Þjóðólfur - 21.10.1892, Blaðsíða 1
Kemnr út & föstudög- um — Yerö flrg. (60*arka) | 4 kr. Krlendis 5 kr. - l.iw# Borgist fyrlr 15. júli. Ó Ð Ó LFU] R. Cppsögn skrifleg, bnndin viö áramöt, ógild nema komi til fltgefanda fyrir 1. oktflber.
XLÍY. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. október 1892. Nr. 49.
BÓKMENNTIR.
Saga Jörundar hundadagakóngs. Eptir
Jbn Þorkélsson. Með 98 fylgiskjölum
og 16 myndum. Kaupmannahöfn. Á
kostnað bókaverzlunar Gyldendals 1892.
215 bls. 8.
Engir hahi þeir atburðir gerzt hér á
landi á þessari öld, er vakið hafa jafn-
mikla eptirtekt útlendra manna sera inn-
lendra, eins og atfarir Jörundar hunda-
dagakóngs (Jörgen Jörgensens) 1809. Þessi
ísleuzka stjórnarbylting mun lengí í minn-
um liöfð. Hún mun jafnan verða talin
einhver hinn einkennilegasti og kátlegasti
viðburður í sögu þjóðarinnar á þessari öld,
viðburður, sem vart eru dæmi til hjá ann-
ari þjóð, að æztu stjórn landsins hafi ver-
ið kollvarpað í einu vetfangi af umkomu-
lausum, útlendum spjátrung, svona rétt
upp á eigin spýtur, og án þess nokkur
særðist.
Um byltingu þessa hefur ýmislegt rit-
að verið, en allmjög á sundrungu, og er
því fremur lítið á því að græða. Það var
því lofsvert fyrirtæki af landa vorum dr.
Jóni Þorkelssyni (yngra) í Höfn, að rita
þessa sögu af „hundadagakónginum“ ís-
lenzka, sem nú hefur birzt á prenti á
kostnað hinnar nafnkenndu bókaverzlunar
Gyldendals í Höfn. Allur ytri frágangur
bókarinnar er prýðilega vandaður og all-
ólíkur því, er vér eigum að venjast hér
heiraa. í bókinni eru myndir af þessum
mönnum: Magnúsi Stephensen konferenz-
ráði, Stefáni amtmanni Þórarinssyni, Finni
prófessor Magnússyni, Yigfúsi sýslumanni
Þórarinssyni á Hlíðarenda, Sveini lækni
Pálssyni í Yík, Sigurði Thorgrimsen land-
fógeta, Árna biskupi Helgasyni í Görðum,
Gunnlaugi Briem sýslumanni, Valgerði
Árnadóttur konu hans, Páli Jónssyni klaust-
urhaldara á Elliðavatni, Sigurði Péturs-
syni sýslumanni, Frederik Trampe stipt-
amtmanni og Geir biskupi Vídalín. Flest-
ar þessar myndir virðast dágóðar og sum-
ar ágætar. Ank þessa fylgir bókinni mynd
af Reykjavík 1810 og mynd af dansleik
1809, tekin eptir teikningu Jörundar sjálfs,
líklega samt út í loptið. Af honum sjálf-
um er engin mynd til, og er það leitt;
mundi mörgum þykja gaman að sjá nú
framan í þennan íslandskóng.
