Þjóðólfur - 14.10.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.10.1892, Blaðsíða 1
Kemur tlt 4 föetudög- um — Yerö 4rg. (60 arka) 4 kr. Erleudie 5 kr. — Biug Borgist fyrir 15. júlí. 'JÓÐÓLFU] Oppeögn skrifleg, buudin vi» iramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1, oktöber. XLIV. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. október 1893. Nr. 48. Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum. Saga þessi er skrásett af herra Bryn- jólfi Jónssyni kennara (frá Minnanúpi) og kemur upphaf hennar (um 4—5 arkir) út næsta ár sem fylgirit Þjödolfs. Er hún mjög fróðleg og skemmtilega rituð, og laus við alla skáldlega viðauka. Pur- íði „formann“ hafa margir hér syðra lieyrt nefnda. Það er hún sem Carl Andersen lýsir í skáldsögu sinni: „Over Skjær og Brænding“. Ennfremur fá nýir kaupendnr að næsta (45. árg.) Þjóðólfs ókeypis sögusafn blaðs- ins þetta ár sérprentað. Þeir œttu því að gefa, sig frarn sem fyrst, svo að þeir gætu fengið fylgiritið næsta ár, með því að það verður alls ékki til lausasölu, og geta því engir eignazt þessa „sögu af Þuríði for- manni og Kambsránsmönnum11 nema kaup- endur Þjóðólfs. Saga þessi verður öll um 12—16 arkir. Ekkert íslenzkt blað nema Þjóð- ölfur veitir öllum kaupendum sínum slíka kosti. Fjárverzlunin við Englendinga verður ekki ýkja mikil í þetta sinn. Hér syðra verða engir fjár- markaðir haldnir í haust, að því er kunn- ugt er og nyrðra og eystra mun sárlítið kveða að fjárkaupum Englendinga. Hrossa- markaði þá, er Coghill hefur haldið í sum- ar er vart að telja í samanburði við það sem áður var og fé kaupir hann alls ekki. Eu ástæðulaus með öllu mun samt sá grunur sumra manna, að nokkur leynileg samtök milli Zöllners og Coghills eigi sér stað, að því er sauðfjár- og hrossaverzlun snertir hér á landi. Þessi mikli aptur- kippur í þessari verzlun stafar eingöngu af hinu lága verði, sem nú er á Englandi einkum á sauðfé, en þetta lága verð er aptur á móti sprottið bæði af óvenjulega miklum innflutningi af kjöti frá Ástralíu og annarstaðar að, en þó einkum af fóð- urskorti. Hafa því enskir sauðabændur orðið að selja fleira fé en ella, og það hefur anðvitað stórmikil áhrif á útlendu fjárverzlunina. Það er kunnugt, að fé það, er héðan kemur til Englands er alið þar langa hríð áður en því er slátrað, en nú er það ekki unnt sakir fóðurskortsins, og þess vegna gengur salan þar svo illa. í blaðinu „Scotsman11 um miðjan f. m. er skýrt frá, að fé seljist nú miklu ver en í fyrra, því að verðið sé að meðaltali 7—8 krónum minna á hverri kind en þá, og þó er þar um enskt fé að ræða, sem auð- vitað selst tiltölulega miklu betur en ís- lenzkt fé. Það er því engin furða, þótt fjárkaup Englendinga verði litil hér þettaár. Pöntunarfélögin, er senda út fé í þetta sinn á eigin ábyrgð í umboði Zöllners, geta því varla búizt við að fá hátt verð fyrir það. Mörgum kann að þykja þessi umboðssala athugaverð, og að vart sé ger- andi að fela hana einum manni á hendur og er nokkuð hæft í því, ef umboðsmað- urinn væri lítt vandaður og stingi öllum ágóðanum í sinn eiginn vasa. En vér þurfum varla að óttast, að hr. Zöllner fari svo ódrengilega að ráði sínu í því, sem honum er trúað fyrir, því að hann hefur jafnan komið hér fram sem einkar vand- aður og áreiðanlegur maður í viðskiptum og látið sér annt um vöxt og viðgang pöntunarfélaganna. Svo ber þess og að gæta, að vér treyst- um landa vorum, hr. Jóni Vídalín, sem milligöngumanni milli Zöllners og lands- manna að sjá um hag pöntunarfélaganna, eptir því sem unnt er, enda er hann orð- inn nákunnugur þessari verzlun og á því auðveldara með að viuna henni gagn. Með því að það mun hafa borizt til eyrna Zöllners, að einhverjir landar vorir mundu tortryggja frammistöðu hans við fjársöluna ytra, höfum vér jafuvel heyrt þess getið, að hann mundi ekki ófús á að veita einhverjum áreiðanlegum, skilríkum manni ókeypis ferð til Skotlands til að hafa þar eptirlit með, hvernig sölunni væri hagað og gæta réttar félagsmanna. Er slíkt vel boðið og göfugmannlega ef satt er. Meira verður varla af honum heimtað. Eptir því sem horfurnar nú eru, get- um vér ekki betur séð, en að þessi aðferð pöntunarfélaganna, — að senda fó til Eng- lands á eigin ábyrgð og láta umboðsmann sinn selja það þar — sé hin eina rétta. Hún mun heldur alls ekki hnekkja tjár- kaupum Englendinga hér á landi fram- vegis. Þeir munu koma hingað eins eptir sem áður, svo framarlega sem útlit er íyr- ir, að íslenzkt fé seljist vel á enska mark- aðinum, sern vonandi er að lagist innan skamms. Vér verðum að gera alt sem í voru valdi stendur til að halda áfram verzlunarviðskiptum vorum við Englend- inga á einhvern hátt, því bæði höfum vér mikinn beinan og óbeinan hagnað af því, og svo vekjum vér á þann hátt eptirtekt þeirra á oss, og það er ekki svo þýðingar- lítið. Útlendar fréttir. Khöfn 28. sept. 1892. Kóleran. Það var viðbúið, að eitthvað mundi koraa úr flóka þeim, er lá yfir Rússlandi framan af sumrinu. Enda er það nú fram komið. Eins og fyr var frá sagt hófst sýkin austurfrá í nánd við Kaspíahafið, Um þær slóðir eru menn fá- kunnandi og hjátrúarfullir og því illa fallnir til að stöðva jafnnæma sótt sem kóleran er. Þar er og lítið um lækna, enda ódyggir þeir fáu sem til eru. Sum- ir þeirra flýðu en suinum misþyrmdi skríllinn. Hélt hann að læknar dræpu sjúklingana og tók þá því burt úr sjúkra- húsunum. Við það breiddist sóttin út, færðist smámsaman vestur um Rússland og linnti eigi fyr en hún var komin til Pétursborgar og hafði náð föstum fæti víðsvegar um landið. Nú leið og beið og menn vonuðu, að hún mundi Iáta sér nægja að gista Rússana. En 17. ágúst gaus hún upp í Hamborg og gerðist mjög mann- skæð þar. Heíúr hún geisað þar síðan og drepið menn hrönnum og gert afar- mikil spjöll á verzlun og atvinnu borgar- búa. 17. september voru alls 15,663 menn orðnir veikir, en 6,764 höfðu dáið. í fyrstu flúðu menn bæinn og var það þá eigi sjaldgæft að þeir lögðnst annarstaðar. En hvergi hefur hún enn sem komið er náð föstum fæti og er nú í réuun í Ham- borg. Miklum varúðarreglum er alstaðar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.