Þjóðólfur - 25.07.1892, Blaðsíða 4
140
Reikningur
sparisjóðs á Eosmhvalanesi frá stofnun lians til 1. júlí 1890.
I. Tekjur:
1. Innlög 9 samlagsmanna . . . . kr. 356,35
Vextir af innlögum til 1. júlí 1890 — 3,12 kr. 359^47
2. Vextir af láni..................................— 1,25
3. Lán endurborgað.................................— 25,00
kr. 385,72
II. Gjöld:
1. Lánað gegn fasteignarveði.....................kr. 25,00
2. Vextir af innlögum til 1. júlí 1890 lagðir við
innlögin........................................— 3,12
3. Fyrir bækur og pappír....................... . — 6,75
4. í sjóði í peningum..............................— 350,85
Keflavík 3. júlí 1890.
kr. 385,72
Þbrður J. Thoroddsen
(gjaldkeri).
Reikning þennan höfum við endurskoðað, og ekkert fundið
við hann að athuga.
F. J. Petersen. Ögmundur Sigurðsson.
Reikningur
sparisjbðs á Rosmhvalanesi frá 1. júlí 1890 til 1. janúar 1891.
I. Tekjur:
1. í sjóði 1. júlí 1890 ................kr. 350,85
Flvt kr. 350,85
Flutt kr. 350,85
2. Innlög 15 samlagsmanna . . . . kr. 664,15
Vextir af innlögum til 1. janúar 1891 — 8,71 __ 672,86
3. Vextir af lánum..............................— 28,00
4. Disconto af víxli............................— 3,40
5. Innleystur víxill............................— 203,40
6. Sparisjóðsbækur seldar.......................— 4,50
kr. 1263,01
H. Gjöld:
1. Útborguð innlög..............................kr. 220,00
2. Af vöxtum til 1. janúar útborgað.............— 2,50
3. Vextir til 1. janúar lagðir við innlög .... — 8,71
4. Víxill keyptur...............................— 203,40
5. Kostnaður við prentun á sparisjóðsbókum . . — 52,50
6. Eptirstöðvar 1. janúar 1891:
a. Lán gegn sjálfsskuldarábyrgð . . kr. 500,00
b. — — fasteignarveði ... — 60,00
c. í sjóði í peningum .............— 215,90 _ 775,90
Keflavík 2. janúar 1891.
Þbrður J. Thoroddsen
(gjaldkeri).
Reikning þennan höfum við endurskoðað, og ekkert fundið
við hann að atliuga.
P. J. Petersen. Ögmundur Sigurðsson.
Eigandi og &byrg5anna8ur:
Hannes Horsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan.
90
honum, og að hann fái Barbettes í heimanmund með henni.
Skrifaðu honum þegar í stað og bjóð honum að borða
miðdegisverð hjá okkur. Það verður að senda til hans
snemma á morgun, svo að hann geti haldið sér saman.
Skrifaðu nú, það verður að bjóða fleirum, skrifaðu!11
Hann gerði ósjálfrátt allt, er hún lagði fyrir hann.
Eptir þetta síðasta áfall fann hann ekki nægan þrótt
hjá sér, til að gera nokkuð af eigin hvötum, og varð
hughægra, er hann gat gert eitthvað eptir fyrirmælum
annars, og án þess að hann þyrfti að hugsa um það
sjálfur.
Daginn eptir var kona Manoquets laus við allar
óþægilegar heimsóknir og fyrirspurnir. Það kom eng-
inn til að grennslast eptir ástæðum fyrir hinum undar-
lega atburð kveldið áður, ekki einu sinni hinir nánustu
vinir. En þessi kyrrð, þetta afskiptaleysi, jók enn meir
ótta hennar, en aptur á móti varð Manoquet feginn, að
fá að vera í næði. Hann óskaði einskis annars, en að
geta verið í dimmu herbergí. Miðdegisverðurinn, er
Vanvré og aðrir gestir voru boðnir til, átti að vera
næsta sunnudag. Hún bauð þjóninum að koma aptur
með svör frá þeim, er boðnir voru, en allir afsökuðu
sig; sumir voru ekki heima, sumir ætluðu að fara upp
í sveit, sumir voru sjúkir og snmir voru boðnir annar-
91
staðar. Hún sá óttaleg óveðurský safnast saman álengd-
ar og þokast nær og nær.
Þegar nokkuð var áliðið dags var hringt dyra-
bjöllunni í húsi Manoquets. Kona hans tók með hend-
inni fyrir hjartað, því að henni fannst, að hún væri
rekin í gegn með hnif, er hún heyrði hljóminn. Skyldi
það vera löglegluþjónarnir?
Þjónninn sagði, að Garraudot læknir væri kominn.
„Það gat þó verra verið, þótt það sé fullleiðinlegt“,
hugsaði hún með sjálfri sér. Það hlýddi ekki, að neita
honum aðgöngu. „En hverníg átti Manoquet að þola
spurnihgar ?“
„Vinur minn!“ sagði hún við mann sinn, og fór
með lækninn að rúmi hans, „hér er dr. Garraudot kom-
inn, og ætlar að gera svo vel og skoða þig“.
„Hvers vegna“, svaraði Manoquet. „Hvað á það
að þýða ? Eg þarf engan lækni. Hver hefur látið sækja
hann ?“
„Manoquet minn góður!“ mælti kona hans, „segðu
ekki þetta. Það er húslæknir okkar, öðlingurinn hann
dr. Garraudot“, og hún lagði um leið höndina á öxl
manns síns, til þess að gefa honum til kynna, hve áríð-
andi það væri, að hann gætti sín nú. Því næst sneri
hún sér að lækninum og mælti: „Herra læknir! Mað-
urinn minn er svo veikur í höfðinu11.