Þjóðólfur - 14.06.1892, Page 1

Þjóðólfur - 14.06.1892, Page 1
Kemur út, A föetndög- um — Verfl árg. (60 arktt) 4 kr. Erlendia 5 kr. — Borgiat fyrir 15. jdli. ÓÐÓLFUR CppBögn skrlfleg, bundín viö áiamöt, flgild nema kcmí til ítgefttiida fyrir 1, oktdber. XLIV. árg. Útlendar fréttir. Khöfn 3. júni 1892. ÓaMarinenn. Þeir heita á útlendu máli „anar- kistar“. Það ])ýðir fjandmenn lögbundinnar stjðrn- ar. Fyrir því ballaði eg þá fyrst „stjðrnféndur". En siðar sá eg í ísafoldarfréttunum orðið „ðaldar- menn“. Það þýðir sama, en mér þykir það fallegra og því tek eg það. — Óaldarmenn hafa enn sem fyrri reynt á allar lundir að vinna tjón liíi manna og limum. En þeirn hefur orðið miklu minna á- gengt, en áður. Þ6 hefur þeim tekizt að sundra húsum á nokkrum stöðum, en manntjðn hefur ekki orðið. Það hefur orðið uppvíst, að ðaldarseggir þessir eru í félagi. Það hefur fundizt lykill, er gengur að hirzlu þeirri, er loynirit þeirra eru geymd í og fannst þar listi yfir félagsmenn. Heldur stend- ur mönnum geigur af þessum félagsskap, en það vilí til, að samlyndið er ekki sem bezt. Það kom fyrir nýlega, að þeir börðust nokkrir og særðu og drápu hver annan, þangað til lögreglan skarst í leikinn. Það er og segin saga, að ungir menn af gððum ættum hafi nú samtök að því að myrða og drepa ðaldarmenn. Félag þetta heitir „hefndin“ (exeeutiv-comité du vendetta). Þessir menn hafa auglýst í hlaði óaldarmanna, að einhver úr þeim flokki skyldi kjörinn til dauða í hefnd eptir Very veitingamann, sem nú er dauður. En ekkert hef- ur keyrzt um framkvæmdir Hefndarinnar enn þá. Vinnumenn. Það er eptirtekt.averður ðfriður, sem stendur milli vinnumanna og húshænda um heim allan að kalla má. Á íslandi lætur lítið að þvi, og kemur það að minni hyggju af því, að vistartíminn er svo langur og hjú og húsbændur eiga sífelda sambúð. Því að þetta og allar ástæð- ur heima stuðlar að því, að heimilisfðlkið er eins og ein fjölskylda. Erlendis er þetta allt á annan veg, einkum hjá verksmiðju- og náma-eigendum. Þar þekkja hjúin ekki húshændur sína. Þeir lifa ríkmannlega og drepa ekki hendi sinni í kalt vatn. Vinnumenn eiga á hinn bðginn við þröngan kost að búa og vinnnn er opt mjög kættuleg. Það vill opt til að kviknar í verksmiðjum, þar sem kættuleg efni og eldfim eru unnin. Það hefur nýlega kvikn- að i þrem námum og hafa 3—4 kundruð látið lífið. Það er ekki sjaldgæft við þess konar tækifæri, að sjá konur og börn og annað frændfðlk bíða þess, að ástvinir þeirra séu dregnir upp úr eldhafinu dauðir og limlestir. Má nærri geta, hve hörmuleg sjón það er. Af framantöldum ástæðum vilja vinnu- menn hafa sem mest laun. Vopn þeirra er, að hætta vinnunni, þangað til eptir þeim er látið. Vegna þess, hve gott samlyndi er milli þeirra, hafa þeir opt unnið mikið á. Nú hefur hvert verkfallið komið á fætur öðru um tíma. I Khöfn var eitt, sem áður var sagt; en nú er því lokið og unnu vinnumenn engan sigur á mðtstöðumönnum sínum. í Vín hættu ökumenn allri vinnu um tíma; en nú hafa þeir byrjað aptur og áttu