Þjóðólfur - 02.09.1892, Blaðsíða 3
163
meðan haun dvelur hér, gert sér nokkurt
far um að æfa sig í að tala íslenzku. Er
vafalaust, að hann fer héðan miklu betur
að sér í tungu vorri, en þá er hann kom
og teljum vér þá allmikið gagn orðið að ferð
hans. Vér íslendingar vírðum tungu vora
mikils og viljum, að henni sé ailur sómi
sýndur, og þess vegna leyfum vér oss í
nafni landa vorra að skora vinsamlegast
á hr. Dybdal að leggja ekki ísleuzkuna á
hylluna, er til Hafnar kemur, heldur afia
sér ávallt. meiri og meiri þekkingar í henni,
enda er það skylda hans samkvæmt em-
bættisstöðu hans.
Síðan hann kom hingað til bæjarins í
byrjun f. m. hefur hann ferðazt til Geysis
og austur í Rangárvallasýslu (að Bergþóru-
hvoli), skoðað Ölfusárbrúna og brúarstæðið
á Þjórsá. Hreppti hann veður hið bezta
og lét allvel yfir ferðinni.
Stjórnarráðstöfun. Káðgjafinn fyrir
ísland hefur samkvæmt tillögum lands-
höfðingja vikið Skúla Thoroddsen sýslu-
manni og bæjarfógeta á ísafirði frá em-
bætti um stundarsakir, frá 1. þ. m. Vér
viljum ekki leggja neinn dóm á þessa ráð-
stðfun að sinni, en þess verðum vér þó
að geta, að naumast hefði rannsókn ver-
ið hafin gegn nokkrum öðrum sýslumanni
en Skúla, fyrir jafnlitlar sakir, því að
þótt liaun beitti nokkurri hörku við mann,
er var sterklega grunaður um morð, og
auk þess almennt illa þokkaður, var mjög
afsakaulegt.
Lárus Bjarnason yfirréttarmálaflutn-
ÍDgsmaður er settur sýslumaður og bæjar-
fógeti á ísafirði fyrst um sinn frá 1. þ.
m. Er honurn falið á hendur að rann-
saka alla embættisfærslu hr. Skúla Thor-
oddsens frá upphafi, því að minna má ekki
gagn gera. Fór hann vestur þangað með
„Laura“ 30. f. m.
Póstskipið „Laura“ kom hingað að
morgni 29. f. m., og fór daginn eptir til
íaafjarðar. Með þyí kom frá Höfn ung-
frú Sigríður Markúsdóttir (kaupmanns á
Geirseyri), og frá Skotlandi 17 enskir
ferðamenn, þar á meðal amerísk barónsfrú
frá Boston, Anna von Eydingsvárd (gipt
sænskum manni), og vinkona hennar.
Ætla þær að ferðast til Geysis og Heklu.
Eunfremur kom frá Skotlandi Þor-
björn Jónasson kaupmaður, er sigldi með
síðustu póstskipsferð tii að reyna að út-
vega enskan fjárkaupmann, einkum fyrir
hönd Borgfirðinga, en það tókst ekki. Lít-
ur því út fyrir að fjársala í haust til
Englands verði sárlítil eða ef til vill eng-
in, og er það mikill hnekkir ofan á allt
verzlunarólagið.
Maður fannst rekinn upp úr Skorra-
dalsvatni í Borgartirði 12. f. m. Vautaði
nokkuð af handleggjunum og annan fót-
inn. Þóttust menn sannfærðir um, að þetta
hlyti að vera lík Péturs Guðmundssonar,
er einu sinni var hjá séra Baldvin kat-
ólska í Landakoti, en til heimilis á Jaðri
á Akranesi, er haun drukkuaði í vatúinu
ofan um ís í desemberm. 1885. Má furðu
gegna, að líkið var ehki meira skemmt
eptir svo langan tíma, en oss er skrifað
þaðan aí nákunnugum manni, að menn
viti ekki til, að nokkur hafi drukknað í
yatninu síðan.
