Þjóðólfur - 23.09.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.09.1892, Blaðsíða 2
178 liugleiddu það vandlega og gerðu einhver samtök til þess að ráða^bót áf'hinni miklu peningaeklu í Iandinu" í þá átt, er hér hefur verið bent á, og án þess þeir þyrftu að bíða nokkurn halla við það. Yæri æskilegt, að einhver verzlunarfróður mað- ur léti opiuberlega í ljósi álit sitt um þetta málefni, og hvort ekki væri vinn- andi vegur að fá því kippt í betra horf. BÓKMENNTIR. Skírnir, tíðindi hius íslenzka bókmennta- félags um árið 1891. Rvík 1892. 132 bls. 8V0_- Skírnir hefur liiugað til ekki verið fjöl- breyttur að efni, þar eð hann að eins hef- ur flutt útlendar fréttir, en nú er uokkuð annað snið á honum, því að „Fréttum frá íslandi“ og „Skýrslum og reikningum11 er sleugt saman við hann, samkvæmt ákvörð- un á fundi bókmenntafélagsins í fyrra. Eru íslandsfréttirnar fremst, útlendu frétt- irnar þar næst og skýrslurnar síðast. Um Islandsfréttirnar, er kand. Pálmi Pálsson heí'ur samið, er það að segja, að nokkrar villur hafa slæðzt inn í þær, eink- um i kaflanum „Heilsufar og mannalát“. Sumar þeirra munu að vísu prentvillur einar, t. d. á bls. 25: Jón Jóhannesson, en á að vcra Jón Jöhannsson, á bls. 26: Jón Thorsteinsen sýslumaður, er á að vera Jönas Thorsteinsen og á s. bls., þar sem Guð- mundur bóndi í Ásutn í Eystrihrepp er látinn vera Þórðarson, en hann er Þor- nióðsson, eða á bls. 23, þar sem móðir Gests Pálssonar er talin Ragnheiður Gísla- dóttir, en á að vera Gestsdóttir. Sama er að segja um fæðingarár Péturs biskups, sem er talið 1803, í staðinn fyrir 1808. En þessar og þvílíkar villur eiga ekki að sjást í riti, sem á að vera nokkurs konar árbók fyrir eptirkomendurua. Það lítur út eins og höf., sem er kunnur að vaud- virkni í prófarkalestri sem öðru, hafi verið heldur fljótvirkur í þetta sinn. Á bls. 26 er Rafn (faðir Ingimundar á Brekku) tal- inn son Vigfúsar sýslumanus í Þingeyjar- sýslu, en hann var sonarson hans. Faðir Rafns var Jón Vigfússon. — Á eitt viljum vér ennfremur benda hinum heiðraða höf., er hauu rekur ættir manna, og það er að varast, að þær geti orðið misskilningi undirorpuar. Hann segir t. d. á bls. 21, að Pétur prófastur á Víðivölluin (faðir Péturs biskups) hafi verið Pétursson Björns- sonar prests að Tjörn á Vatnsnesi. Þeir sem ekki þekkja ættina skilja þetta svo, að Björn þessi hafi verið prestur á Tjörn, því að það liggur beinast við. Nokkuð svipað kemur fyrir á bls. 22, því að þar má skilja orðasambandið svo, að Steinunn dóttir Guðbrands biskups hafi verið móðir Þóru konu Halldórs biskups Brynjólfssonar. — Þessar bendingar vorar vonum vér að höf. taki til greina síðar meir. Að öðru leyti eru „Fréttirnar" lipurt ritaðar og gagnorð- ar, og hefur höf. tekizt vel að gera grein- armun á hinu verulega og óverulega, sem opt er allerfitt í svo stuttu ágripi. Þess- ar villur, er vér höfum getið um í ritinu, eru að vísu ekki stórkostlegar, en þó þess eðlis, að vér vildum ekki láta þær standa óleiðréttar. Slárnir hinn gamli, er dr. Jón Stefáns- son í Höfn hefur samið, er nú tvískiptur, því að auk hinna venjulegu útlendu frétta er sérstakur kafli, er nefnist „Bókmenntir“, helmingi lengri en fréttakaflinn. Vér urð- um glaðir við, er vér sáum þessa nýlundu, því að í Skirni hefur hingað til lítið eða ekkert verið minnzt á neinar framfarir eða andleg afrek í heimi bókmenntanna. Vér hugðum þvi, að þetta væri fyrsta sporið til að gefa almenningi hér á landi dálitla hugmynd um hin mikilvægustu rit nútíðar- innar, að því er snerti verklegar framfarir, fögur vísiudi og listir. En oss brugðust herfilega hinar