litlum sigri að hrósa. í Póllandi hinu gerska lögðu 80,000 niður vinnu og urðu af ðspektir. Hefur verið beitt hörðu við ðróaseggina og undir hundrað dæmdir til Reykjavík, þriðjudagiim 14. júní 1892. Síberíuvistar eða fangelsis. Þess var áður getið, að aragrúi af kolanemum í Englandi hættu vinnu, en margir byrjuðu aptur. Meðal þeirra, sem hættu vinnunni, voru 90 þúsundir í Durham. Kom það af því, að námaeigendur vildu lækka kaupið um 10 af hundraði hverju. Það vildu hinir ekki, en vildn ganga að minni lækkun. Þá færðu húsbænd- urnir sig upp á skaptið og vildu lækka um 13Vs af hundraði. Þess vegna stóð verkfall þetta í 12 vikur. En nú er það loks á enda og gengu vinnu- menn að lokum að fyrri uppástungunni. Sulturinn neyddi þá. Undir 100,000 manna, er vinna að steinsmiðnm og byggingum í New-York hafa hætt vinnu, en það er enn óvíst, hve fara muni. Noregur og Svíþjóð. Svíakonungur er nú á ferð um Frakkland og hefur verið tekið þar for- kunnar vel. — Frá Noregi er það helst tiðinda að þingið hefur lagt samþykki sitt á gjörðir stjórnar- innar í umboðsmannamálinu og falið henni á hend- ur að semja um það við sænsku stjórnina, hvernig eigi að koma breytingunni á. Á stðrþinginu' varð deila um það, hvort veita ætti Björnstjerne Björns- son skáldlaun. Stang uppgjafaráðgjafi og formaður hægrimanna mælti á móti því og með honum öll þ vagan. Ástæðan var sú, að B. hefur aðra skoðun á þjóðmálum en Stang. Vinstrimenn tóku drengi- lega á mðti og sigruðu. Rússland. Maður nokkur, er Gatschkowsky heit- ir, þóttist fyrir nokkru hafa fundið ágætt heilsu- lyf, og kallaði vítalin eða líflyf. Neytti hann þess við tvo merka menn, en þeir dðu báðir. Var þá í mæli, að hann liefði drepið þá að undirlagi gjör- eyðanda, en ekki hefur það sannazt. Þó hefur honum verið bannað að uota meðalið optar. Sonur keisarans, sá er var veikur, er nú sagður betri og von um að hann verði heill heilsu. — Það er út- Jit fyrir að hallærinu létti, því að gróður er nú í góðu lagi og má búast við góðri uppskeru. Þýzkaland. Herbert greifi, elzti sonur Bis- marcks er lofaður og heitir unnusta hans Margrét Hoyos. Keisarinn reit honum langa heillaósk og þykir nú líklegt, að það fari að lagast aptur á milli hans og þeirra feðga. Það er mælt að B. muni innan skamms sækja keisarann heim. Keisarinn ætlar að fara til Kil einhvern af döguuum og hitta þar Rússakeisara og þykir það góðs viti. Þó ætla menn að flokkaskipun stórveldanna muni haldast óbreytt. — „Das Fremdenblatt“ segir fundin vera bréf nokkur frá Henrich Heine til mðður hans og systur; voru þau óþekkt áður. í Visbaden á að reisa skrautlegan minnisvarða yfir skáldið Friede- rich Bodenstedt og nýlega hefur verið reistur minn- isvarði yfir söngskáldið Mendelsohn Bartholdy. (jrxikkland. Nú er lokið hinum nýju kosning- um í Grikklandi og gengu þær í vil hinum nýja ráðaneytisforseta, Trikupis. Honum fylgja 170 af 207, en hinir fylgja Delyannis þeim, sem konung- ur vék frá. Nokkrar ðspektir urðu út úr kosn- ingunum, en þó er nú allt kyrt. ftalía. Þess