Þjóðólfur - 19.08.1892, Síða 4

Þjóðólfur - 19.08.1892, Síða 4
156 Hinn eini ekta (Heilbrigðis matbitter). í þau 20 ár, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu Terðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol, sálin endurlifnar og fjörgast, maður verður glaðlyndur, hugrákltur og starffús, sJciln- ingarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs- elixír, en sú hylli, sem hanri hefur uáð(hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis- nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. ----Qránufélagið. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörður : Hr. N. Chr. Gram. Húsavík: Örum & Wulffs verzlun. Keflavík: II. P. Duus verzlun. ----Knudtzon’s verzlun. Keykjavík: Hr. W. Fischer. —— Hr. Jón Ó. Thorsteinson. Raufarhöfn: Gr&nufélagið. Sauðárkrókur: ---- Seyðisfjörður:-------- Siglufjörður:--------- Stykkiskðlmur: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Brydt. Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson. Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson. 464 Einkenni: Blátt Ijón og gullhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, hinir einu, sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-Elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6. Ekta Singers-saumavélar úr sænsku stáli fást i verzlun 465 Sturlu Jónssonar. Klukkur, vasaúr og úrfestar fást hjá úrsmið Magnúsi Benjamínssyni 466 í Reykjavik. Jeg undirskrifaður sezt fyrst um sinn að í Keykjavík, sem læknir í eyrna- nef- oq liáls-sjúkdómum. Bankastræti nr. 7. 467 Tómas Helgason. Bókbandsverkstofa. Arinbj. Sveinbjarnarsonar: HjHfr Skólastræti 3. 'Wns Stein o]Jéi fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Kína-Lífs-Elixír fæst hjá Eínari Brynjólfssyni á Sóleyjar- bakka. 470 Kirkjuréttur Jóns Péturssonar er til sölu á skrifstofu Þjóðólfs. ’§0jjr Nærsveitíimeun eru beðnir að vitja Þjóðólfs á afgreiðslustofu hans (Yeltusundi nr. 3). Eigandi og ábyrgftarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theoí. Félagsprentami&j an 98 aði kaupmaðuriun með fyrirlitningarbrosi. „Jeg held sannarlega, að fimm „shillings“ sé sómasamleg borgun, því að fyrir það verð hefði eg getað látið smíða nýjan lykil, eða fengið hinn gamla aptur". „Meira en svo“, svaraði smiðurinn, „en gætuð þér fengið nýjan lykil smíðaðan. eða lýst hinum, áður en bankanum verður lokað? Hefði eg í raun og veru vilj- að nota mér vandræðin, sem þér voruð í, gat eg fyrir- fram áskilið mér mikhi meira en þetta, og þér hefðuð þá sjálfsagt með glöðu geði lofað mér helmingi meiru en því, sem eg nú heimta“. „Helmingi meira heldur en hann heimtar!“ sagði kaupmaðurinn. „Er mannskepnan alveg genginu af göflunum! Takið þér við. hérna eru fimm „shil!ings“, og um ieið rétti hann smiðnum þá, með þessum þótta- fulla hroka, er auðmenuirnir ímynda sér að þeir geti að ósekju sýnt fátæklingnum. „Ef yður þykir það ekki nóg, getið þér stefnt mér, ef þér viljið; tími rninn er mér dýrmætari en svo, að eg geti eytt honum við slík- an hégórna". „Eg hef aldrei stefnt nokkrum manni“, svaraði Amos, „og eg hef beðið stórtjón af þvi, að eg hef látið mér margt lynda, en“ — bætti hann við, og varð hörku- legri á svipinn, en hann átti vanda til, af gremju yfir rangindum þeim, er honum voru sýnd — „þér eruð auð- 99 ugur, þér getið borgað, og þar eð þér ætlið að laufia mér þannig verk mitt, þá skuluð þér samt ei að síður verða að borga, án þess, að eg þurfi að stefna yður“. Og í sama vetfangi skellti hann skríninu aptur af afli, svo að small í skránni, er það lokaðist, og bankaseðlarnir og „dollara“-strangarnir voru horfnir sjónum á einu auga- bragði, rétt eins og einhver álfkona hefði lostið þá með töfrasprota sínum. Kaupmaðurinn stóð höggdofa; haun horfði á Amos og svo á stóru stofuklukkuna, hana vantaði að eins 20 mínútur í 3. „Ef þér haldið, að eg hafi beitt rangindum viðyður“, mælti Amos, „getið þér kært raig, fyrir hverjum, sem yður lízt; minn tími er mér dýrmætari en svo, að eg geti eytt honum við slíkan hégöma", og að því búnu gekk liann út. Kaupmaðurinn kallaði á eptir hœ.um. Hann hafði ekki nema um eitt að velja, það voru síðustu forvöð og tiltrú lians var í veði. Ætli það yrði ekki taiað um það í bænum, að haun hefði sjálfur skrökvað upp sög- unni um týnda lykilinn, til þes3 að fá svigrúm til að leyna fjárþurð sinni?“ „Hérna“, sagði hann við Amos og fékk honum fimm dollara, „hérna eru peningarnir yðar, og sýnið ekki af yður neinn dónaskap lengur“.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.