Þjóðólfur - 21.10.1892, Qupperneq 2
194
son úr G-ullbringusýslu 21 árs og Dag-
ur Jónsson úr Skagafirði 19 ára. Ber
nöfnum þessurn öllum saman við það, er
skýrt er frá í sögu Jörundar, bls. 49,
nema Jón Jónsson er þar ekki nefndur,
heldur Jóel Jónsson. Um sýsluvist þeirra
allra ber og ekki alveg saman. En skýrsla
þessi er gefin af fangaverði, af því að
hann var matsali þessara Jörundarliða.
Önnur skjöl í iandskjalasafninu er
þetta efni snerta eru lítt merk. Þó má
sjá af einu bréfi frá Árna Jónssyni, er
var settur bæjarfógeti nokkra daga, að
Jörundur hefur þá skipað honum að út-
vega áburðarhesta handa Gruðmundi Schev-
ing á norðurferð hans, en Árni býður apt-
ur hreppstjóranum í Mosfellssveit (Grunn-
ari Þorkelssyni á Korpúlfsstöðum) að út-
vega þá, og fékk hann 7, en ekki vildi
stiptamtið síðar borga „brúsann“, þótt
Árni færi þess á leit. Var honum svar-
að, að þetta kæmi stiptamtinu ekki við,
og eigendur hestauna gætu snúið sér til
Jörundar og sent honum reikning (en
hann var þá farinu af laudi burt). Stein-
dór sýslumaður Finnsson krefur einnig
borgunar fyrir 60 hesta, er lánaðir hafa
verið Jörundi úr Árnessýslu til vöruflutn-
inga norður, en svo er að sjá, sem hanu
hafi heldur ekki feugið neina áheyrn.
Magnús Stephensen hefur ekki verið fús
á að borga fyrir Jörund.
Ennfremur er til í safui þessu frum-
ritið af bréfi Saviguacs á ensku til ísleifs
Einarssonar 14. janúar 1809 og afskript
af samningnum 19. s. m. milli ísleifs o. fl.
af einni hálfu og G. Jacksons skipstjóra
á „Clarence" af annari hálfu. Savignac
hefur veitt fremur erfitt að fá húsnæði í
Reykjavík, er honum líkaði. Vildi hann
fá til íbúðar hús það, er þá var nýreist
handa sýslumanninum í Gullbringsýslu,
en Kofod, er þó bjó ekki sjálfur í húsinu
þverneitaði að leigja honum það, þangað
til Savignac hótaði honum hörðu. Bréf
Kofods til stiptamtsins um þetta er dag-
sett 28. febr. 1809.1
Prentvillur nokkrar hafa því miður
slæðzt inn sumstaðar í bókiuni, en engar
stórvægilegar. Á einum stað (bls. 48)
höfum vér órðið varir við ranghermi, þar
sem móðir Sveins Péturssouar, liðsmanns
Jörundar, er nefndÞuríður Guðmundsdóttir,
systir Lýðs sýslumanns. Hún hét Þrúður
') Kofod andaðiet á Kðngsbergi í Noregi 8. júní
1849 Bjötugur (f. 27. des. 1779) Sbr. J. B. Hal-
vorsen: Norsk Porf. Lex. HI 327.
og var Loptsdóttir, bróðurdóttir Lýðs sýslu-
manns. Bjó Loptur Guðmundsson faðir
hennar vestur á Barðaströnd og hét kona
hans (hin fyrri) Gróa dóttir Bjarna Jóns-
sonar, er nefndur var „koparhaus“ og
Þrúðar Ólafsdóttur prests í Tröllatnngu
Eiríkssonar. Bróðir Þrúðar móður Sveins
var Bjarni stúdent Loptsson (útskr. úr
Skálholtsskóla 1774), er sýktist af holds-
veiki og andaðist ungur. Espólín telur
á einum stað (Árb. XI 106) Þrúði þessa
Guðmundardóttur og hyggjum vér, að það
hafi ef til vill einhvern veginn villt sjónir
fyrir höf. sem er mjög glöggskyggn á ættir
og fróður í þeirri grein sem öðru.
Vér höfum ekki ritað þessar athuga-
semdir til að hnekkja á nokkurn hátt
gildi bókarinnar, sem að voru áliti er höf-
undinum og bókmenntum vorum til mikils
sóma. Það er ekki á allra færi að semja
á jafnstuttum tíma jafnvandaða og ná-
kvæma sögu sem þessa, einkurn þá er
þess er gætt, að höf. hefur orðið að safna
meginhluta efnisins úr óprentuðum heim-
ildarritum hingað og þangað. Þeir sem
nokkuð þekkja til þeirra hluta, geta auð-
veldlega rennt grun í, hve mikla alúð
höf. hefur hlotið að leggja við starf sitt
og hve mikillar fyrirhafnar það hefur
valdið honum.
