Þjóðólfur - 10.06.1892, Page 3

Þjóðólfur - 10.06.1892, Page 3
107 DANARSKRÁ. Þbrunn Bjarnadöttir, kona uppgjafa- prestsins séra Jóns Brynjólf'ssonar, andað- ist að Hala í Holtum 13. f. m. Hún var fædd að Saudliólaferju 3. júní 1809 og voru foreldrar hennar merkishjónin Bjarni Gutmarsson á Sandhólaferju Filippussonar prests í Kálfholti Ghmnarssonar og Yaldís Jónsdóttir frá Sauðholti Gíslasonar. í hjónabandi með manni sínum var húu 55 ár, en ekkert barn eignuðust þau, en mörg umkomulaus börn höfðu þau alið upp. Hún hafði verið blind 15 ár og bar hún það mótlæti með þolintnæði. Þan hjón höfðu búið 40 ár í Háfshól áður en manni henn- ar var veitt Kálfholt, en þar bjuggu þau 9 ár. Þegar séra Jón árið 1887 sagði af sér prestskap, hættu þau búskap og flutt- ust að Hala til Þórðar hreppstjóra Guð- mundssonar, sem átt hafði fyrir fyrri konu uppeldisdóttur þeirra hjóna og bróður- dóttur hinnar látnu. Mad. Þórunn sál. hafði gegnt yfirsetu- kvennastörfum um mörg ár og heppnaðist það ágætlega, enda var hún miklum hæfi- leikum búin bæði til sálar og líkama. Hún var umhyggjusöm og ástrík eiginkona, stjórnsöm og nærgætin húsmóðir, reyndist sem bezta móðir fósturbörnum sínum, góð- gerðasöm og sérlega sfiafmild víö fiHœi-u Er heuiiar því að maklegleikura minnzt meðal hinna merkustu kvenna. Þ. Elín In gimundardót tir, kona Gísla verzlunarmanns Þormóðssonar (frá Hjálm- holti Bergssonar), andaðist í Hafnarfirði 10. f. m. sextug að aldri. Foreldrar henn- ar voru Ingimundur Tómasson bóndi í Efstadal í Laugardal, bróðir Tómasar, er lengi bjó í Brattholti og þeirra bræðra, og kona hans Guðfinna Halldórsdóttir frá Jötu í Ytrahrepp Jónssonar, en systkini Elíuar voru: Eirikur (dáinn í Ameríku), Jón hreppstjóri í Skipholti, Tómas á Litla- Ármóti (nú í Ameríku) og Margrét, er átti Erlend hreppstjóra Eyjóifsson í Skálholti. „Elín sál. var sæmdarkona, guðrækin, um- hyggjusöm og starfsöm húsmóðir. Hún fylgdi trúlega áminningum postulans: Gleymið eigi gestrisninni. Engau saunan þurfamann lét hún synjandi frá sér fara“. Einn vinur liinnar látnu. Gesttir Magnússon á Útskálaliamri í Kjós andaðist 17. apríl á níræðisaldri. Hann var sonur Magnúsar í Arnarholti á Kjalarnesi Magnússonar á Mógilsá Hall- grímssonar og Halldóru Árnadóttur frá Sjávarhólum Gestssonar prests í Skraut- hólum, er drukknaði á Kollafirði 1752 Árna- sonar. Bróðir Gests var Árni, er lengi bjó í Brautarholti. Kona Gests var Ingi- gerður Guðmundsdóttir frá Þyrli Jónssoa- ar í Flekkudal Jónssonar prests á Reyni- völlum Þórðarsonar, en Guðmundur var bróðir Jóns keuuara, föður Bjarna rektors. Áttu þau Gestur sarnan 4 börn: Guðmund í Eyrarútkoti, Ólaf á Útskáiahamri (dáinn), Halldóru konu Kristmundar bónda á Út- skálahamri og Margréti fyrri konu Bene- dikts gullsmiðs Ásgrímssonar í Reykjavík. ólafur Jónsson, bóndi í Heili í Ölfusi, hvarf snögglega af heimili sínu 27. f. m. Getið til, að hann hafi farið í Ölfusá. Haun var kominn á efra aldur, lifði alla æfi friðsömu lífi, var mesti stillingarmaður og kom hvervetna mjög ráðvendnislega fram. Gestrisinn var hann og lijáipsumur; og mega ferðarnenn sakna haus sem aðrir, er til hans þekktu. Ólafur sál. var að síðustu ekki laus við þunglyndi, og mun meðal annars liafa tekið sér það mjög nærrí, að í ráði var að bera hann nú í fardögura út af ábýlisjörð hans Helli, þar sem liaun hafði búið 25 ár. 18.