Þjóðólfur - 25.07.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.07.1892, Blaðsíða 2
135 þangað ekki færri en 12 á ári, og svo hafa þeir einnig lækkað til muna toll á spænskum vörum, er til Noregs fiytjast. Aptur á móti hafa engir samningar kom- izt á milii Dana og Spánverja. Er því tollurinn á íslenzkum og færeyskum salt- fiski 36 „pesetas*1 eða nærfellt 26 kr. pr. 100 kilo. Það verður sem næst 413/2 kr. á hverju skpd. og verður þá tollmismun- urinn á íslenskum og norskum fiski um 14% kr. pr. skpd. Það munar um minua. Engar likur eru til, að úr þessn ræt- ist að sinni, enda mun danska stjórnin lítt leggja sig í framkróka fyrir oss í þessu máli. Hún hefði líka heldur óhag af því. Og þótt einu aðalatvinnuvegur landsrnanna sé- settur á höfuðið, þá er það allt saman gott og blessað. Vér stönd- um undir vernd þessarar hávísu stjórnar, hvernig sem allt veltist, og hiuir hávitru spekingar þjóðar vorrar bregðast hvergi reiðari, en ef einhver verður svo djarfur að hrófla eitthvað við þessu biessaða tjóð- urbandi, er ís'iand hangir í við Danmörku, eins og sauður við staur. Og meginþorri alþýðu fylgir í blindni þessurn herrum, er þykir band þetta dýrmætara en gull og silfur og hún beygir kné sín í auð- mýkt fyrir hinni glæsilegu erlendti vald- stjórn, er gefur henni steina fyrir brauð. Öll íslenzk vara er nú fremur í lágu verði ytra. Saltfiskur 40—45 kr., íslenzk vorull 53 a., haustull 39 a., gufubrætt hákarlslýsi 33 kr. og pottbrætt 30 kr. 50 a. hver 210 pd., tólg 23 a. pd., sundmag- ar 40—45 a. pd., æðardúnn 8—9 kr. pd., lambskinn 70—75 kr. hvert hundrað. Harðfiskur boðinn á 100 kr. skpd. en gengur ekki út. Útlendar fréttir bárust hvorki mikl- ar né markverðar nú með „Laura“. Það er nokkurs konar deifð og svefndrungi yfir öllu nú sem steudur. Þó er helzt dálítið flör 1 Englendingum, því að þinginu var slitið 28. f. m. og boðaðar nýjar kosning- ar. Hafa þær farið fram með miklu kappi, ræðuhöldum, illdeilum og enda áflogum sumstaðar. Gladstone er talinn nokkurn veginn viss sigurinn eins og minnst var á í síðasta blaði. Um 17. þ. m. hafði hann fengið nokkurn meiri hluta (um 40). — í Noreqi hefur gengið allmikið á út af „konsúlamálinu11 og talið að Ieiða muni til ráðaneytisbreytingar í Noregi enn einu sinui. Konungur er hinn þverasti og vill ekki láta undan þinginu, en það vill apt- ur á móti livergi sleppa kröfum sínum. — Bruni sá, er getið var um í síðasta blaði samkvæmt hraðfrétt tii enskra blaða, var elcki í Kristjauíu, heidur í Kristjánssandi, en að öðru leyti reynist skýrsla hraðfrétt- arinnar um bruna þennan söun, eins og vér skýrðum frá honum í blaðinu. Stór- þingið norska hefur með litlum atkvæða- mun samþykkt að nýju 1600 kr. skáldlauu handa Björnsterne Björnson, er haun ekki hefur viljað þiggja síðan 1887, að þiugið neitaði Kjelland um samskonar heiðurslaun. — Á Þýzlcalandi hefur verið áköf rimma milli fylgisblaða Bismarcks og stjórnar- sinna; þykir karlinu hafa orðið nokkuð bermáll um sumar aðgerðir stjórnarinnar, og er því mælt, að nú sé loku fyrir skotið, að saman dragi til sætta með honum og keisaranuin, sem orðinn er Bismarck all- reiður fyrir óþegnlega hégðun hans gagn- vart sér, síðan hann fór frá völdum. Það er haft eptir Bismarck, að ekkert útlit sé fyrir styrjöld í bráð, herbúnaður allra þjóða sé ófullkominn, og þótt nýju skot- vopnin verði í allra höndum, muni enn verða fuudin upp önnur betri og fullkomn- ari og þess vegna þori eugin þjóð að hefja ófrið. Hinu bezti friðarviuur meðal Evrópu- þjóða sé því sá, sem finni upp endurbætt morðvopn, er geti strádrepið heilan her á fáum mínútum, því að svo rækileg blóð- taka muni stórum minnka ófriðarlöngun stjórnandanna. — Franz Jósef Austurríkis- keisari hélt 8. f. m. 25 ára minningardag konungskrýningar sinnar í Buda-Pesth og var gþá mikið um dýrðir og faguaðarlæti af hálfu Ungverja, enda er keisarinn mjög vinsæli þar í laudi og hefur forðazt að brjóta lög á þjóðinni. í silfurnámum í Przibram í Böhmen varð voðalegt slys 31. maí. Hafði kviknað í námunni af ógæti- legri meðferð á ljósi og létust þar uokk- uð á 4. huudrað manns. Náma þessi er 