Þjóðólfur - 23.09.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.09.1892, Blaðsíða 3
179 þýzkum bókmenntum, án þess gerð sé nokk- ur Ijós grein fyrir, í liverju hún sé fólgin. Hún er bara ný. Á bls. 74 er aptur nefndur Karl Bleibtreu sem einkver helzti maður hinnar nýju stefnu, án þess hann sé settur í neitt samband við nafna sinn á bls. 72. Maður verður að gizka á, að þetta sé einn og sami maður, og þó sýn- ist það fremur ólíklegt, því að öðruvísi er litið á starfsemi hans nú. Á bls. 72— 3 gengur hann berserksgang og sprengir allt í sundur bæði illt og gott, en á bls. 74 „vegur hann salt milli hins gamla og nýja, og honum er um og ó“ o. s. frv, Á fyrri staðnum er hann látinn hreinsa til í loptinu og vera munnur og hönd æskumannanna, er uxu upp í stríðunum miklu, en á síðari staðnum gengur hann með léttasóttina að nýju stefnunni, en getur ekki alið hana. Þar er sagt um hann, að hann sé og verði þunglamalegur en sé samt hælt geypilega af ungum græn- ingjum. Hvora lýsinguna á að taka trú- anlegri hina fyrri eða síðari? Vér græð- um ekkert á þeim svona löguðum, nema það, að Bleibtreu er forkólfur (einhverrar) nýrrar stefnu, sem haun hefur alið, en gengur þó með enn(!) Þetta er mjög ftóðlegt að vita. Annars er oss óskiljan- legt, hversu höf. getur ritað óljóst og ó- skipulega. Þar er engin samkvæmni og varla nokkurt samræmi milli hinna ein- stöku atriða. Það lítur ekki út fyrir, að höf. hafl lesið haudrit sitt rækilegayfir áður en hann sendi það hingað til prentunar. Það er svo margt athugavert i rit- gerð þessari, að vér sjáum oss ekki fært að geta þess alls hér í blaðinu. Hinn fjölfróði höf. er hér á í hlut hlýtur að kannast víð það með sjálfum sér, ef hann les nú þessa ritgerð sína vandlega ofan í kjölinn, að henni sé í ýmsu mjög ábóta- vant, og þess vegna vonum vér, að hann vandi sig betur næsta sinn, ef hann ritar um bókmenntir í Skírni. Lýsing á nátt- úrufegurð Sjálands og yndisleik dönsku stúlknanna á t. d. ekki beinlínis heima í þess konar yfirliti. Það er dálítill útúrdúr að rita um það heila blaðsíðu í Skírni. Vér viljum heldur lesa um það annarstaðar, t. d. í skáldsögu eptir höf. sjálfan. Hún er einnig fögur, náttúran hér heima á Fróni og hér eru einnig allmargar fríðar, inndælar stúlkur, sem vert væri að rita um, en það er hlutverk skáldanna, og er því langréttast að lofa þeim einum að rita um það efni. Yfirhöfuð er síðasti kaflinn (um dansk- ar bókmenntir, 12 blaðsíður) einna skringi- Iegastur af öllu þessu bókmennta-góðgæti. Þar er ekki minnzt á annan ritköfund en J. P. Jacobsen, sem er dauður fyrir 8 árum. Auðvitað hefur hann haft mikil á- hrif á danskar bókmenntir, en þó hvergi nærri jafnmiklar sem Georg Brandes, sem enn er á lífi. Það hefði því átt miklu betur við, að minnast rækilega á hann í þessum kafla. Þessi vaðall um Jacobsen, er að mestu tekinn eptir Ola Hansson, (sænskum rithöfund), en það er lítil bót í máli. Þessi sænsk-íslenzki hrærigrautur er einhvern veginn svo undarlega væminn á bragðið, að vér hyggjum að íslenzkri al- þýðu geðjist ekki rétt vel að honum. Það hefði sjálfsagt verið heppilegra, að höf. hefði ekki blandað kryddi sinu saman við hjá Hansson. Það eru ekki allir færir um að gera „breyttan11 mat gómsætan. Kólera. Með vöruskipinu „Ragnheiði", er kom frá Liverpool í gærkveldi eptir 22 daga úti- vist, fréttist, að kóleran geisaði í Hamborg, og hafi einnig verið komin til Glasgow (í byrjun þ. m.). Nýrri og greinilegri fréttir um vogest þennan koma með „Thyra“. Um alþingiskosningarnar, er getið var í síðasta blaði, hafa nú borizt nokkru greinilegri fréttir, að því er atkvæðagreiðsluna snertir. í Húnavatnssýslu fékk kand. Þorleifur Jónsson 74 atkv. af 79, er greidd voru á kjörfundi, Björn Sigfússon í Grimstungu 68, en Páll Pálssou í Dæli að eins 16. 