—9,—18. Gitt QO betta. Jafnhár Oddi hiskupi Einarssyni er tvítug- ui bóndason, Hagberg að nafni, á Vestmanlandi í Svíþjóð. Hann er full hálf fjórða alin á hæð, að því skapi gildur, og hartnær 25 fjórðungar að þyngd. Ekki hefur hann stækkað nema að eins um liálfan þumlung, síðan hann var 15 ára, og var því næstum hálf fjórða alin á hæð, er hann var fcrmdur, drenghnokkinn. Hefur honum verið ráðlagt að ferðast um heiminn og sýna sig fyrir peninga, en hann er ófáanlegur til þess. Djöfulleg afhrýðissemi. í þorpi nokkru Ssuchum-Kalé við Svartahaf bar svo við í marzm. þ. á., að dómarinn þar, W. Wadkowski, mjög vin- sæil maður og vel metinn, um þrítugt, var myrtur í svefni af konu sinni, er lá aðfram komin í brjóst- veiki, og ekki var orðin nema skinin beinin. Þessi magnlitla horgrind gat með naumindum skjögrað að rúmi manns síns, þar sem hann svaf, setti með veikuin mætti hlaðua pxstólu fyrir brjóst honum og hleypti af skotinu, cr nam í hjarta stað, og þurfti bann þá ekki meira. Hún hafði tvisvar áður leit- azt við að myrða haun, en þá særðist haun að cins lítið eitt. Dótt hann af eðallyndi gagnvart konu sinni fyrirgæíi henni þessi banatilræði, rénaði ekki hatur hennar á honum, hatur, sem einmitt var sprottið af því, að hann var svo framúrskarandi heilsugóður. Þá er hún var yfirheyrð eptir hið hryllilega morð, sat hún í hægindastól með mjög veikum burðum, játaði einarðiega á sig glæpinn og dró ekki dulur á, hvað hefði knúð sig til haus. Hún Bagði, að þá er hún hefði séð sér dauðann búinn innan lítils tíma, hefði hún hugsað sér, að þá skyldi ... .1 bóndi sinn, þessi heilsugóði maður, fara sömu leið- ina og ekki lifa sig. „Hún nábúakona mín, þessi heilsulnausta stúlka, þarf nú ekki framar að bíða dauða míns; hún nýtur ekki mannsins míns hvort sem er“, hrópaði ókvendið upp sigrihrósandi. Hún var því næst ílutt á tangelsisspitalann, og þá er síðast fréttist var talið vafalaust, að hún myndi deyja áður dómur yrði upp kveðinn. Hún hafði átt með manni sínuin eina dóttur barna, sem nú er 13 vetra gömul. — Horð þetta og ástæðurnar til þess er víst eins dæmi, enda er svo komizt að orði í þýzkum blöðum, að jafnvel í skáldsögum sé hvergi skýrt frá jafn ógeðslegum atburði með jafn ein- kennilegum hvötum sem þessum. Sú vildi giptast. Kona uokkur í New York, sem nú er að eins 45 ára gömul, hefur útt alls 15 menn hvern eptir annan; giptist fyrst 16 ára og hefur lengst verið ekkja rúmt hálft ár. Fyrir skömmu var henni varpað í dýflissu fyrir misþyrm- ingar á dóttur sinui, er hún átti með 14. mauni sínum. Útlegðarfélagi Napoleons. Frakkneskur liðs- maður, er verið hafði með Napoleoni 1. á St. Hel- enu, dó nýiega i Somme 98 ára gamall. Elli og úst. Þýzkur hermaður Salzen að nafni, er tók þátt í ófriðnum gegn Napoleon 1813 kvænt- ist í vetur 82 ára gamalli ekkju, en sjálfur er hann 97 ára gamall (f. 1795). Kouungboriim liestaþjófur. Prinz Johan So- bieski afkomandi hins nafukunna Pólverjakonungs i beinan karllegg var 10. marz þ. á. tekinn hönd- um í Ameriku fyrir hestaþjófuað og dæmdur í 10 mánaða varðhald. Svona löguð getur frægðin stund- um orðið hjá niðjum mikiila manna. HerBkipið enska „Belleropnon", er nutti wapo- leon 1. burtu frá meginlandi Norðurálfunnar (til Englands) 1815, hefur nýlega verið selt til elds- neytÍB i Portsmouth. Fyrirspurnir og svör. 1. Er eg sem sóknarbóndi skyldur að gjalda presti fulla tínnd, ef hann embættar ekki nema þrisvar á veturna og kannske ekki öllu optar á sumrin. þótt honum beri að gera það 4. hvern helgan dag? Svar: Já, yður er það eigi að siður skylt. 2. Hefur kirkjuhaldari heimild til að nota kirkju- garðinn sem fiskagerði, og hver á að sjá um, að það sé eklci gert, sé það óheimilt? Svar: Lagabrot mun slík notkun ekki vera, en miður þykir oss hún sæmandi. 3. Hefur sýslunefnd nokkurt lagaleyfi til að hækka sýslusjóðsgjald um 4/r, UPP úr því, sem það hefur árlega verið þrjú eða fleiri næst undanfarin ár, til þess að lána einum bónda af sýslusjóði nokkur hundruð krónur til að bæta bú sitt? Svar: Sýslunefud hefur fjárráð sýslunnar á hendi, og er þvi bær um að hækka sýslugjald, ef þörf er á. Hvenær þörf cr til þcss, er undir at- vikum komið, og því álitsmál. 4. Hefur sýslumaður nokkra lagaheimild til að kreíja inn á manntalsþingum slíkt í einu hækkað sýslusjóðsgjald, áu amtsráðs samþykkis? I Svar: Já, honum er það heimilt.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.