Þjóðólfur - 16.09.1892, Blaðsíða 3
171
hve langt er að sækja til þeirra, sem sé
tæpar tvær dagleiðir og stórt vatnsfall,
Tungnaá á leiðinni, því að vanalega eru
menn 1—2 vikur um kjrrt inn frá við
veiðina. Sá, sem einna helzt hefur stund-
að þar veiði, er Einar bóndi Gíslason í
Holtsmúla.
Kjörfundur hefur verið boðaður fyrir
sýsluna hinn 30. þ. m. og verða þingmeun
okkar seinustu, þeir Sigkvatur og séra Ó-
lafur, í kjöri og auk þeirra Þórður hrepp-
stjóri Guðmundsson í Hala; um fleiri ekki
sannfrétt.
Sandveður hafa komið töliiverð á þessu
sumri og gert talsverðar skemmdir á sum-
um jörðum, einkum prestsetrinu Stóru-
völlum og var sá bær á síðastliðnu vori
fluttur þaðan, sem hann kefur staðið, þang-
að, sem álitið var að hann væri ókultari
fyrir sandroki“.
•j- Karen Nicóline Frederikhe, dóttir
Isaks Jakobs Bonnesens, síðast sýslumanns
í Rangárvallasýslu og konu hans Önnu-
Kristínar (f. Olmann), andaðist að Vindási
á Landi 14. f. m. Karen sál. var fædd í
Ólafsvík 24. maí 1822 og fluttist þaðan
hingað austur með foreldrum sínum á unga
aldri. 27. septbr. 1846 giptist hún Jóni
Þorsteinssyni á Yindási, sem nú er látinn;
bjuggu þau þar allan sinn búskap og varð
13 barna auðið; dóu 8 þeirra í æsku en
1 á fullorðins aldri; 4 eru á lífi, þar á
meðal Kristófer bóndi á Vindási og ísak
verzlunarmaður á Eyrarbakka. Karen sál.
var hin mesta myndarkona, sem hún átti
ætt til- (E. Th.).
ý lngibjörg Sigurdardbttir (dóttir Sig-
urðar bónda í Langholti í Flóa) andaðist
7. þ. m., eptir 14 vikna legu 24 ára að
aldri. Ingibjörg sál. var atgervisstúlka, vel
skynsöm og vildi öllum hið bezta. Er
hennar því sárt saknað, ekki einungis af
foreldrum og systkinum, heldur einnig
öllum, er heunar höíðu nokkur kynni.
Hinar langvinnu þjáningar, er hún Ieið í
banalegunni, bar hún með stakri rósemi
og þolinmæði. (S,).
Heim vísun.
Úr því eg svaraði áreitnisgreinum Jóns Gunn-
arssonar um mig i „Pjallkonunni", þá þykir mér
hlýða að fara nokkrum orðum um greinina hans í
30. tbl. „Þjóðólfs11 með yfirskriptinni: „Það tókst
ekki“.
Að þvi er til mín og embættisreksturs mins
kemur, er J. G. í grein þessari að tyggja upp apt-
ur hið sama, sem hann var búinn að tönnlast á í
„Pjallk.“, — og hart hlýtur það að vera fyrir heið-
virt blað, að þurfa að taka upp í sig jafn-væmið
efni: en „Þjóðóldur var lögneyddur til þess, úr því
greinin var send honum sem svar gegn yfirlýsing
130 Útskálasöknarmanna,
Það er ekki smávaxið höfuðið á þessari grein
J. G., — ekki minna en þetta: „í 24. bl. “Þjóð.“
hafa 130 sálir í Útskálasókn reynt að sparka til
mín, og um leið að frelsa prestinn sinn. — Það
tókst ekki“.
í mörg ár hefur mér ekki dottið i hug atvik,
sem eg var sjónarvottur að á fyrstu skólaárum
mínum i Reykjavik, en þegar eg las þetta greinar-
upphaf J. G., þá datt mér það í hug; eg gat ekki
að því gert. Eg ætla stuttlega að skýra frá því:
Það var einn dag á Þorranum um nónbil, að aldr-
aður bóndi úr Borgarfirði gekk yfir norðanverðan
Austurvöll. Snjðr var allmikill á jörðu, og hafði
veður gengið tll hláku nm nóttina, en var nú stillt.