4500 fet fyrir neðan yfirborð jarðar og önnur hin dýpsta i heimi. Að eins 70 mauns, er niðri voru, er slysið bar að, kom- ust lífs af. Barón Reedz-Tott er orðinn utanríkis- ráðgjafi Dana eptir Rosenörn-Lehn. Lát- inn er læknirinn A. G. Drachmann, (faðir skáldsins Holgers Drachmanns), og barón C. A. Scheei-Piessen fyrrum (frá 1867—79) yfirpresídent í Slésvík-Holstein og öruggur fylgismaður Prússastjórnar í baráttunni um hertogadœmin. Loksins sprakk kýlid. Það má þykja allmiklum tíðindum sæta, að háskðlakennaraembætt- ið í fagurfræði (Æstetik) við Kaupmannakafnarhá- skðla var loks veitt 30. f. m. en það hefur staðið laust 20 ár eða síðan skáldið Carsten Haucli lézt (1872). Það var því meir on mál komið að skipa einhvern í það. Og sá sem fann náð í augum há- skólaráðsins og var skipaður í sæti Hauehs — það var ekki dr. Georg Brandes, þðtt Haucli hefði bent á hann sem eptirmann sinn á dánardægri, heldur lítt nafnkenndur og lítilbæfur maður dr. phil. Jnlius Paludan, er alllengi hefur kennt danska bókmennta- sögu við háskólanu. Eins og kuunugt er liefur embætti þetta staðið svona lcngi óskipað, af því að Btjórnin hefur liingað til kynokað sér við að gauga á snið við Braudos, sem auðvitað var sjálf- kjörinn til þess og af þvi að hún hafði engum á að skipa, er væri hálfur maður, á við hanu. En þar eð hún vildi þó fyrir engan mun skipa hann í þetta embætti, beið hún og heið, eptir því að eiuhver ný stjarna í mótstöðuflokk hans rynni upp, eða að hann færi burtu og tækist aunarstaðar embætti á kondur, en þá er tímiun leið, og þessi nýja stjarna rann ekki upp og dr. Brandes sat kyrr (fór t. d. ekki til Chicago í vor), þá Btóðust mótstöðumenn hans ekki mátið lengur og Goos, kirkju- og kennslu- málaráðgjafiun nýi, lét fyrst dubba Paludan þennan til riddara á gullbrúðkaupsafmælinu og gerði hann svo að eptirmanni Hauchs, þrátt fyrir allt og allt, þrátt fyrir andmæli háskólaráðsins og þvert ofan í alla heilbrigða skynsemi, enda vakti veiting þessi svo megna óánægju og var talin svo mikil kneysa fyrir Dani og danskar bókmeuntir, að flest hægri blöðin dönsku (en þau eru í óviuaflokki Brandes- ar) gátu ekki mælt henui bót og þögðu þvi, en sem von var leystu vinstri blöðin frá skjóðunni og sýndu fram á, hvílíkt stórhneyksli þetta væri og hversu óhæfur Paludan væri til þessa embættis, og að það væri mcira en meðalskömm að taka smámeuni þetta, er ekkert hefði til sins ágætis, fram yíir dr. Brand- es; mundi sómastryk þetta verða óvinum hans og stjórninni til æfinlegrar skammar og standa sem svartur, óafmáanlegur blettur í sögu þjóðarinnar um aldur og æfi. í einu blaði var komizt svo að orði um Paludan, „að hann væri einhver hin skuggalegasta apturganga frá tímabili þeirrar hugs- unarstefnu, er nú væri uudir lok liðin og lifnaði aldrei við aptur og að dauskir stúdentar mundu trauðla hlusta á apturgöngukenningar hans, er þeir ættu á öðru völ“, með fleiru. En Palu- dan þykir nokkuð þröngsýnu í dómum sín- um og yfir höfuð nauðalélegur dómskýrandi (Kritiker). Hefur hann fátt ritað, en hið helzta, er „Yfirlit yfir frakkueskar bókmenntir“, og þar segir hann meðal annars um Victor Hugo, að skáldsögur hans séu bæði að efni og formi heim- spekilegt skáldskapar-lokleysu-þvaður, og eptir þessu er margt annað. Það er þvi ekki að furða, þótt fylgismenn Brandesar taki munninn fullan, og þyki hér mannamunur. Norsk og sæusk blöð, að minusta kosti öll hin frjálslyndari, hafa og tekið í sama strenginn og farið hörðum orðuin um þetta atferli, enda verður það ekki varið, að þrátt fyrir skoðanir Brandesar i trúarefnura, verður það aldrei hrakið, að hann skarar langt fram úr öðrum rithöfundum í óbundnu máli, sem nú eru uppi á Norðurlöndum að skarpleik og ritsnilld. En þótt hanu hafi átt litl- um vinsældum að fagna á „hærri stöðum“ i Dan- mörku, á liann samt marga ótrauða fylgismenn, er meta hæfileika lians mikils, og gagnvart þessari viðurkenningu (!) frá hálfu valdstjóruarinnar getur hann þvi með fullurn rétti sagt: „Og frægðin min er fullstór til að jeg, get fyrirlitið það allt svo hjartanlega“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.