Þjóðólfur - 16.09.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.09.1892, Blaðsíða 2
170 lögunum, er væru óhafandi og gætu ekki átt hér við; þyrfti því að semja ný lög fyrir íslenzka fiskimenn. Frumv. séra Jens um vegi, er kom fram á síðasta þingi, var haun mótfallinn, en Þ. Thoroddsen með því. Hiun siðarnefndi vildi lækka dagpeniuga þingmanna, en var ekki neitt sérlega meðmæltur föstu þingfararkaupi. Alþingiskosning í Gullbringu- og Kjós- arsýslu fór fram í Hafnarfirði 13. þ. m. Kosnir voru þeir feðgar: Þórarinn próf. Böðvarsson í G-örðum með 140 atkv. (af 143 alts) og J'on Þórarinsson skólastjóri í Flensborg með 112 atkv. Þórður Thor- oddsen fékk 34 atkv. Þingmálafundur fyrir Borgarfjarðar- sýslu var haldiun á Akranesi 3. þ. m. Var hann fremur illa sóttur, en umræður urðu allmiklar og hirðum vér ekki að taka ágrip af þeim hér. Á hjörfundinum, er haldinn var á Leirá 12. þ. m., voru 4 þingmannsefni í boði. Við fyrstu kosningu hlaut Björn búfræð- ingur Björnsson frá Reykjakoti 60 atkv., Halldór Daníelsson í Langholti 40, séra Þorkell á Keynivöllum 26 og dr. Grímur Thomsen' 11. Var þá kosið bundnum kosningum milli þeirra tveggja, er flest atkvæði höfðu, og fékk þá Halldór 65 atkv. en Björn lúfræðingur 68 og er því orðinn þingmaður Borgfirðinga. í Vestur-Skaptafellssýslu var kosið 3. þ. m. og Guðlaugur sýslumaður Guðmunds- son valinn þingmaður með um 40 atkv., en Jón bóndi Einarsson á Hemru fékk 8. Fleiri ekki i kjöri. Uppástungur um sauöfjármörk. 3. Eigendamörk. (Niturl.). Það er einn af kostum þeim, sem er við þessa markabreytingu, að aldrei getur orðið alveg sammerkt hjá fjáreigendum, af þvi að mörkin á öðru eyranu eru undir stjórn og með regiu. Það hygg eg hent- ugra, að sýslu- og hreppamörk séu á hægra eyra, en eigendamörk á vinstra eyra; því flestum mun vera tamara að skoða hægra eyrað fyrri þegar þeir skoða mörk á fé, og þarf' þá eigi að skoða frek- ar í öðrum sýslum og sveitum, þegar sýslu- og hreppamark er fundið, fýr en féð er kornið í þá sýslu og þann hrepp, sem það á heima í. Eins og hreppar í sömu sýslu ekki mega eiga sammerkt, eins mega eigendur í sama hreppi það eigi lield- ur; en þó eigendur eigi sammerkt í næsta eða öðrum hreppi á vinstra eyra, getur þó aldrei orðið sammerkt á hægra eyra, ef þar er sýslumark og glöggt hreppsmark. Nokkrir halda, að eigi séu til nóg mörk og markbreytingar fyrir eigendur í fjöl- mennum hreppum, en eg er á gagnstæðri skoðun. Að vísu hafa eigendur þá eigi nema annað eyrað frjálst fyrir mörk sín, en þeir hafa líka öll mörk frjáls, sem nú eru til; og þar nú eru til yfir 1000 mörk og markbreytingar á báðum eyrum, þá væri það óskiljanlegt, ef eigi fengjust 200 til 300 mörk og tilbreytingar með þau á öðru eyra. Við markbreytingu þá, sem eg held hér fram, er miklu síður hætt við óviljandi misdrætti í réttum en nú er, af því að eigi þarf, nema í innsveitisrétt, að draga nema eptir einu yfirmarki og eiuu undirmarki á sama eyra; og held eg þýð- ingarlaust að senda þann mann til fjár- dráttar í rétt, sem eigi kann það og þekk- ir utanbókar. 