Þjóðólfur - 14.10.1892, Blaðsíða 2
beitt gegn henni. Ef sjúkan mann ber
að húsum einhverstaðar, þá ærast allir af
hræðslu og vilja hvorki sjá hann né heyra.
Mest hefur þó kveðið að því í New-York.
Skip eitt frá Hamborg kom þar á höfnina
og voru á nokkrir kólerusjúkir menn.
Bæjarstjórnin fékk skipshöfninui húsnæði
á Fire-Island og átti hún að vera þar
þangað til útséð væri um, hverjir væru
veikir. En þegar átti að flytja þá
þangað, þá vörðu eyjarskeggjar þeim land-*
göngu með vopnum og hótuðu hörðu. En
svo lauk þó, að þeir hlýddu yflrvöldum
og leyfðu landgönguna. í Hamborg hef-
ur sýkin gert fjölda fólks öféiga og at-
vinnulausa, en samskot hafa verið gerð
til að bæta úf vandræðum þeirra og hef-
ur þegar safnazt 1,620,000 kr.
Daniuörk. Góð uppskera er hið eina,
sem sagt verður héðan. E»ó má geta þess,
að stjórnin hefur sett rögg á sig og kippt
í lag Spánarsamninginum. Þing Dana
verður sett 3. október.
Svíþjóð. Þar er gerður undirróður
að því, að rýmkað verði um kosningar-
réttinn og er í mæli að haldið verði þjóð-
þing um það mál að sumri.
Hússland. Nú er útflutningsbann á
korni frá Eússlandi afnumið, því að hall-
ærið er nú á enda að kalla má. Þó eru
enn nokkur héruð sárt leikin.
Austurríki og Ungverjaland. Þar
hefur uppgötvazt leynifélag, er lengi hafði
framið tollsvik og haft ógrynni fjár af
rikinu. í þessu félagi var eitt „hirðráð11,
13 toilheimtumenn háir og lágir og ýmsir
stórkaupmenn af gyðingaættum. Ungverj-
ar hafa sýnt Kossuth gamla mikla virð-
ing á nítugasta afmælisdegi hans. Hann
var gerðhr heiðursborgari í Buda-Pest og
hátíðlr ,voru haldnar Um allt land til virð-
ingar við hauu.
Ítalía. í Genúa var haldin mikil
minningarhátíð um Kolumbus. Það var
fyrstu dagana í september. Sóttu þá há-
tíð þjóðhöfðingjar og stórmenni og alls
sóttu hátíðina 3000 manns.
(Mkkland hefur af sparnaði kallað
heim erindsreka sína frá Lundúnum, París,
Berlín og Pétursborg.
Erakkland. Tuttugasta og annan sept-
ember voru 100 ár síðan byltingamennirnir
lýstú ytir því, að Frakklaud væri þjóðveldi.
Nú héldu Frakkar hátíð mikla til minn-
ingar um þennan atburð. Þar var forseti
og formenn þingsius og forseti ráðaDeyt-
isins og var mikið um dýrðir.
England. Það er siður á Englandi að
þeir sem ráðgjafár verða eru kosnir á ný.
Það urðu þeir Gladstone að gera nú.
Euginn þeirra fékk keppinaut, nema John
Morley, sem er ráðgjafi í írlands málum.
í kjördæmi hans Newcastle eru mftrgir
vinnumenn og vildu þeir fá hann til að
halda fram átta tíma vinnu lögákveðinni
og kváðust ella mundu synja honum at-
kvæða. Hann sagði það vera sannfæringu
sína, að þau lög yrðu vinnumönnum til
engra heilla. Þótti svarið einarðlegt, en
hræddir voru menn um, að það mundi steypa
honum. Það varð þó eigi. Hann bar hærra
hlut og hefur þegar látið til sin taka um
mál íra og ónýtt þau ákvæði nauðungar-
laganna írsku, sem enn voru í gildi. — Það
er sagt að þihgskörungur íra William 0.
Brien ætli að hætta þingstörfum og draga
sig í hlé, en félagar hans reyna með öllu
móti að fá hann ofan af þvi og viljft ekki
missa hann. — í Glasgow er haldið vinuu-
mannaþing. Þar eru rædd ýms nauðsynja-
mál þeirra og meðal annars, hvort heppi-
légt sé að ákveða með lögum átta tíma
vinnu á dag. Urðu menn ekki á eitt mál
sáttir um það, en þó var áskorun í þá
átt samþykkt með 205 atkv. móti 155.