Að því er efni bókarinnar og meðferð
þess snertir, þorum vér óhætt að lúka
lofsorði á það. Aðalhöfundurinn1, dr. Jón
Þorkelsson, hefur í formálanum skýrt
greinilega frá heimildarritum sínum, sem
hér er því óþarft að telja. Má sjá af því,
að meginhluta efnisins hefur höf. safnað
úr óprentuðum skýrslum, einkum í ríkis-
skjalasafni Dana. Er því margt nýtt í
frásögn þessari, sem ekki hefur áður ver-
ið kunnugt. En söfn hér á landi hefur
höf. ekki getað notað til samanburðar, og
mun það að vísu skaði lítill en þó nokk-
ur. í landsbókasafninu mun sárfátt finn-
ast um Jörund, er að nokkru gæti auðg-
að þessa sögu hans, en í landsskjalasafn-
inu (skjalasafni stiptamtsins) eru til fáein
bréf, er þetta efni snerta, en ekki neitt
sérlega markverð. Þar á meðal eru af-
skriptir af 2 bréfum Jörundar, sem ekki
eru nefnd í þessari sögu. Er hið fyrra
dags. 27. júní og sendi Jörundur það austur í
Árnessýslu rneð Finnboga Björnssyni (föður
Teits dýralæknis) og öðrum manni, Jónasi
að nafni. Skipar hann þar sýslumannin-
um (Steindóri Finnssyni) að skýra Finn-
boga frá, hve mikla peninga hann hafi
undir höndum, og verzlunarst.jóra Lambert-
sens á Eyrarbakka býður hann að afhenda
Finnboga þá peninga er hann hafi, og
búðarlyklana. Þá stóð Sveinn Sigurðsson,
er sig nefndi Sivertsen, fyrir verzlaninni,
og kvaðst hann í skýrslu, er hann gefur
um þetta, hafa skýrt Finnboga frá, að
verzlunin væri peningalaus og að sýslu-
maður hefði enga sérstaka féhirzlu undir
höndum, og hefði þá Finnbogi látið kyrt,
en fest upp á Eyrarbakka auglýsingu Jör-
undar 26. júní. Lyklunum kvaðst Sveinn
hafa neitað að skila, en þó má sjá af
skýrslu hans, að hann hefur gert þá nokk-
urs konar samning við Finnboga fyrir
hönd Jörundar og síðar fær hann vörur
frá Phelps og gerir samning við hann um
sölu þeirra 22. júlí. En svo kom Lam-
bertsen kaupmaður út snemma í ágúst,
‘) Síðasta liluta sögunnar (um æfi Jörundar ept-
ir burtfór hans héðan) hefur eand. phil. Ólafur
Davíðsson samið.
og hefur hann gefið skýrslu um viðskipti
sín og Jörundar, er hér verður að sleppa,
en skýrsla þessi ásamt skýrslu Sveins
verzlunarstjóra er geymd í landskjalasafn-
inu. Eru allar líkur fyrir, að Sveinn hafi
ekki verið húsbónda sínum allskostar trygg-
ur. Hann reynir auðsjáanlega að breiða
yfir það í skýrslu sinni, að hann liafi ver-
ið í þjónustu Jörundar, en honum tekst
það ekki fullkomlega1.
Hitt bréfið frá Jörundi, sem ekki er
minnzt á í þessari sögu, er ritað 4. ágúst til
Stefáns amtmanns Þórarinssonar. Skipar
hann honum að afhenda Möller kaupmanni á
Grundarfirði verzlanir Kyhns stórkaupmanns
á Vopnafirði og Seyðisfirði, er þá áttu að
seljast. Hafði Möller sótt um leyfi til
Jörundar að mega reka verzlun á Aust-
fjörðum, af því að hann hefði ekkert að gera
á Grundarfirði, og vildi því bæði græða sjálf-
ur og gera Austfirðingum hagræði með því
að verzla þar með vörur sínar. Gefur liann
síðar skýrslu um þetta (dags. 30. nóv. 1809)
eptir kröfu stiptamtsins og ber af sér, að
hann hafi verið í nokkru sviksamlegu
makki við Jörund. Lætur hann fylgja
afskript af þessu bréfi Jörundar til amt-
manns 4. ágúst, og mun það nú hvergi
annarstaðar til vera en í laudskjalasafn-
inu, og sama er að segja um bréfið 27. júní.
í safni þessu er og geymd nákvæm
lýsing á útliti 6 manna, er komnir voru
í þjónustu Jörundar 1. júlí, því að þá er
þessi skýrsla samin af fangaverðinum Þ.
Sivertsen, (þ. e. Þorleifi Sigurðssyni bróð-
ur séra Brynjólfs á Útskálum, er þá var
dómkirkjuprestur). Þessir 6, sem lýst or,
eru Jónas Jónsson úr Strandasýslu 31
árs, Jón Jónsson úr Skagafirði 32 ára,
Jón Bjarnason iir Gullbringusýslu 28 ára,
Samson Samsonarson 26 ára, Gísli Einars-
») Sveinn þessi var almennt talinn faðir Páls, er
kallaður var „Páll í kötnnm“ eða „K.úts-Páll“, og
er til saga um það. Sveinn sigldi siðar til Noregs
og varð kaupmaður i Arendal. Eiuhver afkom-
andi hans þar vildi fyrir skömmu (2—3 árum)
fá að vita eitthvað nánara um ætt þessa forföður
síns, en gat ekki gefið betri upplýsingar um
liann cn að hann hefði verið prestsson, helzt
úr Keykjavík (!). En þá er þessi atkomandi
var látinn vita, að áreiðanleg skýrsla um mann
þennan fengizt ekki endurgjaldslaust, þurfti hann
ekki að vita meira. En ættin er oss fullkunn.