4. Hvernig verður þessu komið áí Alþing semur þingsályktun, samkvæmt undirlagi þingmálafunda í kjördæmunum og skorar á landsstjórnina að gera fyrirskipanir, þessu máli til framkvæmdar, og stingur jafnframt upp á þeim nauðsyn- legustu ákvæðum, sem þinginu þykir þurfa að vera. Svo sendir landsstjórnin sýslu- nefndaroddvitunum þessar fyrirskipanir og ákvæði sitt um, hvert sýslumark hver sýsla skuli hafa, og skorar jafuframt á þá að á- kveða hrepppamörk í sýslunum. Þá send- ir sýslunefndin hreppaneíndunum skjöl málsins, og skipar þeim í samráði með hreppa íbúum, að ákveða eignarmörkiu, og að hafa eptirlit með, að fyrirskipunum sé hlýtt. Þetta er eins og hvað annað nýtt, að það er örðugt á meðan það er að komast á algerlega. Það er fyrirsjáanlegt, að mikla aðgæzlu þarf að hafa í réttum og óskilafjárskoðunum, þar til allt það fé er eyðilagt, sem er með gömlu mörkunum. Þeir sem geta glöggt markað hin uýju mörk upp úr mörkum sinum, verða að gera það, þó ekki væri meira en sýslu- og hreppsmarkið, því mest ríður hverjum fjáreiganda að ná því sem fyrst; en það eru ekki nærri því allir, sem geta það; mörk þeirra eru nú svo löguð, að það verður ekki. Til þess að bæta nokkuð úr þessu, bæði á meðan breytingin er að alkomast á, og fyrir þá, sem kynnu að flytja sig, hefur mér hugkvæmzt að ákveða mætti tvö mörb, óbrúkanleg fyrir hreppa- mörk, en sem gera mætti úr flestum und- irmörkum, svo sem boðbíld og lögg, til að vera ómerk, þannig, að þar sem þau væru merkti það, að þar ætti ekkert mark að vera þeim megin á því eyra, sem sýslu- og hreppamörk ættu að vera á, en eigend- um skyldu þau jafn markverð sem önnur mörk. Nú skyldu öll lömb á landinu vera mörkuð hinum nýju mörkum vorið 1894 og á hverju vori þar eptir, þá mætti allt fé með gömlu mörkunum vera eyðilagt haustið 1900. Eptir það skyldi hver sú sauðkind, sem fyndist sýslu og hreppa- markalaus verða eign sjóðs þeirrar sveit- ar, sem lmn fyndist í. Hver sá, sem laga vildi þessar frum- smíðuðu uppástungur mínar, og gera þessa markabreytingu enn aðgengilegri í fram- kvæmdinni, ætti skilið að fá miklar og góðar þakkir. Haukur úr Horni. Veðurátta hefur verið allköld næst- liðna viku. 13. þ. m. snjóaði ofan í sjó hér við Faxaflóa suöur á Seltjarnarnes en lengra ekki. Er það fremur sjaldgæft hér svona snemma. Nóttina eptir var allmikið frost (S1/^0 C.). Kaupafðlk allmargt er komið ofan úr Borgarfirði og úr austursýslunum, en fátt að norðan enn. .Er alstaðar talað um mikinn grasbrest en ágæta nýtingu, þangað til snemma í þ. m., að heldur brá til ó- þurka. Itangárvallasýslu (Landi) 3.sept: „Það, sem almenningi nú er tíðræddast nm, er hið frámunalega grasleysi og þar af leið- andi mjög bágborinn heyskapur og ískyggi- legt útlit. Mjög víða er fyrirsjáanlegt að lóga verði flestum lömbum 0g nokkru af kúpeningi, ef ásetningur manna á að verða í nokkru lagi og hafa þó allmargir meiri og minni styrk af gömlum heyjnm. ValL lendi hefur verið óvinnandi sökum hinna sífelldu þurka, enda verið sársnöggt, nema það, sem var á sinu. Góðan styrk liafa marg- ir haft af mela- og blöðku-slægjum; blaðk- an er hið kjarnbezta kindafóður; hún sprettur upp úr sandi og í hraunum. Þá hafa og nokkrir bændur héðan úr sveit sótt hey í Safamýri, en þótt grasið sé þar nóg, er það vart tilvinnandi sökum vega- lengdar nema fyrir þá, sem hafa hestaráð mikil og eiga enga úrkosti aðra. Á þessu sumri hefur talsvert verið stund- uð veiði í Veiðivötnum (Fiskivötnum á Landmannaafrétti) 0g hefur veiðzt í betra lagi. Oss Landmönnum þykir mein að,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.