. segir svo: „á þriðja tímabili kreppir hann knén, ogl legg- ur saman lófana Undir bringunni“ — hvað á móti öðru. — Ekkert, er minnst á það, hvernig haga skuli sundtökunum að því er hraðann snertir, oa bess. er bvArcri np.\ íð, hvermg og a hverju stigi sundtaksms menn eigi að draga að sér andann, og þó vita allir, sem nokkra þekkingu hafa á sundi og sundkennslu, að þetta hvort- tveggjá hefur stórmikla þýðingu, því fátt, loðir lengur við viðvaningana, en einmitt þetta tvennt, að þeir bera hendur og fæt- ur jafnhratt fram og aptur og haga ekki rétt andardrættinum. — Á 22. bls. (um bak- sund) stendur, að sundmaðurinn eigi að leggja saman fæturna hægt og hægt, þá er hann hefur spyrnt þeim frá sér; þetta nær engri átt; sundmaðurinn á að glenna sundur fæturna sem mest hann má um leið og hann spyrnir þeim útundan sér, og því næst á hann að skella þeim hart sam- an — allir góðir sundmenn fara þannig að. — Á 25. bls. stendur grein, „Fæturna á að bera“ o. s. frv., sem ómögulegt er að botna í. Þessar sundreglur eru yfir höfuð frem- ur ógreinilega orðaðar og kemur það sér því ver, sem engar myndir eru í þeim til skýringar. Eg gat þess, að aðferðin væri í ýmsum greinum úrelt. Þetta á einkum heima um samtök handa og fóta á bringusundi, sbr. 11. bls. Frakkar, Þjóðverjar og Danir J) Leturbreytingin gerð af höf. hafa samtökin öðruvísi nú orðið, en hér er eigi rúm fyrir skýringar á þeim mun. Bringusund Englendinga er að vísu mjög svipað því, sem hér er kennt, en þeir eru ekki ánægðir með það og synda nú opt- ast á hliðinni, hafa sjálfir fundið þá að- ferð fyrir nokkrum tugum ára, og er hún talsvert frábrugðin bringusundinu gamla. Björn Jónsson hefur samið viðbæti við þessa nýju útgáfu af sundreglunum. Þessi viðbætir er „um að lauga sig“; hann er fróðlegur fyrir alþýðu, og. sökum hans eru vel gefandi 50 aurar fyrir kverið. O. B. Forir. í 2. tölubl. Fjallk. þ. á. er — í ritgerð um „Búfræði alþingis 1891“ — dálítið minnst á forir. Höfundi greinarinnar er í meira lagi illa við forirnar. Honum þykir svo mikil kð þáð er fullkomið hjartsláttarefni fyrir þá, sem forirnar nota, að lesa greinina. Það er líka vitaskuld, að forunum verð- ur margt til foráttu fundið. En að fyrir- dæma þær, hvar sem er og hvernig sem á stendur, er þó nokkuð mikið fljótræði. Það er fleira en vanhirða á áburði, sem stendur landbúnaði vorum fyrir þrif- um — miklu, miklu fleira. Og einn af hin- um erfiðustu steinum á framfaravegi jarð- ræktarinnar, er eflaust seinfara efnabreyt- ing — einkum á Norðurlandi. Farið þér með áburðinn eptir hinum hyggilegustu fyrirmælum erlendra jarð- yrkjumanna — svo vel, að það tapist ekki úr kouum nokkuð það er teljandi sé — og berið hánn svo á. En að því búnu get- ur kaun legið árunum saman — meira að segja öldunum saman — á jörðinni og í, án þess að verða gróðrarlífinu að teljandi notum — hann rotnar ekki og verður því ekki aðgengilegur fyrir jurtirnar. Stund- um er það fyrir ofmikinn raka og kulda, stundum líka fyrir ofmikinn þurk (í hól- um t. a. m.). Á slíkum stöðum er alls ekki svo mikil „heimska" að nota „for“ til áburðar; og það einmitt vegna þess, að hún hleypir „ólgu“ (rotnun) í jarðveginn.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.