Þá snarast drengur einu fram úr húsasundi, hleyp-
ur æpandi aptan að bændaöldungnum, og lætur
snjókúlur sínar dynja yfir hann. Bóndi hélt leiðar
sinnar og brá sér ekki hið minnsta. Bar þar þá
að einhverja menn fullorðna; víttu þeir drenginn
þunglega fyrir strákskapiun, og kváðust mundu
taka til hans og gefa honum ráðuing, ef hann ekki
hætti. Hleypur Btrákur þá út undan sér yíir vilpu
nokkra fulla af for og krapi og upp á mykjuhaug
hinumegin vilpunuar, kastar nokkrum óþverra eptir
mönnuuum, setur síðan þumalfingurinn að nefbroddi
sínum, þsnur út foruga hendina og æpir: „hæ! hæ!
lange ness, það tókst ekki“. Mennirnir hristn höf-
uðin og gengu þegjandi leiðar sinnar.
Úr hvaða háska skyldi J. G. annars írnynda
sér, að þessir 130 menn hafi verið að reyna að
frelsa prestinn sinn? Þeirri spurning læt eg ó-
svarað; það er eigi unnt að gizka á, hvaða sjón-
hverfingar og hillingar glepja þá menn, er lifa i
ímynduuum, en það er bert, að J. G. hefur staðið
i þeirri imyndun, að vaðallinn hans um mig í
„Fjallk.“ mundi ekki verða að vettugi virtur, held-
ur hafa einhverjar voðalegar afieiðingar fyrir mig
sem prest, — og J. G. má standa eínn uppi með
þessa ímyndun sína svo lengi sem hann vill fyrir
mér.
Engum orðum vil eg fara um yfirlýsing hinna
130 Útskála8óknarmanna að efninu til; en þótt J. G.
vilji gera lítið úr mönuum þessum, og sé að dylgja
með „lausamannalýð og álitlegan hóp af reiknings-
mönnum hreppsnefndariunar“, þá voru þessir menn
atkvæðisbærir að lögum um safuaðarmál, flestallir
húsfeður, og meðal þeirra fjöldi hinna merkustu og
bezt menntuðu Útskálasóknarmanua, enda veit J. G.
það eins vel og eg, að í þessum hóp eru svo rit-
færir menn, að þeir hefðu átt auðvelt með að svara
Þjóðólfsgrcin hans, ef þeir hefðu virt hana svars.
J. ^G. farast ívo orð út af yflrlýsing þessari:
„Pyrst hann (þ. e, séra Jens) ekki treysti sér til að
sanna sýknu sýna, svo sem mcð málssókn og dómi,
eða þá kjarnbetra og öðruvísi tilorðnu vottorði,
o. s. frv.“ — og síðar í greininni talar hann um
sendiför, sem hafi orðið „til lítillar gleði fyrir sendi-
mennina, ué til gagns fyrir guðsmanninn".
Þar eð allmargir liafa Bkilið þessi o. fl. umrnæli
J. G. sem dylgjur um, að eg hafi átt einhvern þátt
i því, að yfirlýsing þcssi varð til, þá skal þvi liér
með lýst yfir, að eg átti engan þátt i því, hvorki
beinan né óbeinan, og voru sóknarmenu svo smekk-
vÍBÍr, að láta mig ekkert hafa af þvi að segja, enda
var þá komin í ljós sú stefna mín í þessu máli,
að gjalda þögn við árás J. G.