1 Vestur-Skapiafellssýslu bauð binn fyrv. þingm. Ólafur Pálsson á Höfðabrekku sig fram (auk Guð- laugs sýslumanns og Jóns í Hemru), en fékk ekki nema 1 atkvæði. í Snœfellsnessýslu fékk dr. ph.il. Jón Dorkelsson 84 atkv., Lárus Skúlason 9 og séra Holgi Árna- son 3. 1 ísafjarðarsýslu fékk Matthias Ólafsson í Haukadal 42 atkv., en Árni Sveinsson kaupmaður á ísafirði 23. Aðrir bnðu sig ekki fram þar, auk þeirra, er kosnir voru. Heiðursgjafir af styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. voru veittar 31. f. m. Ghiðmundi bónda Guðmundssyni á Auðnum á Vatusleysuströnd fyrir framúrskarnndi húsabyggingar, jarðabætur og sjáv- arútveg og Jóni bónda Guðmundssyni á Efri-Brú 112 að allur grunur um hluttöku Amos’s í þjófnaðinum væri því horfinn. Þá lofuðu þau öll með hárri röddu hinn æðsta, er hafði veitt þeim styrk tii að bera þessar ótta- legu, þungbæru raunir, og rétt þeim hjálparhönd, eiu- mitt þegar neyðin var stærst. Þau ásettu sér þegar í stað að snúa heim aptur og að vikufresti voru þau á leiðinni þangað. Nú var skoðun íbúanna í Fíladelfíu orðin öll önn- ur, en áður. Þau dagblöð og tímarit, sem fyr höfðu mest og bezt stuðlað að því, að hinn óljósi grunur á járnsmiðnum liafði borizt út, skýrðu nú í hátíðlegum orðatiltækjum frá játning hins seka og lýstu undrun sinni yfir því, að þessi grunur skyldi ekki hafa horfið algerlega þegar fyrir löngu við sýknuu járnsmiðsins fyrir réttinum. Þau lýstu með fegurstu litum hinu kyrláta, friðsama lífi, er Amos hefði iifað, áður en þetta kom fyrir og til að gera rangindi þau, er hann hafði orðið að sæta, enn áþreifanlegri, var ekki látið hjálíða, að lýsa „hinum óheyrðu kvölum, hinum ótrúlegu þraut- um og ósegjanlega skorti“, sem hann og fjölskylda hans hefði hlotið að þola, tíl þess að sneiða hjá afleiðingum svo ranglátrar ákæru. Allur bærinn tók nú málstað hans; hinir fyrri nágrannar hans og vinir, sem einna fyrstir höfðu orðið til þess að kasta þungum steini á hann og spilla mannorði hans, hófu hann nú upp til 109 Þau voru að eins komin fyrsta áfangann á hinni sorg- legu pílagrímsgöngu sinni. Kaupmaður nokkur, sem ferðaðist frá höfuðstaðnum (Filadelfíu) til hinna bláu fjalla í New Hampshire, hitti Amos í Norristown og sagði hæðnislega við einn bæjarbúa, að hann óskaði þeim til hamingju, að hinn nafnkunni járnsmiður frá Fíladelfíu væri seztur að hjá þeim. Þetta læsti sig óðara eins og eldur i sinu um allan bæinn, og Arnos komst brátt að raun um, að menn sueiddu hjá honum og fyrirlitu hann, alveg á sama hátt sem í Fíladelfiu. Það voru því engin önnur úrræði fyrir hann en að flýja frá Norristown sem fljótast, eða deyja að öðrum kosti úr hungri. í þetta sinn var hann ekki lengi að hugsa sig um, hvað hann skyldi gera. Við heimili hans í Norr- istown voru ekki bundnar neinar dýrmætar né sorgleg- ar endurminningar, eins og við heimkynni Jians í Fíla- delfíu, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Hann fór því með fjölskyldu sína yfir fjöllin til Sumbury. í fyrstu leit út fyrir, að iðjusemi hans mundi bera góðan árangur eins og í Norristown, en brátt varð hann þess áþreifanlega var, að “ílýgur fiskisagan", og innan lítils tíma varð hann eiimig að fara burtu þaðan, því að í þessum afskekkta bæ voru menh farnir að stinga sam- an nefjurn um nýja gestinn — bankaþjófinn frá Fíladelfíu, sem enginn vildi auðvitað hafa nokkur skipti við. Amos

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.