Þjóðólfur - 12.08.1892, Page 3

Þjóðólfur - 12.08.1892, Page 3
151 Áttaviti. (Aðsent). Legið hafði í landi um hríð logn og bliðviðri á Skaga, en þegar létti því um síð kom þar upp falleg saga: enginn kunni þar átta-skil, einhvers varð því að grípa til, ef linnti logni og hita; þeir sendu því í langa leit og loksins fengu o’n úr sveit ágætan átta-vita! Skemmtiskipið enska „Minerva“ kom hingað austan af Seyðisfirði í fyrra dag; hitti þar skip Zöllners „Stamford“, er kom þangað frá Englandi og er væntanlegt hingað um miðjan þennan mánuð. ítlendar í'réttir. Með „Minerva“ bár- ust hingað nokkur ensk blöð til 3. þ. m., er oss hafa verið góðfúslega léð til af- nota. Merkustu tíðindin eru þau, að G-ladstone hefur borið hærri hlut við kosn- ingarnar á Englandi, er var lokið 29. f. m. Við síðustu aðalkosningarnar 1886 urðu fylgismenn hans í allmiklum minni hluta, eða 118 færri en andstæðingar þeirra (276 á móti 394), en nú eru írsku heima- stjórnarmennirnir (Gladstonesliðar, Parnell- ítar og Anti-Parnellítar) 40 fleiri en hinir eða 355 á móti 315 og má það heita allglæsi- legur sigur á jafnskömmum tíma. 4. þ. m. átti parlamentið að koma saman, en fyrstu 3—4 dagarnir ganga til eiðatöku. Að því búnu verður hið nýja ráðaneyti sett á laggirnar auðvitað undir forustu Giad- stones, sem nú er 83 ára gamall. Þýskalandskeisari var kominn heim úr Noregsför sinni, en hélt skamma stund kyrru fyrir, því að í byrjun þ. m. hélt hann með nokkurn flota til fundar við Engiandsdrottningu, ðmmu sína, við eyjuna Wight og var vel fagnað að vonum. Þess er getið, að Bismarck gamli hafl nýlega haldið heljarmikla ræðu í Jena og sé margt um talað, en ekki er getið efnis hennar að öðru en því, að hin allrafrjáls- lyndustu blöð hafi verið mæta vel ánægð með hana. í Búlgaríu hafa þeir 4 samsærismenn, er ætluðu að myrða Ferdínand fursta og drepa stjórnarforsetann Stambuloff á eitri, verið dæmdir til dauða og höggnir. Kólera geisar í Austur-Rússlandi eink- um í þeim héruðum, er hungursneyðin var mest í vetur. Er talið, að 60,000 manna liafi dáið úr drepsótt þessari á ein- um mánuði, og þrátt fyrir strangar var- úðarreglur til varnar útbreiðslu hennar færist hún ávallt smátt og smátt yfir stærra svæði norður eptir Rússlandi og vestur á við. Eru Þjóðverjar einkum mjög smeikir við vogest þennan. í París hefur kóleran einnig gert vart við sig, en að því kveður minna. í kirkju þeirri í Palos á Spáni, þar sem Kolumbus neytti heilagrar kveldmál- tiðar, áður en hann lagði af stað vestur yfir hafið fyrir 400 árum, átti að halda veglega minningarguðsþjónustu 3. þ. m. Á venjulegum tima tók kirkjan að fyllast af fólki og voru þar á meðal mörg erlend hefðarmenni víðsvegar að. En svo leið og beið og euginn prestur kom; fólkið fór að að smátínast út aptur og eptir U/2 klukku- stuud voru allir farnir. Olli þetta all- miklu hneyksli, sem von var, en hverj- það er að kenna, þykir ekki fullljóst enn. Presturinn þar kveðst ekki hafa fengið nein tilmæli um að halda guðsþjónustu, en borgarstjórinn ber það ofan í hann og þar við situr. í New-York var svo mikill feiknahiti síðustu daga í f. m., að fjöldi manna dó af „sólsting11. Hinn 28. og 29. var hitinn 102° Fahrenheit (= 39° C.) í skugganum. Menn urðu víða að hætta vinnu og mörg- um búðum var lokað. Allir spítalar bæ- jarins sagðir troðfullir af sjúklingum. 