Ekki verður séð, á hverju J. G. byggir þann
sleggjudóm sinn, að eg ekki hafi treyst mér til, að
lögsækja hann til hegningar fyrir árásina á mig;
en það er ekki hugsanlegt, að hann geti verið
byggður á öðru en því, að eg énn ekki hef lög-
sókt hann, og er þá viðlíka mikið vit í honum,
eins og ef sagt væri: „af því Jón situr, þá treystir
hann sér ekki til að standa upp“. — Slíkt er þó
ekki berandi á borð fyrir heilvita mónn, heldur að
eins fábjána, — og hafi Jón ófrægt mig í tveim dag-
blöðum til þess, að fá þess konar fólk á sitt mál,
þá skal mig ekki furða, þótt hann í ritvaðli siuum
hafi loyft sér áð nota veilar ályktanir. Það sér þó hver
heilvita maður, að mér gat gengið margt, til þess,
að fresta lögsókn á hendur mauni þessum: fyrst
það, að gefa honum ráðrúm til að sjá sig uiu hönd
og bæta úr skák, annað það, að ganga úr skugga
um, hvort kirkjustjórnin fyndi ástæðu til aö skípa
mér málshöfðun, hið þriðja það, að sjá, hvort hann
hefði ekki fleiri kúlum á mig að skjóta, svo allt
gæti fylgzt að í sama dóm. Enn er auðvitað feyki-
nógur tími til að lögsækja J. G.; en set.jum nú
svo, að eg ekki virti árás hans þess, að veija tíma,
fyrirhöfn og fé til að lögsækja hann og sleppti
því; — samt sem áður sannaði það engan veginn,
að eg ekki trcysti mér til að fá hann dænidan til
hegningar fyrir vanvirðing hans við mig að ó-
sekju.
J. G. segir enufremur, að „reyna“ mætti að t'á
það sannað, að og hafi með höndum sýslauir ósam-
boðnar stöðu minni. — Jú, víst gæti hanu „reynt“
þetta, en hann gæti líka „reynt“ að fára til tungls-
ius; en svo þegar hann væri búinn að gera til-
raunina, þá kynni að koma í blöðin skýrsla með yfir-
skriptinni: „Það tókst ekki“.
Hverjar skyldu þessar sýslanir aunars vera?
Burt með dylgjurnar! — engar saurslettur á hreint
borð. — Viti því allir menn, að störf þau, sem eg
auk prestsskaparius hef á hendi sem stendur, eru
þessi: sýslunefndarmannsstarf, hreppsnefudaroddvita-
starf, bréfhirðingamannsstarf og Sáttasemjarastarf,
ennfremur umsjón og fjárhald barnaskólans hérna;
þá er nú upptalið, nema ef J. G. skyldi telja það
með sýslunum mínum, að eg er meðlímur ýmsra
heiðarlegra nytsemdarfélaga, sem enginn réttsýun
maður getur talið nokkrum presti ósamboðið að
vera í.
J. G. segist hafa bent ft einbættisvanræksln hjft
mér. — Jú, hann var i „Fjallk.“ að reyna, að gera
embættis-vanrækt úr alls 4 messuföllum, sem urðu
hér i prestakallinu i vetur eptir nýár. Eg hef í
„FjaIIk.“ sannað, að messuföll þessi urðu af gild-
um ástæðum, og sýna engá „vanrækslu í embættis-
færslu“. Þessi óhróður J. G. er þvi ástæðulaus og
ósannur. Það er annars óneitanlega slysalegt fyrir
hanu, að hafa borið messuföll sem vopn á mig í
þessu skyni, þar eð fyrir því eru órækar sannanir,
að Útskálaprestakall hefur undanfarin ár að því er
til messufjölda kemur staðið flestum prestaköllum
landsins framar, enda komið fyrir, að það hafi
staðið allra þeirra fremst, næst Keykjavík, sem
ætið er allra fremst i þessari grein, — Og gagnvart
þessu er J. G. að bisa við að gera úr þessum messu-
föllum vanrækslu í embættisfærslu.
Tilraun J. G. til aö vanvirða mig er rækileg;
því vorður tæpast neitað úr því hann er korninn með
hana í tvö fjöllesin blöð; — en árangurinn? — hann
getur aldrei orðið annar en sá, að tilrannin fái að
leikslokum í meðvitund almenuings ylirskriptina: