Þjóðólfur - 14.06.1892, Blaðsíða 3
111
undanna samkvæmt skiptingu matsmannanua án
tillits til þess, kvort ríkur eða fátækur á í hlut.
Sú aukauppbót, er kaupmonn stundum veita
viðskiptamönnum sínum á innlondri og útlendri
vöru á auðvitað að vera tiltölulega jafnmikil eptir
vörumagni hjá hverjum einum, en hins vegar er
ekki auðið að binda hendur kaupmannsins þannig,
að hann hafi ekki heimild til að láta pá viðskipta-
menn, er eiga t. d. inni hjá verzluninni, njóta ein-
hvers meira hagræðis en þá sem skulda, þvi að
það væri takmörkun á persónulegu frelsi, og þann
mismun, er af þessu kann að stafa, hljóta hinir
efnaminni því að sætta sig við.
Það er eðlilegt, að bændur -vilji bæði fá sem
hæst verð fyrir vöru sína, og að nægilegt tillit sé
tekið til gæðanna, en skökk imyndun er það hjá
mörgum manni, að öllu sé borgið ef verð innlendu
vörunnar er nógu hátt að nafninu til. Það er alls
ekki einklítt, eins og stundum hefur verið bent á,
því að bíði kaupmaðurinn mikið tjón á innlendu
vörunni, er hverjum manni auðsætt, að liann muni
einhversstaðar verða að „ná sér niðri" og það ger-
ir hann á viðskiptamönnum sínum með þvi að setja
alla útlenda vöru nokkru hærra, en ella hefði þurft,
og þessi ókeppilega verzlunaraðferð hefur því mið-
ur tiðkazt hér á landi allt fram á þennan dag.
Að því er snertir verð á saltfiski þetta ár, er
óhugsandi, að það verði svo hátt hjá kaupmönnum,
aö menn verði ánægðir með það. Þess verður ekki
krafizt eptir því útliti, sem nú er á sölu lians y.tra.
En aptur á móti ætti þess stranglega að gæta,
að nægilegur munur verði gerður á fiskinum eptir
gæðum, svo að menn fái meiri hvöt til að vanda
hann betur en að undanförnu, og þurfi ekki leng-
ur að kvarta um, „að það sé ekki til neins“ að
vanda vöru sina. Það er líka þegar komin all-
mikil hreyfing á þetta vöruvöndunarmál, svo að
nú má fyllilega búast við einhverri verulegri endur-
bót i þá átt.
Aflabrögð hafa verið afbragðsgóð síðan um lok
bæði hér á Inn-nesjum og í syðri veiðistöðunum
við Faxaflóa, þó almennt nokkru tregari eptir
hvitasunnu en áður. Á færi hefur aflazt mast-
megnis þorskur, en á lóðir mest ýsa og stútungur.
Hæstir hlutir hér á Inn-nesjum orðnir um 900.
Veðurátta enn köld og úrkoma engin, er telja
má. Gróður er því mjög lítill. Sumstaðar rétt
að eins farið að slá grænum lit á tún upp til
sveita fyrir og um síðustu helgi.
Heilsufar. Allþung kvefsótt hpfur geugið hér
i bænum og i nærsveitunum nú nokkra stund, en
ekki hefur hún verið mannskæð. Segja læknar, að
það sé snertur af „inflúenza“. Má kalla, að vér
dleppum vel við þennan .óþokkagest í þetta sinn, ef
hann gerir ekki frekar vart við sig en orðið er.
Hitt og þetta.
Rudyard Kipling, hinn ungi ensk-indverski
rithöfundur, var fyrir skömmu staddur i Melbourne
í Ástralíu. Voru þá um sama leyti haldin stór-
kostleg kapphlaup þar 1 hænum og var Kipling
beðinn af blaði nokkru að rita grein um þau, er
ekki þyrfti að vera lengri en tveir dálkar og skyldi
hann fá 9000 kr. fyrir handarvikið, en hann neit-
aði boðinu og kvaðst hafa komið til Melbourne til
að skemmta sér, en ekki til þess að vinna. Kipling
er nú að eins 27 ára gamall, en hefur þegar ritað
margar smásögur (noveller), er þykja snilldarverk,
svo að sumir telja hann jafnoka Dickens eða jafn-
vel fremri.
Eitruð messuvín. í bænum Carra í héraðinu
Tarragona á Spáni bar svo við 2. okt. f. á., að
presturinn varð var við, að messuvinið var nokkuð
beiskt á bragðið meðan á guðsþjönustunni stóð.
Hann minntist hljóðlega á þetta við meðbjálparann,
en saup þó enn á þvi drjúgan sopa og liélt em-
bættisgerðinni áfram. Að nokkrum mínútum liðn-
um hné hann niður fyrir altarinu og var borinu
heím til sín. Hanu dó samdægurs með þau orð á
vörum: „Eg hef verið drepiun á eitri". Dá er
vínið var rannsakað, reyndist þetta satt. Það var
eitur í því. íbúarnir, sem urðu fullir heiptar og
gremju út af þessu ódáðaverki, kærðu ungan prcst,
er var óvinur sóknarprestsins, og sögðu, að hann
hefði látið eitur í vínið. Yar haun þá tekinn til
fanga og játaði loksins, að hann hefði framið glæp-
inn. Ekki var dómur fallinu cr síðast fréttist, en
líklega verður klerkur þessi annaðhvort hengdur
eða höggvinn.
Óvænt auðlegð. Fátækur skóari nokkur í
Annemasse í Savoyen erfði fyrir skömmu um 14
miljónir króna eptir frændkonu sína á Englandi.
Hún hafði farið til Lundúna, sem þjónustustúlka,
en giptist þar vellauðugum manni, er dó litlu eptír
brúðkaupið, og erfði hún þá allt, og eptir lát
hennar þessi frændi heunar, skóarinn, sem nú hef-
ur í hyggju að reisa skrautlega höll í Annemasse
í nánd við gamla kofann sinn.
76
Haan gekk aptur að speglinum, og öldungurinn
stóð þar aptur og liorfði á kann með óþolandi augna-
ráði. Það var eins og augun karlsins ætluðu að ganga
beint inn í augu Manoquets; þau drógu bann að sér,
þau tindruðu og voru þó svo voðalega nöpur og grimmi-
leg, eins og þau væru að krefja Manoquet til reiknings-
skapar fyrir ódæði hans. Það var óskiljanlegt, hvernig
dauður karlinn hafði fengið slíkt augnaráð.
Manoquet var nærri genginn af vitinu, en þá sló
klukkan 3 og hugsunin um lieiminn og mennina varð
honum til hjálpar, efldi lífsfjör hans og hreif hann burt
úr andakeiminum. Hann tók að hreinsa klæði sín, lét
aptur augun í hvert skipti, sem hann varð að ganga
framhjá speglinum, þvoði hendur sínar og andlit, laum-
aðist svo í myrkrinu út í garðinn, og hellti vatninu
niður hingað og þangað, gekk því næst inn aptur,
slökkti ljósið og varð léttara um hjartaræturnar, þá er
spegilinn var ekki lengur að óttast. Hann fór þá að
hátta og fann þá til kistilsins undir sænginni, þá er
hann lagðist niður. „Hvar átti liann að koma konum
fyrlr ?“ hugsaði hann með sér. Ef hann væri geymdur
í sænginni, fyndi þjónustustúlkan hann, og ef hann léti
hann í skápinn, kynni kona hans að keimta lyklaua,
svo að það dygði ekki; það væri orðið of áliðið nætur
til að grafa hann niður, en næstu nótt ,gæti hann gert
73
„Þarna hefur hann fólgið peniuga sína“, sagði Manoquet
við sjálfan sig. „Ef einhver annar en eg, fyrverandi
bæjarstjóri og heiðvirður borgari, ef einhver fátækur,.
ágjarn maður sæi þennan gamla maurapúka og þetta
gler, sem kylur fjársjóðinn, þá ... Þarna hlýtur ógrynni
fjár að vera fólgið. En einmitt í þessu bili sigraðist
Morleix á þeirri hræðslu, sem einkeanir alla ágirndar-
seggi, er þeir ætla að opua fjárhirzlur sínar. Hann tók
upp kníf og stakk oddinum inn í samskeytin á spegl-
inum, en glerið opnaðist eins og skápur, og Manoquet,
sem skalf á beinunum sem sóttveikur maður, sá kolu í
múrnum, og í henni járnbentan kistil, er Morleix opnaði;
tók hann upp úr honum marga gullstranga, er hann rað-
aði í röð fyrir framau sig. Manoquet tyllti sér á tær.
„Tvöfaldir Lúðvíkspeningar, allir tvöfaldir“, sagði hann
og lagði augað við rifuna. — Hinn gamli maður hélt
áfram að setja gullið í langar raðir.
Manoquet sagði við sjálfan sig: „Það er nægilegt
til þess að kaupa Barbettes fyrir og eiga þar að auki
laglegan skilding afgangs. Þetta orð „Barbettos“ vaktl
að nýju hrylling og gremju í liuga hans, en í sama bili
tók Morleix pappírsblað upp úr vasa sínum og virtist
vera sokkinn niður í mjög alvarlegar hugsanir. Við
brot, sem kom á blaðið, gat Manoquet séð hina þuml-
ungslöngu bókstafi: „Uppboð, góssið heitir Barbettes11.