*
í formálanum skýrir höf. frá þeirri
frumreglu sinni, að hann hafi fremur valið
þann veg að láta atburðina mæla sjálfa,
heldur en kveða upp dóm um þá og fram-
komu manna, og er sú aðferð réttívornm
augum. Að hve miklu leyti Stephensens-
bræður (einkum Magnús konferenzráð) hafi
verið í ráðabruggi með Jörundi verður að
vísu ekki fyllilega sannað með gildum
gögnum, en sterkar líkur eru fyrir því,
að M. St. hafi ekki haft alveg „hreint
borð“ í þeim viðskiptum, þótt vér ekki
leggjum trúnað á allt, sem Trampe segir
um hann. Það er þó að minnsta kosti
hér um bil sannað, að hann hefur sagt
Jörundi frá liðsafnaðinum á Brekku, og
eitthvað er það undarlegt, hversu stórorður
hann verður um athafnir Jörundar, þá er
hann er oltinn úr völdum. Það liggur við
að hann beri að sér böndin, einmitt með
hinum mikla ákafa og ofsafrekju í rit-
hætti, þá er hann er orðinn settur stipt-
amtmaður. Það lítur út, eins og hann
vilji sýna stjórninni svart á hvítu, að hann
hafi aldrei verið í nokkru makki við
þennan landráðamanu og drottinssvikara.
Að haun hafi beinlínis verið valdur að öllum
þessum ófögnuði, eins og Jörundur bar
honum afdráttarlaust á-brýn, hyggjum vér
þó varla líklegt.
Annað atriðið í sögu þessari, sem þyrfti
nánari rannsókna er það, hvort hið alkunna
bréf Jóns sýslumanns Guðmundssonar til
Jörundar eða bréfið til Gröndals, sem er
síður kunnugt, séu „postfabricata" (þ. e.
rituð eptir að Jörundur veltistúr völdum)
Þessi kvittur gaus upp þá þegar, hvort
sem Gröndal hefur breitt hann út eða ekki,
og Magnús Stepliensen heimtar skýrslu um
þetta af Jóni sýslumanni 8. okt. 1809, og
biður um afskript af bréfunum, er hann
þykist hafa sent Jöruudi og Gröndal, því
að allmargir hér (þ. e. í Reykjavík) efist um,
að þau hafi nokkru sinni send verið, en
yfirlýsing Jóns sýslumanns um þetta höfum
vér ekki orðið varir við. Það er og nokk-
uð undariegt, að bréfin sem eru dagsett
10. ágúst hafi ekki komið í hendur við-
takenda fyr en um 22. s. m., og er þá annað-
tveggja, að sýslumaður hefur sent þau á
skotspónum að austan, sem ekki er líklegt,
eða þau hafa komið suður ekki síðar en
um 15. ágúst, og þá er allsennilegt, að
jafn bráðlyndur maður sem Jörundur, hefði
brugðið við skjótt og jafnað á Jóni, nema
svo sé, að hann hafi ekki þorað.
Það yrði oflangt hér að rekja efni sögu
þessarar eða skýra frá aðalinnihaldi hennar,
enda gerist þess ekki þörf. Vér viljum
sterklega hvetja landa vora til að kaupa
bókina, enda er húu mjög ódýr (að eins 3
kr.), þá er tekið er tillit til myndafjöldans
og hins afarvandaða frágangs að pappír
og prentun. Vér efumst heldur ekki um,
að hún seljist vel. Það er naumast hætt
við, að Gyldendal liafi skaða á útgáfu
þessarar bókar.
Að lokum viljum vér ekki láta þess
ógetið, að málið á sögunni er mjög vandað;
sumstaðar (einkum í upphafi sögunnar)
reyndar nokkuð fornt, en alstaðar hreint
og laust við dönskuslettur.
Nokkrar uppástungur til nýrrar
fiskisamþykktar.
Það er mörgum illa við hina núgildandi fiski-
samþykkt við Faxalióa. Þeir kenna henni að
miklu leyti um aflaleysið næstliðinn vetur, af Jiví
að ofseint hafi verið lagt. Allar fiskigöngurnar
héldu djúpt fyrir Garðinn eptir sílinu, en sú sein-
asta var ekki nema hrafl með þaranum. Hefði nú
verið lagt hinn 14. marz, eins og hver hefði viljað,
þá hefði engin kvik skepna komizt inn úr Garð-
sjónum. Fiskurinn hefði verið flæmdur út úr Faxa-
flóa eins og 1884 og 1886. Leggja hefði mátt
hinn 20. með því móti að taka upp á morgnana