Þjóðólfur - 02.09.1892, Side 2
162
sessi, en forseti ráðaneytisins, Eulenburg
varð ráðgjaíi um innanríkismál.
Frakkland. Cavaignac flotaráðgjafi
féll á atkvæðagreiðslu um Dahomeymálið,
en í hans stað kom maður sá er Burdeau
heitir. Hann setti Dodds sjóliðsforingja
yfir allan lier Frakka í Dakomey bæði á
sjó og landi. Heldur Dodds nú allri strönd-
inni í skotkví. — Nýlundu má það telja,
að maður einn ætlar að búa til svo sterk-
an sjónauka, að hann geri fjarlægð tungls-
ins að l1/,, alin fýrir auganu. Það er
200,000 sinnum sterkari sjóuauki en þeir
sterkustu, sem til eru og verður glerið að
vera 120 fet um miðjuna. Eu vísindamenn
draga það í efa, að þetta fyrirtæki heppn-
ist. Þjóðverji einn segir, að til að kæla
þennan glerklump þurfi 80 milj. ára, og sé
það rétt, þá verður sjónaukinn ekki á sýn-
ingunni 1900, eins og ráð er fyrir gert.
— Kólera hefur verið í París. Þar hefur
Pasteur reynt að setja mönnum kóleru (sbr.
að setja bólu) og keppnaðist. Eeyndi hann
það fyrst á dýrum, en síðan á sjálfum sér
og tveim öðrum mönnum og tókst að ósk-
um. Yæri betur að þetta reyndist satt
og áreiðanlegt við frekari tilraunir.
Daninörk. Ernst Brandes ritstjóri
blaðs þess, er „Börstidende“ heitir, og
bróðir G. Brandesar týndist fyrir nokkru.
Fannst hann nýlega örendur úti í skógi
og eru líkur til að hann hafi ráðið sér
bana. Veðurátta er nú bærileg og útlit
fyrir góða uppskeru.
England. Svo lauk kosningunum ensku,
að G-ladstone varð ofan á. En mjög er
flokkur hans ósamkynja, því að í honum
eru bæði vinnumanuafulltrúar, Parnells-
sinnar og andstæður haus. Hann hefur
40 atkvæði fram yfir mótstöðumenn sína.
Salisbury vildi eigi víkja úr sessi, fyr en
nýja þingið hefði sýnt vilja sinn með at-
kvæðagreiðslu. Á fimmtudagskvöldið var
stóð orustan og beið Salisbury lægri hlut.
Hefur Gladstone verið falið á hendur að
mynda nýtt ráðaneyti, en eigi er það víst
enn þá, hverjir það skipa. Mælt er, að
skorað verði á Gladstone að mæla fram
með átta stunda vinnutíma fyrir erfiðis-
menn og það þykir líklegt, að bann muni
heimta setuliðið enska frá Egyptalandi,,
en mesta áherzlu leggur hann þó á heima-
stjórn íra.
Afríka. Arabar hafa gert herhlaup
mikið á Kongoríkið. Unnu þeir fyrst
kastala nokkra en skiptu þá liðinu og fór
annar flokkurinn til Stanley-Falls til að
æsa þá Araba, er þar búa, til uppreisnar.
Hinn flokkurinn réðst á flokk verzlunar-
manna og drápu suma en handtóku suma,
en myrtu þá þó síðar. Vörum og gripum
ræntu þeir. Útbúnaðurinn til kaupfarar
þessarar hafði kostað 600,000 franka.
Arabarnir gera hvervetna hin mestu spill-
virki og drepa hvíta menu alla vægðar-
laust. Allur efri hluti ríkisins er nú á
valdi þeirra. Það er í mæli, að Belgíu-
konungur vilji fá Stanley til að færa Aröb-
um þessum ófrið á hendur og vera herfor-
ingi, en eigi vita menn sönnur á því.
Ameríka. Fyrir nokkru síðan urðu
óeirðir af hendi vinnumanna í bæ þeim,
er Homestead heitir í Bandaríkjunum.
En þegar lögreglumenn vildu þagga niður
í þeim, tóku þeir þá liöndum. Hlóðu síð-
an vígi og vörðust herflokkum, er sendir
voru móti þeim. En svo fór sem jafnan
verður, að enginn má við margnum, og
báru þeir að lokum lægri hlut. Nú hafa
járnbrautarþjönar þeir, er sporskiptum stýra,
hætt vinnu og orðið af óspektir. Þeir
hafa brennt geymsluhús og eimlestir hlaðn-
ar vörum. Hafa hraðlestir orðið að stöðva
ferð sína, þar sem logandi lestir hafa
staðið á brautinni. Þetta var í New-York-
Lake, Erie og Lehigh-Vally brautunum.