góðu vonir, er vér lásum þennan kafla. Vér sjáum ekki, hvern þremiiinn þessi suudur- lausi vaðall á að þýða, eða hvert gagn alþýða hér geti haft af honum. Oss furð- ar stórum á því, að stjórn Bókmenntafé- Iagsins skyldi láta prenta þetta svona úr garði gert. Þetta samsull, sem er tekið sitt úr liverri áttinni, hefur höf. kryddað með eins konar fagurfræðilegum hugleiðingum frá eigin brjósti, er koma stundum nokk- uð undarlega við, og ekki sem heppilegast. Það lítur svo út eins og höf. hafi að eins ritað þetta sér til gamans, eptir því sem honum hefur dottið í hug í þann og þann svipinn, án þess hann hafi gert sér grein fyrir, hvað hann væri að skrifa eða hverj- um það væri ætlað. Það er auðséð, að höf. er allvíðlesinn, en hann virðist frem- ur byggja á annara skoðunum svona í lausu lopti, en eigin rannsókn eða íhugun, og þess vegna vantar þessa ritsmíð hans alla sjálfstæða hugsanfestu og skarpa, samauberandi „kritik“; dettur hún því öll í mola í höndum höfundarins og verður svo undarlega hjáleit á pappírnum. Málið á ritgerð þessari er lítt vandað og sum- staðar koma fyrir reglulegar málleysur, t. d „þreyjuþrái“ á bls 86, sem líklega á að vera „þreyjuþrá“ og er þó ekki við- kunnanlegt (sbr. ferðareisa). Á bls. 71 er minnzt á bók, sem kom út í Berlín 1884 (fyrir 8 árum!). Voru það kvæði eptir 22 ung, óreynd skáld, sem létu mikið yfir sér, en hafa síðan lítið sem ekkert aðhafzt. Höf. ritgerðarinnar segir að á æfisögunum, sem fylgdu kvæðunum, sjáist, að flestir þeirra séu fæddir milli 1860 og 1870. Bíðum nú við. Svo talar hann nánar um einn þessara skálda, Gradnauer, og tekur æfisögu hans, er honum þykir mjög ein- kennileg. Síðast í henni segir svo: „Hann (o: Gradnauer) ætlar sér mestmegnis að rita djarfar skáldsögur. Alheimurinn á að liggja fyrir skáldinu eins og bók, sem haun skilur strax“, og svo bætir höf. við í sömu andránni: „Þessi jötunn hætti brátt öllum ritstörfum. Flestir þeirra eru fæddir 1863—64 og eru að lesa við háskóía og nefna nöfn á bókum, sem þeir ætla að rita“. Vér ætlum að lofa lesendunum sjálfum að sjá, hvað sé athugavert við þessar setningar í samanburði við orðin á uudan og alla greinina. Þetta hirðuleysi í rithætti, sem hér kemur fram og á svo mýmörgum öðrurn stöðum er ófyrirgefan- legt af menntuðum manni. Það er ekki leyfilegt að kasta svoua höndunum til þess, sem maður ritar, þótt það sé einkum ætl- að alþýðu. Þetta lesa fleiri en hún og dæma það hart. í hinu langa ágripi úr sögu Ylfinga og Markamanna eptir Morris í upphafi rit- gerðarinnar er getið 3 manna, sem koma allt í einu fram á leiksviðið eins og skratt- inn úr sauðarleggnum án þess gerð sé áður nokkur grein fyrir, hverjir þeir voru eða í hverri stöðu. Þessir menn heita Herjólfur, Asmundur gamli og Arinbjörn gamli. Herjólfur þessi fellur í bardaga, en Ásmundur gamli er að eins uefndur á einum stað, er hann fer höndum um Þjóðólf konung Markamanna. Hugsazt getur að Ásmund- ur sé prentvilla fyrir Arinbjörn, sem opt- ar er getið, en það skiptir í sjálfu sér litlu. Að láta menn þannig detta úr háa lopti, svona upp úr þurru, er ekki viðkuun- anlegt né eðlilegt í sögulegri frásögn. í fornsögum vorum eru þess engin dæmi, eins og höf. mun kunnugt. Felix Daim á bls. 61 er víst prentvilla. Vér þekkjum engan höfund hjá Þjóðverjum með því nafni, en Felix Dalm (f. 1834) þekkjum vér og efumst mjög um, að þessi saga Morris, er höf. hælir svo mikið, taki skáld- sögum hans stórum fram. Á bls. 72 er nefndur þýzkur rithöfund- ur, Karl Bleibtreu og lionum hrósað mjög fyrir nýja stefnu, er hann hafi vakið í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.