160 hestar drápust t. d. á einum degi sakir hitans. Hið afarskrautlega skemmtiskip auð- mannsins Wanderbilts, er kostað hafði næstum 2 miljónir króna, liggur nú á mararbotni. Það var um hánótt i niðaþoku skammt fyrir utan New-York, þá er ann- að gufuskip rakst á það. Yaknaði Wan- derbilt og gestir hans við illan draum, hlupu upp á þilfar í nærklæðum einum og berfættir og komust með mestu naumind- um alslyppir niður i bátana og yfir á hitt skipið, áður en hin skrautlega skúta sökk í sæ. Tilraunir þær, er gerðar hafa verið í Bandarikjunum til að „framleiða regn“ með ’dynamitsprengingum' og fallbyssuskot- um, er svo mikið var gasprað af í blöð- unum, hafa nú reynzt alveg þýðingarlaus- ar. Hafði stjórn akuryrkjumálanna lagt nokkurt fé fram til styrktar þessum til- raunum, og þykir hún hafa orðið nokkuð fljót á sér. Frumkvöðlar þessa fyrirtækis þykjast þó ekki af baki dottnir og segja, að þetta sé ekki enn reynt til hlítar. Eins og kunnugt er, var hætt við skurð- gröptinn yfir Panama fyrir nokkrum ár- um, þá er hlutafélag það, er Lesseps gekkst fyrir að stofna í þeim tilgangi, fór á höf- uöið, en nú hefur verið sett ný fram- kvæmdarstjórn í París til að lífga félagið aptur. Heitir sá Heilard, sem er formað- ur hennar. Hafa hlutabréfin þegar hækk- að allmjög í verði, eu flestir spá þó, að allt fari á sömu ieið sem fyr og verði að eins til að féfletta hluthafendur enn ræki- legar. í f. m. lézt framkvæmdarstjóri þjóð- bankans í Kaupmannahöfn, konferenzráð M. Levy. ——ovo»e-(c=——• f Guðný Sigurðardéttir, ekkja eptir Jón prest Kristjánsson á Breiðabóls- stað í Vesturhópi (f 1887) andaöist að Syðri-Þverá 19. apr. þ. á. Hún var fædd á Grímsstöðum við Mývatn 9. nóv. 1820 og voru foreidrar hennar Sig- urður bóndi Jónsson og Kristín Þorsteins- dóttir stúdents í Reykjahlíð Jónssonar. Giptist húu 1839 Jóni Kristjánssyni þá aðstoðarpresti á Þóroddsstað í Kinu og bjuggu þau þar 9 ár, fluttu síðau að Yzta- Felli og voru þar 15 ár. Þá flutti hún að Steinnesi með manni sínum, er fengið hafði veitingu fyrir Þingeyraprestakalli, og því nœst eptir 5 ár að Breiðabólsstað í Vesturhópi, sem manni hennar hafði ver- ið veitt. Þar var hún 15 ár og flutti þá að Syðri-Þverá, er maður hennar hafði feugið lausn frá prestsþjóuustu. Þau hjón áttu saman 10 börn og dóu 4 þeirra, 2 synir og 2 dætur á ungum aldri, en 2 synir, Kristján bóndi í Víðidalstungu og Björn bóndi að Syðri-Þverá lifa og 4 dæt- ur, Guðrúu, kona Benedikts Björnssonar bónda að Ósum, Valgerður, kona Geirs Finns Gunnarssonar á Kaldbak, Kristín, kona Ólafs Óiafssonar söðlasmiðs í Ame- ríku, og Ingibjörg, kona Jóhanns Einars- sonar, bónda á Víðivöllum í Fnjöskadal. Guðný sál. var góð kona, fríð sýnum, stillt í lund og ráðsvinn. (B. K.). AUGLÝSING AR 1 samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.> hvert orö 15 stafa frekast; meö ööru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Skóleður, brókarskinn og skótau selur undirskrifaður fyrir velverkaðan salt- fisk. Eeykjavík 10/9 ’92. 461 Björn Krisijánsson. Hinn 11. júlí tapaðíst á veginum frá Ölfusár- brú að Húsatóptaholti sklnnbrók með ýmsu búð- arkrami, þar á meðal klæðis-fellingatreyju. Finn- andi skili því, gegn fundarlaunum, til Þorstcins Eiríkssonar í Haukholtum. 462

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.