— Uppreisn í Venezuela, stjórnin fer hal-
loka.
Vlðauki. Af enskum blöðum, er ná
til 21. f. m. sést, að ráðaneyti Gladstones
var þá að mestu fullskipað og hafði feng-
ið samþykki drottningar, en lítt kunnir
eru flestir ráðgjafarnir nema Eoseberry
jarl, er þykir atkvæðatnaður og er í miklu
áliti. Hann er nú utanríkisráðgjafi, en
var lengi tregur til að takast það starf
á hendur, og gerði það að eins með því
skilyrði að mega segja því af sér, er hon-
um sýndist. Sá heitir Houghton lávarður,
er á að verða landstjóri á írlandi í stað
Balfours. Vildi Gladstone helzt skipa
írskan mann í það embætti, en enginn
þeirra, er hann leitaði til, vildi takast
það á hendur undir yíirráðum Englendinga
— Hinn nýi katólski erkibiskup, Vaughan,
eptirmaður Mannings kardínála, var 16.
f. m. hátíðlega skrýddur hinu helga „palli-
um“ í viðurvist fjölda biskupa. Athöfn
þessi var markverð að því leyti, að hún
hefur ekki farið fram á Englandi síðan
1556, þá er Pole kardínáli fékk þetta
tignarmerki, er erkibiskupar einir mega
bera, en það er eins konar band eða kragi
þverhandarbreiður með svörtum krossum
úr silki og ofinn úr hvitri lambaull af
guðhræddum nunnum, en því næst helgað-
ur af páfanum sjálfum. Þetta „pallium“,
er Vaughan erkibiskup nú fékk, er ekki
spánnýtt, því að það var helgað af páfa
fyrir 1500 árum.
í Danmörku er látinn presturinn Vil-
helni Birkedal 83 ára gamall, einhver hinn
öflugasti fylgismaður Grundtvigs og nafn-
togaður kennimaður. Hafði hann verið
lengi prestur í Eyslinge á Fjóni, en var
vikið frá embætti 1864, af því að hann
komst svo að orði í bæn á prédikunarstól:
„Guð gefi konunginum danskt hjarta, ef
það er unnt“. En söfnuðurinn vildi ekki
missa hann og gekk meiri hluti hans úr
þjóðkirkjunni, og myndaði sérstakan söfn-
uð. Var Birkedal hinn fyrsti utanþjóð-
kirkjuprestur í Danmörku,. er samkvæmt
lögum 1. júlí 1868 fékk heimild til að
gera sömu prestsverk sem prestar þjóð-
kirkjunnar. Hann var yfir höfuð ekki ó-
svipaður Grundtvig að kjarnyrtri mælsku
og krapti orðsins, enda var komizt svo að
orði um hann: „Þá er Birkedal prédik-
aði, var eins og menn heyrðu himneskan
klukknahljóm“.
A. Dybdal, forstjóri íslenzku stjórnar-
deildarinnar, sem dvalið hefur hér um tíma,
er ekki nema fertugur að aldri. Hann er
fæddur 1852 í Vorbasse í Eípastipti, út-
skrifaður úr Horsensskóla 1869, en tók
embættispróf í lögum við háskólann 1874
með 1. eink., varð s. á. fulltrúi kjá bæjar-
og héraðsfógeta í Varde vestan á Jótlaudi
og ári siðar fulltrúi málafærslumanns í
Nykjöbing á Falstri, en fékk sams konar
stöðu í Kaupmannahöfn 1877, varð jafn-
framt 1. assistent í íslenzku stjórnardeild-
inni 1881, skrifstofustjóri 1885 og deildar-
stjóri við lát Hilmars Stephensens 1889.
Hann er riddari af dannebrog. íslenzku
lærði hann nokkurn tíma hjá dr. Valtý
Guðmundssyni.
Með því að kunnugir menn höfðu
skýrt oss frá, að íslenzkukunnátta herra
Dybdals værí mjög ófullkomin, gengum
vér á fund hans og höfðum tal af konum.
Sagði hann oss meðal annars, að hann
skildi vel íslenzku á bók, og þykir oss
alllíklegt, að svo sé, þar eð vér komumst
að raun um, að honum veitti auðvelt að
skilja oss, þá er vér töluðum á íslenzku,
og er það þó erfiðara. En hann kvaðst
fremur kynoka sér við að tala málið, sök-
um þess, að sér væri ábótavant í því, sem
eðlilegt er. Þess ber samt að geta hon-
um til lofs, að hann liefur einmitt nú