Þjóðólfur - 02.09.1892, Side 4

Þjóðólfur - 02.09.1892, Side 4
164 kaupmann Sigurðsson í Flatey að taka við þingmennsku fyrir þeirra kjördæmi, en hann hefur neitað því. Fyrirspurnir og svör. 1. Er það rétt af prófasti að spana sóknarmenn í prívatbréfi móti presti BÍnum? — Svar: Nei. 2. Er leyfilegt að verja nokkrum hluta af tekj- um óveitts prestakalis til uppfræðingar börnum? Svar: Nei. 3. Er það leyfilegt af prófasti að halda stjórn- málafund í kirkju. — Svar: Já. 4. Er Jiað rétt af prófasti að „visitera11 án þess að boða það fyrirfram? — Svar: Já. Auglýsing. Hér með auglýsist, að skiptarétturinn í félagsbúi Jóns Sæmundssonar frá Esju- bergi og konu hans G-uðrúnar Sigurðar- dóttur hefur eptir 63. gr. skiptilaganna fundið ástæðu til að svipta hann búsfor- ráðum, svo að honum er óheimilt að taka nokkuð af eigum búsins. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 1. sept. 1892. 481 Franz Siemsen. Hér með bannast ferðamönnum að fara fyrir framan bæinn Sölfholt eða liggja þar með hesta, þvi aukavegur er fyrir norðan bæinn. Sölfholti 27. ágúst 1892. 482 Magnús Þorkelsson. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn 3. október næstkomandi kl. 10 f. h. verður í verzlunarhúsum Salo- mons Davidsens á Akranesi haldið opin- bert uppboð og þar seldur hæstbjóðendum ýmiskonar verzlunarvarningur o. fl. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 31. ág. 1892. 483 Sigurður Þórðarson. Klukkur, vasaúr og úrfestar fást hjá úrsmið Magnúsi Benjamínssyni 484 í Reykjavík. fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Hjá undirrituðum er í óskilum brún hryssa um 9—10 vetra, mark: sýlt vinstra. Eéttur eigandi vitji hennar gegn sanngjarnri borgun fyrir hirð- ingu og þessa auglýsingu til Kristins B. Sigurössonar 486 í Lækjarkoti í Mosfellssveit. Kaupmaður nokkur í Kaupmanna- höfn óskar að fá tilboð um ágcetar rjúp- ur að vetrinum. Seðli á dönsku merktum 1231 verður veitt viðtaka í Emil Triers Annonce-Bureau, 487 Kjobenhavn K. Kennsla, Undirskrifaður tekur að sér kennslu í latínu, grísku, íslenzku, dönsku, og þýzku. Sömuleiðis gefst þeim, er hafa samið víð mig um kennslu nýsveina á komandi vetri, til vitundar, að kennsla þessi byrjar 1. okt. þ. á. Aðalstræti nr. 7. Þorleifur Bjarnason 488 cand. mag. Ekta Singers saumavélar úr sænsku stáli fást í verzlun 489 Sturlu Jónssonar. IPSF" Nærsveitamenn eru beðnir að vitja, Þjóðólfs á afgreiðslustofu hans (Yeltusundi nr. 3). Eigandi og ábyrgSarmaður: llanncs Þorsteinsson, cand. theol. FélagBprentsmið,ian 102 grein fyrir, hvernig á þessu stæði, hugsaði hann ekki frekar um það, og þar eð sá maður, sem þess konar orðrómur leggst á, optast nær er hinn síðasti, sem fær vitneskju um hann, hafði Amos heldur enga hugmynd um, hvílíkur grunur lék á honum, fyr en lögreglustjór- inn kom með þjónum sínum til að leita þjófaleit hjá honum. Eins og við var að búast datt mjög ofan yfir Amos við þessa óvæntu heimsókn og hann varð bæði hryggur og reiður. Að taka einn einasta skilding frá nokkrum manni myndi hann hafa talið ófyrirgefanlegan glæp, og þegar hann heyrði þessa feiknamiklu upphæð nefnda, varð hann alveg forviða yfir því, að nokkur skyldi geta grunað sig um slíka óhæfu. Eptir að lög- reglustjórinn hafði lýst því yfir, að hann hefði ekki fundið neitt grunsamt í húsi hans, fór Amos að hugga sig og skuldalið sitt með því, að ekki gæti hjá því far- ið að þjófarnir yrðu handsamaðir, og þótt svo yrði ekki, mundi grunurinn á honum vafalaust brátt hverfa aptur, þegar nábúar hans, sem hefðu þekkt hann svo lengi, sæju, að hann væri jafn fátækur og jafn starfsamur, sem fyr. En það leið ekki á löngu, þangað til Amos rataði í þær raunir og þrautir, sem honum aldrei hafði komið til hugar, að hann mundi rata í. Bankastjórarnir, sem voru gramir í geði yfir því, hve eptirgrennslanir þeirra 103 höfðu illa heppnazt, sendu einmitt kaupmanninn, sem fyr er getið til Amos, til þess að veiða hann. Þeir buðu honum allmikið fé og hétu honum, að þeir skyldu ekki hefja neina réttarrannsókn gegn honum, ef hann að eins segði þeim, hverjir væru í vitorði með honum. Amos sór og sárt við lagði, að hann væri öldungis saklaus, ,pg lét í ljósi megnasta viðbjóð á slíkum glæp, en það var allt árangurslaust. Kaupmaðurinn hæddist að því, hversu liann þættist vera ráðvandur, og hótaði honum því, að neitun hans skyldi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þá rann vesalings smiðnum í skap,,er hann var svo hæddur og svívirtur, og hann skipaði kaupmann- inum þegar í stað að hypja sig burt úr sínum húsum, er hann hefði fastlega einsett sér að verja gegn yfir- gangi og ósvífni auðkýfingsins, enda þótt hann sjálfur væri fátækur. Kaupmaðurinn varð hræddur og flýtti sér burtu, en sór að hefna sín á Amos. Bankastjórarnir tóku aptur saman ráð sín, og það var ákveðið, að Amos skyldi tekinn höndum og settur í varðhald, til þess að freista, hvort hann yrði ekki knúður til að gangast við þjófnaðinum, er hann væri skilinn frá fjölskyldu sinni. Þetta var þegar gert og kona Amos’s og börn þeirra urðu að sætta sig við þessi rangindi, en þótt þau væru mjög sorgbitin og fengju daglega að þreifa á því, hversu tortryggileg þau voru orðin í augum nágranna sinna,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.