Látinn er Kristofer Kristoffersen, einn
af hinum beztu ungu skáldum í Noregi.
Hann hefur meðal annars ritað Yárdise og
Lövspræt (vorþoka og gróður) og Rydn-
ingsmænd (frumbýlingar), mjög fallegar
bækur.
Látinn er ennfremur Deodoro de Fon-
seca fyrv. forseti Brasilíuþjóðveldisins, sá
er steypti Dom Pedro keisara af stóli.
í París andaðist um síðastl. mánaðar-
mót hinn frægi rithöfundur Ernest Renan
(f. 1823). Aðalrit hans, „æfisaga Jesú„ er
kunnugt um heim allan, og hefur verið
gefið út ótal sinnum. En kirkjulegur trú-
maður var hann ekki, og sætti því all-
miklum ofsóknum af hálfu kierkastéftar-
innar fyrir skoðanir sínar í trúarefnum.
Eptir síðustu fréttum (í enskum blöð-
um, er ná til 4. þ. m.) höfðu 44 veikzt af
kóleru í Hamborg 28. f. m. og 16 þeirra
dáið og þykir mega ráða af því, að sóttin
sé þar á förum.
Heiðursmerki. Páll Melsteð sögu-
kennari hefur verið sæmdur riddarakrossi
dannebrogsorðunnar.
Póstskipið Laura (kapt. Nielsen) kom
í gær. Með því voru cand. jur. Axel
Tulinius, kaupmennirnir Sturla Jónsson og
Th. Thorsteinson, frú Ástríður Melsteð, frú
Arndís Jönsdóttir (frá Láúgardælum), frú
Anna Péturson og fröken Fischer (sýslu-
manns), ennfremur agentar Kanadastjórn-
ar B. L. Baldwinsoii og Svéinh Bryhjólfs-
son.
Skipstrand. Norskt kaupskip („Ó-
lafur Tryggvason“), er flutti vörur til
verzlunar S. E. Sæmundsens í Ólafsvík
sleit upp þar á höfninni í norðanveðri 29.
f. m. og rak á land. Var búið að hlaða
það 500 skpd. af saltfiski, er stórskemmd-
ist. Var allt selt við uppboð 5. þ. m.
Á heimssýningunni í Chicago að ári
verður meðal annars sýndur hópur af af-
komendum mannæta þeirra, er Kolumbus
faun á annari ferð sinni til Ameríku. Kyn-
þáttur þessi á heima á Antillaeyjum hin-
ura minni og liíir nú á því að búa til
körfur og annað smávegís.
Ennfremnr verður þar sýhd hin stærsta
og þyngsta fallbyssa í heimi, smíðuð í
skotvopnaverksmiðju Krupps í Essen. Hún
er 44,000 fjórðungar að þyngd. Chicago-
búar ætla einnig að byggja stórt leikhús
150 fetum fyrir neðan yfirborð jarðar, og
verða áhorfendurnir fluttir upp og niður
með rafmagnsíyptivéíum. Á þessari und-
irheimaferð á að sýna alís konar myndir
(,,panorama“) af námum,-hellrum og vötnum.
Gjörræði danska gufuskipsstjórans.
í morguu kl. 6 þaut „Laura“ af stað
upp á Akranes og suður í Hafnarfjörð.
Þetta virðist vera gjörræði gagnvart kaup-
mönnum, sein eiga ýmsar vörur með heuni
og einkanlega þar sem að eins er upp
komið úr henni rúmlega helmingur af þeim
vörum, sem í henni voru. Margir bátar
komu frá henni í gærkveldi al-tómir.
Maður skyldi naumast ætla, að „Laura“
þyrfti að velja sér veður eins og smá-
bátar. Vonandi að þetta komi ekki optar
fyrir. A.
Kartöflur, íaukur og ýmsir aðrir
ávextir nýkomnír í verzlun
Sturlu Júnssonar.
Ýmislegar kramvörur nýkomnar
í verzlun
Sturlu Jónssonar.