Þiiigmálaí'undur var haldinn að nafn-
inu til í Ásgarði í Hvammssveit 23. júlí.
Var þann illa sóttur og lítið rætt um þing-
mál. Menn voru alveg áttavilltir eða rétt-
ara sagt áttalausir í stjórnarskrármálinu.
Vildu hvorugri aðalstefuunni fylgja, hvorki
ísfirðingum né „miðluninni“.
Séra Guðmundur í Gufudal býður sig
ásamt séra Jens til þingmennsku í Dala-
sýslu en elcki í Barðastrandarsýslu, og er
talið óséð, hvor þeirra verði hlutskarpari.
Barðstrendingar h ifa skorað á Björn
104
báru þau ei að síður harm sinn með hugprýði sakleysis-
in8 og létu ekki hugfallast. Hin einasta gleði þeirra
var að gera Amos veruna í fangelsinu þolanlegri með
því að senda honum hitt og þetta, er þau keyptu fjTir
þá litlu peninga, er hann hafði áður dregið saman, með
því að leggja hart á sig og neita sér um ýmsar nauð-
synjar.
Nokkrir mánuðir voru þannig liðnir án þess að
Amos hefði játað á sig þjófnaðinn eða nokkuð hefði
sannað sekt hans, og því urðu ofsóknarmenn hans
loksins að leggja málið í dóm án nokkurra verulegra
sannana gegn honum. Hið eina, sem mönnum þótti
bera vitni gegn hinum ákærða, voru nokkrar skrár með
óvanalegri gerð og nokkrar smávélar, er fundizt höfðu
í smiðju hans. Þessir smíðisgripir, er enginn gat áttað
sig á, báru að minnsta kosti vott um fjölhæfni smiðs-
ins og það var nóg til þess, að styrkja gruniun á hon-
um. Einnig höíðu fundizt hjá honum svo margar teg-
undir af suilldarlega smíðuðum skrám, að bæði dómur-
unum og öðrum, er sáu þær, þótti næsta ótrúlegt, að
slíkur fátæklingur hefði varið svo mikilli fyrirhöfn að
eins til þess að fullkomna sig í iðn sinni. Vinir hans
og nágrannar báru þann vitnisburð um siðferði hans
og hegðun, sem vænta mátti, og allir voru á sama máli
um það, að hann hefði jafnan haft mjög miklar mætur
101
Hér um bil mánuði síðar var brotizt inn i bank-
ann á náttarþeli og stolið þaðan 50,000 dollurum. Járn-
rimlarnir í einum glugganum voru sagaðir i sundur, og
innbrotið var framið á þann hátt, að auðsætt var, að sá
sem hafði gert það, hlaut að vera bæði djarfur og slung-
inn og vel að sér í öllu vélasmíði. Njósnarmenn lög-
regiuliðsins voru á þönum um alla borgiua og þorpin
þar í grennd. Allir íbúar Fíladelfíu voru hálfsmeikir
við það, að svo hugaðir og sluugnir ræuingjar skyldu
vera svo nærri þeim og þeir gerðu allt, sem í þeirra
valdi stóð til að stuðla að því, að þjófnaðurinn yrði
uppvís. Hingað og þangað vaknaði dálítill grunur gegn
Amos, en hann hjaðnaði brátt aptur, þar eð öllum var
fullkunnugt um fátækt hans.
Hingað til hafði kaupmaðurinn af auðskildum á-
stæðum þagað um viðskipti sin og smiðsins, og Arnos
hafði einnig af vanalegu göfuglyndi þagað um þau. En
nú sagði kaupmaðurinn, knúður af djöfullegri hefndar-
girni, frá sögu þessari og það á þann hátt, að hann gat
verið viss um, að húu kæmizt ýkt og afbökuö til eyrna
bankastjórunum. Að litlum tíma liðuum tók Amos að
veita því eptirtekt, að nábúar hans sneiddu hjá honurn
fremur en áður, og að hinir og þessir, sem komið höfðu
til hans á hverju kveldi, létu nú ekki sjá sig dögum
saman. En af þvi að hann gat ekki gert sér neina
4