var áður getið, að Rudini var Nr. 28. falið á hendur að setja saman nýtt ráðaneyti. Nú er það oltið úr sessi. Það var hinn afarmikli her- kostnaður, sem varð því að falli. Það var hann, sem neyddi Rudini til að leggja á nýa skatta, en það vildu menn ekki. Það gekk seigt að koma nýu ráðaneyti á laggirnar, en tókst þó að lokum. Sá heitir Giolitti, er það gerði og er hann vinur mikill Crispis gamla ogsvoerum fleiri ráðgjafana. Kalla menn því ráðaneyti þetta í skopi Crispiráða- neytið Crispilausa. Giolitti lýsti ætlunum sínum fyrir þínginu, og var borin upp sú tillnga, að lýst væri trausti á stjórninni. Hún var samþykkt með 169 atkvæðum móti 160. Þótti Giolitti sér veita erfitt og bað konung lausnar, en hann neitaði og bað G. slita þinginu og boða til nýrra kosninga. Frakkland. Wilson tengdasonnr Grevys heitins seldi titla og önnur heiðursmerki án leyfis þeirra, er með áttu, og stuðlaði þannig að því, að tengda- faðir hans féll úr forsetatigninni. Þá var hann rekinn frá öllum alþjóðlegum störfum. Héldu menn, að hann mundi eigi þora að sýna sig framar Nú hefur hann verið kosinn í héraðsráðið í Loches og þykir mörgum það illt til orðs. — Ravachol hefur verið fluttur til Montbrison, því að þar á að dæma morð- málið, sem sótt er á hendur honum. Bæjarmenn þar ætla að deyja úr hræðslu, einkum dómarnrnir. R. reyndi að flýja en það tókst ekki. Loubet ætl- ar að tala yfir moldum Yerys, veitingamannsins, sem R. var tekinn hjá, og það er í ráði að rikis- sjóður ali önn fyrir ekkju hans og dóttur, ogveiti skaðabætur þeim, sem misst hafa hús og muni fyrir óaldarmönnum. Dagbók Victors Hugo frá útlegðarárunum verð- ur bráðum gefin út í ensku tímariti, Atheneum. Handritið er 2000 blaðsiður. England. Það liður óðum að nýjum kosning- um á Englandi, enda búast nú hvorirtveggja til orustu. Salisbury hefur haldið tölur fyrir sínum mönnum. Kvað hann baráttu mikla fyrir dyrum, því að heimastjórnin á írlandi, sem Gladstone vildi hafa væri enginn friðarboðskapur. Mundi það verða upphaf að innlendum óeirðum og trúardeilum. Kvað sér eigi undarlegt þykja, þótt Ulsterbúar, sem hafa Luthers trú, vildu eigi beygja sig þingi íra, þeirra er kaþólskir eru. Gladstonc hélt mikla tölu á þriðju- daginn var og tók að launum lófaklapp svo að undrum sætti. Haun kvað ætlun frelsismanna að stytta þingtímann, rýmka kosningarréttinn (one man one vote), og styrkja vinnumenn til að ná þolanlegum kjörum og umfram allt og fyrst af öllu að fá írum heimastjórn (homerule). Hann kvað Salisbury hafa mælt þau orð um Ulsterbúa, er mundu hafa þótt vítaverð i meira lagi, ef írar hefðu talað þau og dðmarar S. átt að dæma. Sagt er að Engl. hafi unnið sigurí Lagos, tekið konung höndum ög drepið 400 af þegnum hans. Damuörk. Þaðan er ekki annað að segja en veizlur og hátíðahöld. Konungur og drottning héldu gullbrúðkaup og stóð 4 daga eða lengur. Keisar- ar og konungar drifu að úr öllum áttum og heilla- óskum og gjöfum rigndi yfir hjónin. Gjafir sendu

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.